Baldur er leiðtogi og mannasættir Karl Ágúst Ipsen skrifar 28. maí 2024 14:16 Það er margt sem ber að huga að þegar velja skal fólk til leiðtogastarfa. Viðkomandi þarf að hafa persónutöfra sem hrífur fólk með sér til góðra verka. Hann þarf að vera mannasættir, geta leitt saman ólíka hópa til sameiginlegrar niðurstöðu sem öll geta verið sátt við og hann þarf að vera fróður um verkefnin. Baldur hefur sýnt alla þessa eiginleika í lífi og starfi. Þegar réttindabarátta samkynhneigðra innan Háskóla Íslands var rétt að líta dagsins sá hópur ungs fólks, nemenda við skólann að það þyrfti að vera til vettvangur fyrir hinsegin fólk til að berjast fyrir réttindum sínum. Frumkvæðið að stofnun félags hinsegin fólks við Háskóla Íslands kom þó ekki frá nemendunum sjálfum heldur frá Baldri Þórhallssyni, kennara þeirra. Baldur sá að til þess að rétta hlut nemendanna þyrfti sterkan samstöðuvettvang, en líka stað fyrir fólk að kynnast og koma saman á eigin forsendum. Þannig hreif Baldur nemendur með sér og leiddi þá saman til þess að stofna þetta frábæra félag sem enn í dag lifir. Q félag hinsegin stúdenta er öflugt félag og mikilvægi þess hefur síst minnkað. Það var Baldur sem var fenginn til þess af hálfu Þjóðkirkjunnar að sætta kirkjuna og hinsegin fólk eftir áralöng særindi í kjölfar framkomu og jaðarsetningu kirkjunnar gagnvart hinsegin fólki. Baldur tók þetta erfiða verkefni að sér og nú ríkir mun meiri sátt á milli þessara ólíku hópa en áður þekktist. Baldur er maður sátta og hann kann öðrum betur að leiða fólk saman. Baldur er fremstur fræðimanna á sviði smáríkja og sem slíkur stofnaði hann Rannsóknasetur um smáríki. Til marks um yfirgripsmikla þekkingu Baldurs var hann kallaður til ráðgjafar af skoskum stjórnvöld sem um langt árabil hafa stefnt að sjálfstæði. Baldur er einnig fjölfróður um embætti forseta Íslands sem stjórnmálafræðingur og hefur ítrekað verið kallaður til útskýringa á málefnum þess í fjölmiðlum og víðar. Það er leitun að manni með meiri þekkingu á verkefnum og eðli embættisins og hlutverki Íslands sem smáþjóðar á meðal þjóða. Það er ekki algengt að þjóðir hafi val um að leiða mann til forystu sem er slíkum afburðakostum gæddur. Það hefur íslenska þjóðin núna, það er mikilvægt að við látum ekki það happ úr hendi sleppa. Kjósum Baldur Þórhallsson þann 1. júní.Höfundur er kjósandi í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Það er margt sem ber að huga að þegar velja skal fólk til leiðtogastarfa. Viðkomandi þarf að hafa persónutöfra sem hrífur fólk með sér til góðra verka. Hann þarf að vera mannasættir, geta leitt saman ólíka hópa til sameiginlegrar niðurstöðu sem öll geta verið sátt við og hann þarf að vera fróður um verkefnin. Baldur hefur sýnt alla þessa eiginleika í lífi og starfi. Þegar réttindabarátta samkynhneigðra innan Háskóla Íslands var rétt að líta dagsins sá hópur ungs fólks, nemenda við skólann að það þyrfti að vera til vettvangur fyrir hinsegin fólk til að berjast fyrir réttindum sínum. Frumkvæðið að stofnun félags hinsegin fólks við Háskóla Íslands kom þó ekki frá nemendunum sjálfum heldur frá Baldri Þórhallssyni, kennara þeirra. Baldur sá að til þess að rétta hlut nemendanna þyrfti sterkan samstöðuvettvang, en líka stað fyrir fólk að kynnast og koma saman á eigin forsendum. Þannig hreif Baldur nemendur með sér og leiddi þá saman til þess að stofna þetta frábæra félag sem enn í dag lifir. Q félag hinsegin stúdenta er öflugt félag og mikilvægi þess hefur síst minnkað. Það var Baldur sem var fenginn til þess af hálfu Þjóðkirkjunnar að sætta kirkjuna og hinsegin fólk eftir áralöng særindi í kjölfar framkomu og jaðarsetningu kirkjunnar gagnvart hinsegin fólki. Baldur tók þetta erfiða verkefni að sér og nú ríkir mun meiri sátt á milli þessara ólíku hópa en áður þekktist. Baldur er maður sátta og hann kann öðrum betur að leiða fólk saman. Baldur er fremstur fræðimanna á sviði smáríkja og sem slíkur stofnaði hann Rannsóknasetur um smáríki. Til marks um yfirgripsmikla þekkingu Baldurs var hann kallaður til ráðgjafar af skoskum stjórnvöld sem um langt árabil hafa stefnt að sjálfstæði. Baldur er einnig fjölfróður um embætti forseta Íslands sem stjórnmálafræðingur og hefur ítrekað verið kallaður til útskýringa á málefnum þess í fjölmiðlum og víðar. Það er leitun að manni með meiri þekkingu á verkefnum og eðli embættisins og hlutverki Íslands sem smáþjóðar á meðal þjóða. Það er ekki algengt að þjóðir hafi val um að leiða mann til forystu sem er slíkum afburðakostum gæddur. Það hefur íslenska þjóðin núna, það er mikilvægt að við látum ekki það happ úr hendi sleppa. Kjósum Baldur Þórhallsson þann 1. júní.Höfundur er kjósandi í Reykjavík.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun