Forsetinn minn Eygló Egilsdóttir skrifar 29. maí 2024 06:00 Ég kaus Höllu Tómasar fyrir átta árum. Fyrir tíma Covid. Áður en þjóðarleiðtogar á Íslandi og annars staðar tóku varasöm skref í átt að alræði. Áður en yfirvöld leyfðu embættismönnum, sem enginn kaus, að stýra nánast öllu lífi einstaklinga á Íslandi, og áður en það var ljóst að krumlur alþjóðasinna teygðu sig inn fyrir landamæri Íslands. Það hefur margt breyst á átta árum, samfélagið okkar, heimsmyndin og ég sjálf. Og afstaða mín er allt önnur í dag, ekki síst vegna atburða síðustu ára og þeirrar staðreyndar að fólk, sem gat og hefði átt að verja mig og almenning í landinu fyrir utanaðkomandi öflum og áföllum, gerði það alls ekki. Og hvern ætti ég þá að kjósa núna...? Ef ég nota útilokunaraðferðina, þá veit ég að ég mun í það minnsta ekki kjósa einstakling sem er nátengdur alþjóðasinnum sem fara ekki einu sinni sjálfir eftir leikreglum sem þeir setja fyrir almenning, nema að litlu leyti. - Því allir eru jafnir, en sumir eru jafnari en aðrir. Ég mun ekki kjósa einstakling sem í hlutverki sínu síðustu ár tók skref í átt að alræði og mun líklega aldrei þurfa að svara fyrir það í þessu embætti. Ég mun ekki kjósa einhvern sem kemur, þrátt fyrir allt, ótrúlega vel fyrir, eiginlega eins og handritið sé æft í þaula, einhvern sem talar alltaf mjög mikið en segir lítið. Ég mun ekki kjósa einhvern sem hefur verið álitsgjafi í stórum málum þjóðarinnar síðustu áratugi, en segist ekki muna hvar atkvæði sitt lenti í stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar síðan Ísland fékk lýðveldi. Hvernig gæti ég treyst einstaklingi sem hefur ekki betri dómgreind en það og þorir svo ekki að viðurkenna mistök sín? Ég mun ekki kjósa einstakling sem enga skoðun hefur á hlutum, engan innri áttavita, og ætlar alltaf að fara að ráðum síðasta ræðumanns. Það er alveg óljóst hvern væri verið að kjósa til valda á Bessastöðum. Ég mun hins vegar kjósa Arnar Þór, sem hefur yfirgripsmikla þekkingu, mikla mannkosti, sterka réttlætiskennd og skýran áttavita í lífinu. Hann er ótengdur valdaöflum og elítu, er algjörlega óhræddur við að fara eigin leiðir jafnvel þó þær séu óvinsælar hjá ráðandi öflum. Við þurfum meira af því í dag, að hér séu almennilega varin þau réttindi sem við fæðumst með. Ég treysti Arnari Þór vel til að fara vel með það vald sem Forseta Íslenska Lýðveldisins er falið. Hann mun gæta hagsmuna almennings, ekki valdhafa eða auðmanna. Ég hvet þig líka til að kjósa Arnar Þór, fyrir land og þjóð! Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Ég kaus Höllu Tómasar fyrir átta árum. Fyrir tíma Covid. Áður en þjóðarleiðtogar á Íslandi og annars staðar tóku varasöm skref í átt að alræði. Áður en yfirvöld leyfðu embættismönnum, sem enginn kaus, að stýra nánast öllu lífi einstaklinga á Íslandi, og áður en það var ljóst að krumlur alþjóðasinna teygðu sig inn fyrir landamæri Íslands. Það hefur margt breyst á átta árum, samfélagið okkar, heimsmyndin og ég sjálf. Og afstaða mín er allt önnur í dag, ekki síst vegna atburða síðustu ára og þeirrar staðreyndar að fólk, sem gat og hefði átt að verja mig og almenning í landinu fyrir utanaðkomandi öflum og áföllum, gerði það alls ekki. Og hvern ætti ég þá að kjósa núna...? Ef ég nota útilokunaraðferðina, þá veit ég að ég mun í það minnsta ekki kjósa einstakling sem er nátengdur alþjóðasinnum sem fara ekki einu sinni sjálfir eftir leikreglum sem þeir setja fyrir almenning, nema að litlu leyti. - Því allir eru jafnir, en sumir eru jafnari en aðrir. Ég mun ekki kjósa einstakling sem í hlutverki sínu síðustu ár tók skref í átt að alræði og mun líklega aldrei þurfa að svara fyrir það í þessu embætti. Ég mun ekki kjósa einhvern sem kemur, þrátt fyrir allt, ótrúlega vel fyrir, eiginlega eins og handritið sé æft í þaula, einhvern sem talar alltaf mjög mikið en segir lítið. Ég mun ekki kjósa einhvern sem hefur verið álitsgjafi í stórum málum þjóðarinnar síðustu áratugi, en segist ekki muna hvar atkvæði sitt lenti í stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar síðan Ísland fékk lýðveldi. Hvernig gæti ég treyst einstaklingi sem hefur ekki betri dómgreind en það og þorir svo ekki að viðurkenna mistök sín? Ég mun ekki kjósa einstakling sem enga skoðun hefur á hlutum, engan innri áttavita, og ætlar alltaf að fara að ráðum síðasta ræðumanns. Það er alveg óljóst hvern væri verið að kjósa til valda á Bessastöðum. Ég mun hins vegar kjósa Arnar Þór, sem hefur yfirgripsmikla þekkingu, mikla mannkosti, sterka réttlætiskennd og skýran áttavita í lífinu. Hann er ótengdur valdaöflum og elítu, er algjörlega óhræddur við að fara eigin leiðir jafnvel þó þær séu óvinsælar hjá ráðandi öflum. Við þurfum meira af því í dag, að hér séu almennilega varin þau réttindi sem við fæðumst með. Ég treysti Arnari Þór vel til að fara vel með það vald sem Forseta Íslenska Lýðveldisins er falið. Hann mun gæta hagsmuna almennings, ekki valdhafa eða auðmanna. Ég hvet þig líka til að kjósa Arnar Þór, fyrir land og þjóð! Höfundur er viðskiptafræðingur.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun