Halla Hrund fyrir framtíðina Þóra Árnadóttir skrifar 28. maí 2024 13:30 Í aðdraganda forsetakosninganna 2024 er ánægjulegt að sjá hve margir frambærilegir einstaklingar hafa stigið fram og lýst áhuga á þessu mikilvæga embætti. Baráttan um fyrsta sætið hefur harðnað þegar nær degur kjördegi og virðist mjótt á munum með þeim sem skipa efstu sæti í nýjustu skoðanakönnunum. Ég fann fyrir valkvíða – eins og margir – því þó að embætti forseta Íslands sé ekki valdamesta embætti landsins, þá er mikilvægt að það sé skipað manneskju sem hefur áunnið sér traust og virðingu þjóðarinnar og er verðugur fulltrúi hennar erlendis. Í upphafi kosningabarátturnnar var ég eins og margir „á girðingunni“, og ætlaði að bíða eftir nýjustu skoðanakönnunum til að nýta atkvæði mitt sem best. Hins vegar varð mér fljótlega ljóst að það er hjarðhegðun sem mér hugnaðist ekki. Mér finnst mikilvægt að nýta lýðræðislegan rétt minn til að kjósa þann frambjóðanda sem mér þykir bestur. Þar sem ég vil vanda mig, þá fór ég að kynna mér frambjóðendur til að vega og meta hvernig þeirra gildi komu saman við mín – heilindi og hugrekki. Í kappræðum í sjónvarpi með tólf frambjóðendum er erfitt að fá raunsanna mynd. Spurningar til frambjóðenda hafa auk þess verið miskrefjandi eftir því hver á í hlut og sumir frambjóðendur fimari við að víkja sér undan því að svara, en aðrir. Þó má meta hversu trúverðugir þeir eru og hvort það sem þeir segja sé í takt við þeirra störf, gjörðir og yfirlýsta stefnu fram til þessa. Fer saman hljóð og mynd? Það sem opinber umfjöllun og kappræður hafa hins vegar kristallað í mínum huga er að það sem þjóðin kallar eftir eru þingkosningar, frekar en forsetakosning, en það er önnur saga. Valið reyndist í raun auðvelt, því ég fann fljótlega samhljóm með þeirri áherslu sem Halla Hrund leggur á auðlinda- og orkumál til framtíðar, því framtíðin er ekki svo langt undan ef vel er að gáð. Hún bendir á að við þurfum að vanda okkur og móta skýra stefnu í þessum efnum, því það er ekkert plan(et) B. Halla Hrund hefur afdráttalaust lýst því yfir að hún muni standa vörð um almannahagsmuni, sér í lagi þegar kemur að náttúru og nýtingu á hinum fjölmörgu auðlindum Íslands. Hún hefur m.a. vakið máls á því að mögulega standi til að selja Landsvirkjun og aðra mikilvæga innviði sem byggðir hafa verið upp með almannafé og hvatt þjóðina að vera vakandi fyrir vaxandi ásælni erlendra aðila í náttúru og auðlindir hérlendis. Til þess þarf kjark og dug. Halla Hrund er því sá frambjóðandi sem ég treysti best í embætti forseta Íslands. Hún er vel menntuð og talar af þekkingu, heilindum og einlægni um náttúru og auðlindir Íslands. Hún er jafnframt grandvör í orðum og hefur forðast hástemmdar yfirlýsingar. Hennar framboð einkennist einnig af jákvæðni og gleði, samvinnu og samhug. Hennar bakland í kosningabaráttunni eru fyrst og fremst sjálfboðaliðar, sem hópast nú til liðs við hana á lokametrunum í kosningabaráttunni. Hver sem niðurstaða kosninganna verður á laugardaginn, þá er ég fyrst og fremst þakklát fyrir að Halla Hrund hefur vakið máls á mörgu er varða hagsmuni almennings og þjóðarbúsins, m.a. auðlinda- og orkumálum – og hvatt okkur til að fljóta ekki lengur sofandi að feigðarósi. Þess vegna kýs ég Höllu Hrund til embættis forseta Íslands. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og jógakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda forsetakosninganna 2024 er ánægjulegt að sjá hve margir frambærilegir einstaklingar hafa stigið fram og lýst áhuga á þessu mikilvæga embætti. Baráttan um fyrsta sætið hefur harðnað þegar nær degur kjördegi og virðist mjótt á munum með þeim sem skipa efstu sæti í nýjustu skoðanakönnunum. Ég fann fyrir valkvíða – eins og margir – því þó að embætti forseta Íslands sé ekki valdamesta embætti landsins, þá er mikilvægt að það sé skipað manneskju sem hefur áunnið sér traust og virðingu þjóðarinnar og er verðugur fulltrúi hennar erlendis. Í upphafi kosningabarátturnnar var ég eins og margir „á girðingunni“, og ætlaði að bíða eftir nýjustu skoðanakönnunum til að nýta atkvæði mitt sem best. Hins vegar varð mér fljótlega ljóst að það er hjarðhegðun sem mér hugnaðist ekki. Mér finnst mikilvægt að nýta lýðræðislegan rétt minn til að kjósa þann frambjóðanda sem mér þykir bestur. Þar sem ég vil vanda mig, þá fór ég að kynna mér frambjóðendur til að vega og meta hvernig þeirra gildi komu saman við mín – heilindi og hugrekki. Í kappræðum í sjónvarpi með tólf frambjóðendum er erfitt að fá raunsanna mynd. Spurningar til frambjóðenda hafa auk þess verið miskrefjandi eftir því hver á í hlut og sumir frambjóðendur fimari við að víkja sér undan því að svara, en aðrir. Þó má meta hversu trúverðugir þeir eru og hvort það sem þeir segja sé í takt við þeirra störf, gjörðir og yfirlýsta stefnu fram til þessa. Fer saman hljóð og mynd? Það sem opinber umfjöllun og kappræður hafa hins vegar kristallað í mínum huga er að það sem þjóðin kallar eftir eru þingkosningar, frekar en forsetakosning, en það er önnur saga. Valið reyndist í raun auðvelt, því ég fann fljótlega samhljóm með þeirri áherslu sem Halla Hrund leggur á auðlinda- og orkumál til framtíðar, því framtíðin er ekki svo langt undan ef vel er að gáð. Hún bendir á að við þurfum að vanda okkur og móta skýra stefnu í þessum efnum, því það er ekkert plan(et) B. Halla Hrund hefur afdráttalaust lýst því yfir að hún muni standa vörð um almannahagsmuni, sér í lagi þegar kemur að náttúru og nýtingu á hinum fjölmörgu auðlindum Íslands. Hún hefur m.a. vakið máls á því að mögulega standi til að selja Landsvirkjun og aðra mikilvæga innviði sem byggðir hafa verið upp með almannafé og hvatt þjóðina að vera vakandi fyrir vaxandi ásælni erlendra aðila í náttúru og auðlindir hérlendis. Til þess þarf kjark og dug. Halla Hrund er því sá frambjóðandi sem ég treysti best í embætti forseta Íslands. Hún er vel menntuð og talar af þekkingu, heilindum og einlægni um náttúru og auðlindir Íslands. Hún er jafnframt grandvör í orðum og hefur forðast hástemmdar yfirlýsingar. Hennar framboð einkennist einnig af jákvæðni og gleði, samvinnu og samhug. Hennar bakland í kosningabaráttunni eru fyrst og fremst sjálfboðaliðar, sem hópast nú til liðs við hana á lokametrunum í kosningabaráttunni. Hver sem niðurstaða kosninganna verður á laugardaginn, þá er ég fyrst og fremst þakklát fyrir að Halla Hrund hefur vakið máls á mörgu er varða hagsmuni almennings og þjóðarbúsins, m.a. auðlinda- og orkumálum – og hvatt okkur til að fljóta ekki lengur sofandi að feigðarósi. Þess vegna kýs ég Höllu Hrund til embættis forseta Íslands. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og jógakennari.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar