Katrínu sem forseta Eiríkur Finnur Greipsson skrifar 29. maí 2024 11:30 Embætti forseta Íslands er eftirsótt embætti ef marka má þann fjölda einstaklinga sem hafa áhuga á að sinna því. Ég er einn þeirra fjölmörgu sem gera þurfa upp hug sinn og velja á milli hæfra einstaklinga. Það sem ég legg til grundvallar mati mínu á frambjóðendum er ekki flókið, lífshlaup og reynsla er eitt, framkoma og orðspor er annað.Katrín Jakobsdóttir er mannasættir og leiðtogi. Einstaklingur með sterkar skoðanir sem kann þó að stilla eigin kröfur í takt við stöðu mála í flóknu samfélagi, þar sem virði samstöðu og samstarfs hefur hærra gildi en eigin metnaður og augnablikshagsmunir. Henni hefur farnast vel í umtalsverðum ólgusjó, á innlendum og erlendum vettvangi. Slíkt orðspor og framkoma er mikilvægur eiginleiki þess sem gegnir embætti forseta Íslands. Forsetinn er ekki handhafi framkvæmdavalds né löggjafarvalds en hefur einstaka stöðu til að efla samstöðu og samhug þjóðarinnar.Við höfum horft til Katrínar með stolti sem einstaklings, sem þingmanns, sem ráðherra og ekki síst forsætisráðherra þegar áföll hafa dunið yfir samfélagið, stór sem smá byggðarlög, svo sem Flateyri, Seyðisfjörð og nú Grindavík. Hún hefur einnig látið málefni illa staddra einstaklinga til sín taka. Einstök var aðkoma stjórnvalda að COVID-19 ógninni þar sem hún sýndi mikla forystuhæfileika, yfirvegun, fórnfýsi og skynsemi. Henni er það tamt að sýna baráttuvilja, virðingu og auðmýkt fyrir mannréttindum og einstaklingsfrelsi – en allt eru þetta eiginleikar sem forseti Íslands getur auðgað og eflt innan okkar samfélags með sínum störfum.Verk Katrínar Jakobsdóttur eru sýnileg, til sóma og gefa okkur mynd af því við hverju við megum búast. Mín fullvissa er að hún muni gegna embætti forseta Íslands af glæsileik og verða meðal þeirra þjóðhöfðingja sem munu setja mark sitt á jákvæða þróun hagsmunamála afkomenda okkar.En til þess þarf hún þinn stuðning, þitt atkvæði. Höfundur er tæknifræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Embætti forseta Íslands er eftirsótt embætti ef marka má þann fjölda einstaklinga sem hafa áhuga á að sinna því. Ég er einn þeirra fjölmörgu sem gera þurfa upp hug sinn og velja á milli hæfra einstaklinga. Það sem ég legg til grundvallar mati mínu á frambjóðendum er ekki flókið, lífshlaup og reynsla er eitt, framkoma og orðspor er annað.Katrín Jakobsdóttir er mannasættir og leiðtogi. Einstaklingur með sterkar skoðanir sem kann þó að stilla eigin kröfur í takt við stöðu mála í flóknu samfélagi, þar sem virði samstöðu og samstarfs hefur hærra gildi en eigin metnaður og augnablikshagsmunir. Henni hefur farnast vel í umtalsverðum ólgusjó, á innlendum og erlendum vettvangi. Slíkt orðspor og framkoma er mikilvægur eiginleiki þess sem gegnir embætti forseta Íslands. Forsetinn er ekki handhafi framkvæmdavalds né löggjafarvalds en hefur einstaka stöðu til að efla samstöðu og samhug þjóðarinnar.Við höfum horft til Katrínar með stolti sem einstaklings, sem þingmanns, sem ráðherra og ekki síst forsætisráðherra þegar áföll hafa dunið yfir samfélagið, stór sem smá byggðarlög, svo sem Flateyri, Seyðisfjörð og nú Grindavík. Hún hefur einnig látið málefni illa staddra einstaklinga til sín taka. Einstök var aðkoma stjórnvalda að COVID-19 ógninni þar sem hún sýndi mikla forystuhæfileika, yfirvegun, fórnfýsi og skynsemi. Henni er það tamt að sýna baráttuvilja, virðingu og auðmýkt fyrir mannréttindum og einstaklingsfrelsi – en allt eru þetta eiginleikar sem forseti Íslands getur auðgað og eflt innan okkar samfélags með sínum störfum.Verk Katrínar Jakobsdóttur eru sýnileg, til sóma og gefa okkur mynd af því við hverju við megum búast. Mín fullvissa er að hún muni gegna embætti forseta Íslands af glæsileik og verða meðal þeirra þjóðhöfðingja sem munu setja mark sitt á jákvæða þróun hagsmunamála afkomenda okkar.En til þess þarf hún þinn stuðning, þitt atkvæði. Höfundur er tæknifræðingur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar