Sund og Halla Hrund Valdimar Tr. Hafstein skrifar 30. maí 2024 07:02 Sundlaugarnar eru staður þar sem ókunnugir hittast, þar sem leiðir fólks liggja saman, þar sem óvinir geta ekki forðast hver annan. Þar kemur saman fólkið úr hverfinu, þorpinu, sveitinni, fólk á öllum aldri með margs konar bakgrunn, ýmis konar holningu og alls konar sýn á lífið. Fjórir af hverjum fimm fullorðnum Íslendingum fara í sund. Sundlaugarnar eru staðir þar sem samfélagið birtist sjálfu sér—fyrst berrassað, svo í sundfötum. Þessi íslenska sundmenning er sérstök og í henni kristallast margt sem er gott við okkar opna og lýðræðislega samfélag en hún er líka til marks um hvað við erum rík af auðlindum. Forsendan fyrir öllum þessum sundlaugum er auðvitað heita vatnið. Við göngum nánast að því sem gefnu en mikilvægustu almannagæðin á Íslandi eru fólgin í jarðhitanum. Þegar heitt vatn fannst í Skutulsfirði um síðustu helgi sagði bæjarstjórinn á Ísafirði réttilega að það væri eins og að finna gull. Við treystum á að ofnarnir hiti heimilið og að heitt vatn renni úr krönum þegar við skrúfum frá. Satt að segja er erfitt að ímynda sér lífið hér á landi án þess. Sundið er kannski skýrasta og sýnilegasta birtingarmynd almannagæða – auðlinda í almannaeigu. Það er ekki sjálfgefið að auðlindir séu almannagæði: vatnið, jarðhitinn, orkan – eða sundlaugar. Þannig er það ekki alls staðar. Við búum að fyrirhyggju og samtakamætti fyrri kynslóða, en það er ekki of seint að klúðra þessu. Það hljómar kannski skringilega, en það er vilji til þess á háum stöðum að klúðra þessu. Það hefur þegar gerst í einum landshluta því Orkuveita Suðurnesja var einkavædd og arðurinn af henni fluttur úr landi. Þá hefur forsætisráðherra lýst vilja til að skoða sölu á Landsvirkjun og dómsmálaráðherra hefur talað fyrir sölunni. Viðskiptaráð, stærsti þrýstihópur landsins í eigu helstu fyrirtækja þess, lagði til við ríkisstjórnina fyrir tveimur mánuðum síðan að Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Orkubú Vestfjarða verði öll einkavædd. Þess vegna hef ég hrifist af þeirri áherslu sem Halla Hrund leggur á auðlindirnar okkar í sínu forsetaframboði. Hún talar af mikilli þekkingu en líka af miklum kærleika um þessar undirstöður velferðar í landinu og hún hefur heitið því að sem forseti standi hún vörð um þjóðarauðlindirnar: orkuna, vatnið, fiskimiðin, firðina og náttúruna. Þetta er tímabær og brýn áhersla. Ef Halla Hrund sæti á Bessastöðum myndu stjórnmálamenn hugsa sig tvisvar um áður en þeir leyfðu fjárfestum að sölsa undir sig sameiginlegar auðlindir, vitandi að forsetinn myndi skjóta málinu til þjóðarinnar. Í atkvæðagreiðslunni sem tæki við myndi forseti Íslands tala fyrir langtímahagsmunum og almannahag. Þannig forseta vil ég. Þess vegna kýs ég Höllu Hrund núna á laugardaginn – þegar ég er búinn í sundi. Höfundur er þjóðfræðingur og áhugamaður um sund og auðlindir í þjóðareigu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Sundlaugarnar eru staður þar sem ókunnugir hittast, þar sem leiðir fólks liggja saman, þar sem óvinir geta ekki forðast hver annan. Þar kemur saman fólkið úr hverfinu, þorpinu, sveitinni, fólk á öllum aldri með margs konar bakgrunn, ýmis konar holningu og alls konar sýn á lífið. Fjórir af hverjum fimm fullorðnum Íslendingum fara í sund. Sundlaugarnar eru staðir þar sem samfélagið birtist sjálfu sér—fyrst berrassað, svo í sundfötum. Þessi íslenska sundmenning er sérstök og í henni kristallast margt sem er gott við okkar opna og lýðræðislega samfélag en hún er líka til marks um hvað við erum rík af auðlindum. Forsendan fyrir öllum þessum sundlaugum er auðvitað heita vatnið. Við göngum nánast að því sem gefnu en mikilvægustu almannagæðin á Íslandi eru fólgin í jarðhitanum. Þegar heitt vatn fannst í Skutulsfirði um síðustu helgi sagði bæjarstjórinn á Ísafirði réttilega að það væri eins og að finna gull. Við treystum á að ofnarnir hiti heimilið og að heitt vatn renni úr krönum þegar við skrúfum frá. Satt að segja er erfitt að ímynda sér lífið hér á landi án þess. Sundið er kannski skýrasta og sýnilegasta birtingarmynd almannagæða – auðlinda í almannaeigu. Það er ekki sjálfgefið að auðlindir séu almannagæði: vatnið, jarðhitinn, orkan – eða sundlaugar. Þannig er það ekki alls staðar. Við búum að fyrirhyggju og samtakamætti fyrri kynslóða, en það er ekki of seint að klúðra þessu. Það hljómar kannski skringilega, en það er vilji til þess á háum stöðum að klúðra þessu. Það hefur þegar gerst í einum landshluta því Orkuveita Suðurnesja var einkavædd og arðurinn af henni fluttur úr landi. Þá hefur forsætisráðherra lýst vilja til að skoða sölu á Landsvirkjun og dómsmálaráðherra hefur talað fyrir sölunni. Viðskiptaráð, stærsti þrýstihópur landsins í eigu helstu fyrirtækja þess, lagði til við ríkisstjórnina fyrir tveimur mánuðum síðan að Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Orkubú Vestfjarða verði öll einkavædd. Þess vegna hef ég hrifist af þeirri áherslu sem Halla Hrund leggur á auðlindirnar okkar í sínu forsetaframboði. Hún talar af mikilli þekkingu en líka af miklum kærleika um þessar undirstöður velferðar í landinu og hún hefur heitið því að sem forseti standi hún vörð um þjóðarauðlindirnar: orkuna, vatnið, fiskimiðin, firðina og náttúruna. Þetta er tímabær og brýn áhersla. Ef Halla Hrund sæti á Bessastöðum myndu stjórnmálamenn hugsa sig tvisvar um áður en þeir leyfðu fjárfestum að sölsa undir sig sameiginlegar auðlindir, vitandi að forsetinn myndi skjóta málinu til þjóðarinnar. Í atkvæðagreiðslunni sem tæki við myndi forseti Íslands tala fyrir langtímahagsmunum og almannahag. Þannig forseta vil ég. Þess vegna kýs ég Höllu Hrund núna á laugardaginn – þegar ég er búinn í sundi. Höfundur er þjóðfræðingur og áhugamaður um sund og auðlindir í þjóðareigu.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun