Varðmenn valdsins Sandra B. Franks skrifar 29. maí 2024 08:15 Það ætti ekki að dyljast neinum hvern hin svokallaða valdastétt styður í komandi forsetakosningum. Frambjóðandi sá er vissulega frambærilegur og kemur vel fyrir. Hins vegar vill svo til, að þessi frambjóðandi var forsætisráðherra í fyrradag! Og nú vill ráðherrann komast á forsetastól með stuðningi valdsmanna og „fyrrum“ ríkisstjórnar og eftir fáeinar vikur stimpla lagafrumvörp sömu ríkisstjórnar. Eftir einhverja mánuði verður það svo hlutverk frambjóðandans að hlutast til um næstu stjórnarmyndun. Orðið „armslengd“ kemur ekki fyrst upp í hugann í þessu samhengi. Svo mjög er valdsmönnum hugað um að tryggja kjör síns frambjóðanda, að til starfa voru kallaðir dráttarklárar „Flokksvélarinnar“, sem leggja hart að flokkshollum að styðja „þeirra kandídat“, svo undarlegt sem það kann að virðast, með hliðsjón af pólitískri grunngerð frambjóðandans. Þessu hefur síðan fylgt ófrægingar- og smjörklípuherferð í miðlum Morgunblaðsins, gegn frambjóðendum sem valdsmönnum þykja vera það frakkir að ryðjast fram á sviðið og ætla sér að „stela völdum“ eða heiðri frá „establishmentinu“. Samhliða því heldur Morgunblaðið upp vörnum fyrir frambjóðanda sinn, sem er sagður hafa mátt þola ómaklega gagnrýni. Mögulega er eitthvað til í því. Hins vegar þarf ekki djúpt innsæi til að sjá í hendi sér að slík gagnrýni er varla meiri en við mátti búast fyrir frambjóðanda í slíkri stöðu. Gagnrýnin á líklega helst rætur hjá fólki sem áður studdi frambjóðandann og kaus viðeigandi flokk, en finnst það nú svikið og prinsippin horfin. Óþægur ljár í þúfu? Sá frambjóðandi sem valdsmenn reyna einkum að sverta með atbeina Morgunblaðsins er hin skelegga Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Í fljótu bragði verður ekki auðséð hvað það er sem valdsmenn óttast svo mjög við framboð hennar, því völd forseta eru takmörkuð. En forseti hefur mikilvæga rödd, og vera má að valdsmenn séu uggandi yfir því, að nái Halla Hrund kjöri, þá kunni hún að enduróma rödd almennings í vissum málaflokkum, ekki síst í orku- og auðlindamálum, sem eru henni hugleikin. Kannski óttast valdsmenn þá staðreynd, að hún hefur tjáð sig um að ekki væri óeðlilegt að almenningur og smærri fyrirtæki, ekki síst á landsbyggðinni, hefðu forgang þegar kemur að raforkudreifingu, í stað þess að mæta afgangi og stóriðnaður sitji í öndvegi. Varla kemur á óvart að talsmenn iðnjöfra eru mótfallnir slíkum hugmyndum. Halla Hrund hefur einnig látið í það skína, að hún sé ekki hrifin af því að heilu eða hálfu hrepparnir verði þaktir með vindmyllum og telur ráðlegt að fara hægt í slíka uppbyggingu. Auk þess hefur hún viðrað áhyggjur af lagareldi og langtímaleyfisveitingum því tengdu, svo eitthvað sé nefnt sem valdsmenn kynnu að óttast. Valdsmenn hafa kannski áhyggjur af því að Halla Hrund kunni að vera mótfallin frekari virkjunum og hafa vænt Orkustofnun um að tefja fyrir framgangi virkjunarmála. Staðreyndin er þó sú, að það eru kærumál sem valdið hafa töfum, en ekki Orkustofnun. Halla Hrund er hreint ekki mótfallin virkjanaáformum. Hún hefur hins vegar sagt, að við nýtingu auðlinda þurfi fyrst og fremst að horfa til sjálfbærni, hvort sem um er að ræða sjávarútveg, fallvötn eða landið sjálft, sem er jú ein helsta auðlind okkar nú á tímum. Eins hefur hún bent á langtímahættu sem kann að fylgja sölu jarða, sér í lagi til erlendra aðila, þar sem því fylgi jafnframt áhætta á framsali meðfylgjandi auðlinda úr landi, m.a. vatni, vindi og varma. Vera má að valdsmenn hugsi sér gott til glóðar með sölu á Landsvirkjun í framtíðinni og þar með virkjunum okkar, en Halla Hrund hefur nefnt það sem klárt dæmi um mál sem bera ætti undir þjóðina. Verðugur fulltrúi almennings Halla Hrund heldur göngu sinni áfram vonglöð og ótrauð, sem fulltrúi almennings, en ekki valdastéttar. Mín skoðun er sú, að þessu sérstaka embætti eigi helst að gegna einstaklingur sem ekki er brenndur af argaþrasi pólitískrar fortíðar, hvað þá nútíðar, með fullri virðingu fyrir öllum þeim sem hafa gefið sig að stjórnmálum. Ég treysti Höllu Hrund fyllilega til að taka erfiðar ákvarðanir, ef til þess kæmi, sér í lagi ef þær varða fullveldi, fjöregg okkar og framtíðarmöguleika. Hún er vel gerð, hefur einkar góða nærveru og á auðvelt með að hrífa fólk með sér. Hún er kannski ekki jafn slípaður „órator“ og sumir frambjóðenda, sem staðið hafa í ræðupúltum í áratugi. Hún er þó að styrkjast í þeirri íþrótt dag frá degi. Orsök uppgangs Höllu Hrundar undanfarið er öðru fremur sú, að fólk hefur skynjað að þar er á ferðinni hæf, hugdjörf, eljusöm og viðfelldin manneskja, með jákvætt erindi, hreinan skjöld og bjarta áru, kona sem er hugað um auðlindir okkar og vill af einlægni gera löndum sínum gagn með jákvæðum og uppbyggilegum boðskap og gjörðum. Ég veit úr hverju hún er gerð og þess vegna styð ég hana heilshugar og skora á kjósendur úr öllum stéttum að veita henni brautargengi. Fólkið kýs forsetann, en ekki valdastéttin! Höfundur er stjórnmálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Sandra B. Franks Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það ætti ekki að dyljast neinum hvern hin svokallaða valdastétt styður í komandi forsetakosningum. Frambjóðandi sá er vissulega frambærilegur og kemur vel fyrir. Hins vegar vill svo til, að þessi frambjóðandi var forsætisráðherra í fyrradag! Og nú vill ráðherrann komast á forsetastól með stuðningi valdsmanna og „fyrrum“ ríkisstjórnar og eftir fáeinar vikur stimpla lagafrumvörp sömu ríkisstjórnar. Eftir einhverja mánuði verður það svo hlutverk frambjóðandans að hlutast til um næstu stjórnarmyndun. Orðið „armslengd“ kemur ekki fyrst upp í hugann í þessu samhengi. Svo mjög er valdsmönnum hugað um að tryggja kjör síns frambjóðanda, að til starfa voru kallaðir dráttarklárar „Flokksvélarinnar“, sem leggja hart að flokkshollum að styðja „þeirra kandídat“, svo undarlegt sem það kann að virðast, með hliðsjón af pólitískri grunngerð frambjóðandans. Þessu hefur síðan fylgt ófrægingar- og smjörklípuherferð í miðlum Morgunblaðsins, gegn frambjóðendum sem valdsmönnum þykja vera það frakkir að ryðjast fram á sviðið og ætla sér að „stela völdum“ eða heiðri frá „establishmentinu“. Samhliða því heldur Morgunblaðið upp vörnum fyrir frambjóðanda sinn, sem er sagður hafa mátt þola ómaklega gagnrýni. Mögulega er eitthvað til í því. Hins vegar þarf ekki djúpt innsæi til að sjá í hendi sér að slík gagnrýni er varla meiri en við mátti búast fyrir frambjóðanda í slíkri stöðu. Gagnrýnin á líklega helst rætur hjá fólki sem áður studdi frambjóðandann og kaus viðeigandi flokk, en finnst það nú svikið og prinsippin horfin. Óþægur ljár í þúfu? Sá frambjóðandi sem valdsmenn reyna einkum að sverta með atbeina Morgunblaðsins er hin skelegga Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Í fljótu bragði verður ekki auðséð hvað það er sem valdsmenn óttast svo mjög við framboð hennar, því völd forseta eru takmörkuð. En forseti hefur mikilvæga rödd, og vera má að valdsmenn séu uggandi yfir því, að nái Halla Hrund kjöri, þá kunni hún að enduróma rödd almennings í vissum málaflokkum, ekki síst í orku- og auðlindamálum, sem eru henni hugleikin. Kannski óttast valdsmenn þá staðreynd, að hún hefur tjáð sig um að ekki væri óeðlilegt að almenningur og smærri fyrirtæki, ekki síst á landsbyggðinni, hefðu forgang þegar kemur að raforkudreifingu, í stað þess að mæta afgangi og stóriðnaður sitji í öndvegi. Varla kemur á óvart að talsmenn iðnjöfra eru mótfallnir slíkum hugmyndum. Halla Hrund hefur einnig látið í það skína, að hún sé ekki hrifin af því að heilu eða hálfu hrepparnir verði þaktir með vindmyllum og telur ráðlegt að fara hægt í slíka uppbyggingu. Auk þess hefur hún viðrað áhyggjur af lagareldi og langtímaleyfisveitingum því tengdu, svo eitthvað sé nefnt sem valdsmenn kynnu að óttast. Valdsmenn hafa kannski áhyggjur af því að Halla Hrund kunni að vera mótfallin frekari virkjunum og hafa vænt Orkustofnun um að tefja fyrir framgangi virkjunarmála. Staðreyndin er þó sú, að það eru kærumál sem valdið hafa töfum, en ekki Orkustofnun. Halla Hrund er hreint ekki mótfallin virkjanaáformum. Hún hefur hins vegar sagt, að við nýtingu auðlinda þurfi fyrst og fremst að horfa til sjálfbærni, hvort sem um er að ræða sjávarútveg, fallvötn eða landið sjálft, sem er jú ein helsta auðlind okkar nú á tímum. Eins hefur hún bent á langtímahættu sem kann að fylgja sölu jarða, sér í lagi til erlendra aðila, þar sem því fylgi jafnframt áhætta á framsali meðfylgjandi auðlinda úr landi, m.a. vatni, vindi og varma. Vera má að valdsmenn hugsi sér gott til glóðar með sölu á Landsvirkjun í framtíðinni og þar með virkjunum okkar, en Halla Hrund hefur nefnt það sem klárt dæmi um mál sem bera ætti undir þjóðina. Verðugur fulltrúi almennings Halla Hrund heldur göngu sinni áfram vonglöð og ótrauð, sem fulltrúi almennings, en ekki valdastéttar. Mín skoðun er sú, að þessu sérstaka embætti eigi helst að gegna einstaklingur sem ekki er brenndur af argaþrasi pólitískrar fortíðar, hvað þá nútíðar, með fullri virðingu fyrir öllum þeim sem hafa gefið sig að stjórnmálum. Ég treysti Höllu Hrund fyllilega til að taka erfiðar ákvarðanir, ef til þess kæmi, sér í lagi ef þær varða fullveldi, fjöregg okkar og framtíðarmöguleika. Hún er vel gerð, hefur einkar góða nærveru og á auðvelt með að hrífa fólk með sér. Hún er kannski ekki jafn slípaður „órator“ og sumir frambjóðenda, sem staðið hafa í ræðupúltum í áratugi. Hún er þó að styrkjast í þeirri íþrótt dag frá degi. Orsök uppgangs Höllu Hrundar undanfarið er öðru fremur sú, að fólk hefur skynjað að þar er á ferðinni hæf, hugdjörf, eljusöm og viðfelldin manneskja, með jákvætt erindi, hreinan skjöld og bjarta áru, kona sem er hugað um auðlindir okkar og vill af einlægni gera löndum sínum gagn með jákvæðum og uppbyggilegum boðskap og gjörðum. Ég veit úr hverju hún er gerð og þess vegna styð ég hana heilshugar og skora á kjósendur úr öllum stéttum að veita henni brautargengi. Fólkið kýs forsetann, en ekki valdastéttin! Höfundur er stjórnmálafræðingur
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun