Hér er elíta, um elítu, frá elítu, til elítu Ragnar Kjartansson skrifar 29. maí 2024 09:01 Ég heiti Ragnar Kjartansson og ég er elíta. Ég las grein Auðar Jónsdóttur um Katrínu Jakobsdóttur í Heimildinni þar sem samkrull hennar við völd og elítu var aðalmálið og fannst þetta allt saman bara orðið aðeins of fyndið. Auður sagði reyndar af sér sem menningarritstjóri Heimildarinnar eftir umræður um að hún sjálf væri fædd með of stóra menningarelítusilfurskeið í munni og ég gat ekki annað en flissað yfir þessu öllu saman. Ég skil að það sé umdeilt að Katrín hafi sagt af sér sem forsætisráðherra og boðið sig fram til forseta. Ég varð líka hissa. En ef við hugsum um það þá var kannski skiljanlegt að finnast þetta ágætis tími til að víkja; búin að greiða fyrir tímamótakjarasamningum, koma Grindavíkurmálum í sæmilega fastan farveg, fjölskyldumeðlimir íslenskra Palestínumanna komnir út af Gaza og komnar aftur á greiðslur til UNRWA sem hefði aldrei átt að stöðva. Hún ætlaði hvort eð er ekki að bjóða sig aftur fram til þingsetu og kannski heilbrigt að VG nái að fóta sig án hennar í tæka tíð fyrir kosningar. En mér heyrist reyndar að þau sem voru reiðust yfir því að hún sæti sem forsætisráðherra í samstarfi með Sjálfstæðisflokki og Framsókn séu þau sömu og eru reiðust út í hana fyrir að hætta. Mér finnst líka alveg eðlilegt að spá í því hvort þetta séu of mikil tengsl milli framkvæmdavalds og forseta. En í akkúrat þessu tilfelli finnast mér kostirnir fleiri en gallarnir og ég treysti Katrínu til að vera hlutlaus og heil með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi í stórum málum sem koma á hennar borð. Og á þessum viðsjárverðu ófriðartímum í heiminum er alveg kostur að forseti þekki forseta og forsætisráðherra nágrannalandanna, njóti virðingar þeirra og geti stigið léttilega inn í erfiðar geopólitískar aðstæður þegar á ríður. Donald Trump og stuðningsmönnum hans hefur orðið ótrúlega ágengt með tali um elítu og djúpríki. Áhugavert er hvernig þessi taktík er nú notuð gegn Katrínu til að refsa henni fyrir allt og ömmu þess. Það þykir ekki í frásögur færandi þegar fyrrverandi forsætisráðherrar, valdafólk og listamenn styðja aðra frambjóðendur en það verður skyndilega stórvafasamt þegar einhver svoleiðis styður Katrínu og þá eru allt í einu taldar allar líkur á að SFS hljóti að hafa hreinlega mútað viðkomandi fyrir það eða viðkomandi hafi fengið loforð um að komast á einhvern óljósan feitan forsetaspena að launum fyrir stuðningsyfirlýsingu. Háværustu raddirnar sem úthrópa elítuna fyrir stuðning við Katrínu heyrast mér nú reyndar koma úr mínum eigin menningarelítukreðsum. Elítan endalaust að tala um elítu. Ég kýs Katrínu af því að hún er afburðahæf til að gegna embættinu sem við sem þjóð erum nú að ráða okkar fulltrúa í. Hún er róttæklingur sem fór inn í kerfið og berst fyrir hugsjónum sínum innan frá í verki en ekki bara með háværum hrópum. Sem þingmaður, menntamálaráðherra og forsætisráðherra hefur hún unnið frábært starf fyrir land og þjóð og beitt sér sérstaklega fyrir mannréttindum, kvenfrelsi, kynfrelsi, náttúruvernd og þar fram eftir götunum. Hún hefur komið risastórum hlutum í verk með sátt og samstarfi. Hér á landi ríkir, þrátt fyrir allt, einhver mesti jöfnuður í heimi. Það er langt frá því að allar hennar hugsjónir hafa komist í framkvæmd en drottin minn dýr hún hefur komið mörgu góðu til leiðar. En jæja alla vega er Katrín minn forseti og hún er frábær. Höfundur er myndlistamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Ragnar Kjartansson og ég er elíta. Ég las grein Auðar Jónsdóttur um Katrínu Jakobsdóttur í Heimildinni þar sem samkrull hennar við völd og elítu var aðalmálið og fannst þetta allt saman bara orðið aðeins of fyndið. Auður sagði reyndar af sér sem menningarritstjóri Heimildarinnar eftir umræður um að hún sjálf væri fædd með of stóra menningarelítusilfurskeið í munni og ég gat ekki annað en flissað yfir þessu öllu saman. Ég skil að það sé umdeilt að Katrín hafi sagt af sér sem forsætisráðherra og boðið sig fram til forseta. Ég varð líka hissa. En ef við hugsum um það þá var kannski skiljanlegt að finnast þetta ágætis tími til að víkja; búin að greiða fyrir tímamótakjarasamningum, koma Grindavíkurmálum í sæmilega fastan farveg, fjölskyldumeðlimir íslenskra Palestínumanna komnir út af Gaza og komnar aftur á greiðslur til UNRWA sem hefði aldrei átt að stöðva. Hún ætlaði hvort eð er ekki að bjóða sig aftur fram til þingsetu og kannski heilbrigt að VG nái að fóta sig án hennar í tæka tíð fyrir kosningar. En mér heyrist reyndar að þau sem voru reiðust yfir því að hún sæti sem forsætisráðherra í samstarfi með Sjálfstæðisflokki og Framsókn séu þau sömu og eru reiðust út í hana fyrir að hætta. Mér finnst líka alveg eðlilegt að spá í því hvort þetta séu of mikil tengsl milli framkvæmdavalds og forseta. En í akkúrat þessu tilfelli finnast mér kostirnir fleiri en gallarnir og ég treysti Katrínu til að vera hlutlaus og heil með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi í stórum málum sem koma á hennar borð. Og á þessum viðsjárverðu ófriðartímum í heiminum er alveg kostur að forseti þekki forseta og forsætisráðherra nágrannalandanna, njóti virðingar þeirra og geti stigið léttilega inn í erfiðar geopólitískar aðstæður þegar á ríður. Donald Trump og stuðningsmönnum hans hefur orðið ótrúlega ágengt með tali um elítu og djúpríki. Áhugavert er hvernig þessi taktík er nú notuð gegn Katrínu til að refsa henni fyrir allt og ömmu þess. Það þykir ekki í frásögur færandi þegar fyrrverandi forsætisráðherrar, valdafólk og listamenn styðja aðra frambjóðendur en það verður skyndilega stórvafasamt þegar einhver svoleiðis styður Katrínu og þá eru allt í einu taldar allar líkur á að SFS hljóti að hafa hreinlega mútað viðkomandi fyrir það eða viðkomandi hafi fengið loforð um að komast á einhvern óljósan feitan forsetaspena að launum fyrir stuðningsyfirlýsingu. Háværustu raddirnar sem úthrópa elítuna fyrir stuðning við Katrínu heyrast mér nú reyndar koma úr mínum eigin menningarelítukreðsum. Elítan endalaust að tala um elítu. Ég kýs Katrínu af því að hún er afburðahæf til að gegna embættinu sem við sem þjóð erum nú að ráða okkar fulltrúa í. Hún er róttæklingur sem fór inn í kerfið og berst fyrir hugsjónum sínum innan frá í verki en ekki bara með háværum hrópum. Sem þingmaður, menntamálaráðherra og forsætisráðherra hefur hún unnið frábært starf fyrir land og þjóð og beitt sér sérstaklega fyrir mannréttindum, kvenfrelsi, kynfrelsi, náttúruvernd og þar fram eftir götunum. Hún hefur komið risastórum hlutum í verk með sátt og samstarfi. Hér á landi ríkir, þrátt fyrir allt, einhver mesti jöfnuður í heimi. Það er langt frá því að allar hennar hugsjónir hafa komist í framkvæmd en drottin minn dýr hún hefur komið mörgu góðu til leiðar. En jæja alla vega er Katrín minn forseti og hún er frábær. Höfundur er myndlistamaður.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar