Hvers vegna Katrín? Elín Hirst skrifar 30. maí 2024 07:31 Ég hef þekkt Katrínu í rúm 20 ár og unnið með henni á fréttastofu RÚV, á Alþingi og í forsætisráðuneytinu. Ég treysti henni allra best til að gegna embætti forseta Íslands, en hvers vegna? Katrín er heiðarleg, hlustar áður en hún tekur ákvörðun og kemur eins fram við alla. Hún er skemmtileg, ljóngáfuð og ekkert fyrir tildur. Hún er föst fyrir og kemur alltaf til dyranna eins og hún er klædd. Hún ann móðurmálinu, elskar glæpasögur og vindur sér í að skrifa sakamálasögu sem verður metsölubók, eins og ekkert sé. Hún heillar helstu þjóðarleiðtoga heims með einlægri og fallegri framkomu sinni. Hún býr yfir gríðarlegri þekkingu um málefni hér innanlands og á alþjóðvettvangi. Hún er vel máli farin, réttsýn og fljót að setja sig inn í erfið og flókin mál. Katrín er ákafur talsmaður lýðræðis, mannréttinda og jafnréttis og hefur meðal annars stutt dyggilega við baráttu hinsegin fólks. Það kemur því ekki á óvart að Katrín nýtur trausts sem nær yfir allt litrófið í íslenskum stjórnmálum en það sýnir vel þá miklu leiðtogahæfileika sem hún býr yfir. Katrín Jakobsdóttir hefur allt til að bera sem prýða getur forseta Íslands. Veitum henni brautargengi okkar í forsetakosningunum nk. laugardag, 1. júní. Höfundur er fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2 og RÚV sjónvarps og alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Elín Hirst Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ég hef þekkt Katrínu í rúm 20 ár og unnið með henni á fréttastofu RÚV, á Alþingi og í forsætisráðuneytinu. Ég treysti henni allra best til að gegna embætti forseta Íslands, en hvers vegna? Katrín er heiðarleg, hlustar áður en hún tekur ákvörðun og kemur eins fram við alla. Hún er skemmtileg, ljóngáfuð og ekkert fyrir tildur. Hún er föst fyrir og kemur alltaf til dyranna eins og hún er klædd. Hún ann móðurmálinu, elskar glæpasögur og vindur sér í að skrifa sakamálasögu sem verður metsölubók, eins og ekkert sé. Hún heillar helstu þjóðarleiðtoga heims með einlægri og fallegri framkomu sinni. Hún býr yfir gríðarlegri þekkingu um málefni hér innanlands og á alþjóðvettvangi. Hún er vel máli farin, réttsýn og fljót að setja sig inn í erfið og flókin mál. Katrín er ákafur talsmaður lýðræðis, mannréttinda og jafnréttis og hefur meðal annars stutt dyggilega við baráttu hinsegin fólks. Það kemur því ekki á óvart að Katrín nýtur trausts sem nær yfir allt litrófið í íslenskum stjórnmálum en það sýnir vel þá miklu leiðtogahæfileika sem hún býr yfir. Katrín Jakobsdóttir hefur allt til að bera sem prýða getur forseta Íslands. Veitum henni brautargengi okkar í forsetakosningunum nk. laugardag, 1. júní. Höfundur er fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2 og RÚV sjónvarps og alþingismaður.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar