Fótbolti og forseti Tómas Ingi Tómasson skrifar 28. maí 2024 12:46 Kæri lesandi ég fæddist á Heimaey, höfuðstað Vestmannaeyja. Sem sagt Eyjapeyi. Líf mitt var og er fótbolti. Ég hef fengið þann munað að prófa margt í kringum boltann, var atvinnumaður, spilaði með landsliðinu (of fáa leiki ef ég er spurður), hef þjálfað félagslið og yngri landslið og alla grasrótina bæði stelpur og stráka. Að alast upp í Eyjum var yndislegt þar sem hægt var að fara niður á bryggju að veiða, bjarga og sleppa lundapysjum, byrjaði 11 ára að vinna í skreið í Vinnslustöðinni og spilaði fótbolta alltaf þegar vinnan var ekki að trufla mig. Mamma þurfti alltaf að hafa fyrir því að draga okkur inn í mat og svo var rokið aftur út að leika. Þetta voru dásamlegir og einfaldir tímar. Það má segja að knattspyrnan hafi alltaf átt minn hug og hjarta. Ég hef spilað með mörgum frábærum leikmönnum, miklum karakterum, góðum liðum og fengið þjálfara sem hafa kennt mér bæði að verði betri í boltanum og já, lífinu. Sumir eins og lífið kennir manni skildu meira eftir en aðrir en alltaf gat maður notað eitthvað frá þeim öllum. Ég veit hvað það skiptir miklu máli að hafa einhvern sem stýrir liðinu, leiðbeinir. Einhvern sem hefur yfirsýn og réttir okkur af ef við villumst af leið. Bestu liðin sem ég hef verið hjá voru með skýr langtímamarkmið, vissu hvert þau ætluðu og hvernig þau ætluðu að komast þangað. En það voru ekki öll lið sem skilgreindu sín gildi og unnu eftir þeim. Þau sem ekki gerðu það gátu átt góða spretti en þau entust ekki lengi. Við viljum öll vera hluti af sigurliði, eða liði sem gefur okkur góð gildi og leiðbeinir í rétta átt, hvort sem er í fótbolta eða annars staðar í lífinu. Liði sem veit hvert það ætlar sér að komast, liði sem hlúir að leikmönnum og finnur verkefni sem hæfa hverjum og einum. Það sama má segja um val okkar á næsta forseta Íslands og það skiptir máli að vanda valið. Við viljum einhvern sem hefur skýra sýn á það hvert við erum að fara sem þjóð og mun hjálpa til við að vísa veginn, innleiða réttu gildin og halda þeim að okkur hvort sem okkur gengur vel eða illa. Við þurfum nefninlega alvöru manneskju sem hjálpar okkur að horfa upp og áfram. Við búum við þingræði sem einkennist af togstreitu. Forseti á að vera yfir þessa togstreitu hafin og vinna með þjóðinni, sýna henni áhuga, virkja, vekja til umhugsunar, leiða saman og þjónusta alla hópa samfélagsins. Fyrir mér er þessi manneskja Halla Tómasdóttir. Halla býr yfir öllum þessum kostum og fleirum. Hún er fæddur leiðtogi sem dregur fólk að borðinu og vinnur með styrkleika hvers og eins og gerir þetta allt af mikilli hlýju og einlægni. Ég hef oft verið spurður að því af hverju ekki eru fleiri konur að þjálfa í efstu deildum karlafótboltans og hvort þær gætu það yfir höfuð? Mín skoðun er sú að ekki aðeins geta þær það, heldur væru margar fullkomnar í hlutverkið. Þjálfari í dag er manneskjan sem nær því besta út úr hverjum og einum leikmanni. Þjálfari er einnig með margar aðstoðarmanneskjur sem sjá um daglega þjálfun, styrkarþjálfun, sjúkraþjálfun og svona mætti lengi telja. Að mínu mati er stærsta verkefni aðalþjálfara að fá leikmenn til að trúa því að þeir geti unnið saman, leyst verkefni og sigrað. Ég mundi treysta Höllu til að þjálfa hvaða lið sem er og fá leikmenn til að trúa, vinna saman og sigra en ég treysti henni ennþá betur sem forseta Íslands að sameina, leiða saman og vera auðmjúkur þjónn þjóðarinnar. Ég mun kjósa Höllu Tómasdóttur til forseta og hvet þig kæri lesandi til að gera slíkt hið sama. Höfundur er Eyjapeyi og fyrrverandi knattspyrnumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Sjá meira
Kæri lesandi ég fæddist á Heimaey, höfuðstað Vestmannaeyja. Sem sagt Eyjapeyi. Líf mitt var og er fótbolti. Ég hef fengið þann munað að prófa margt í kringum boltann, var atvinnumaður, spilaði með landsliðinu (of fáa leiki ef ég er spurður), hef þjálfað félagslið og yngri landslið og alla grasrótina bæði stelpur og stráka. Að alast upp í Eyjum var yndislegt þar sem hægt var að fara niður á bryggju að veiða, bjarga og sleppa lundapysjum, byrjaði 11 ára að vinna í skreið í Vinnslustöðinni og spilaði fótbolta alltaf þegar vinnan var ekki að trufla mig. Mamma þurfti alltaf að hafa fyrir því að draga okkur inn í mat og svo var rokið aftur út að leika. Þetta voru dásamlegir og einfaldir tímar. Það má segja að knattspyrnan hafi alltaf átt minn hug og hjarta. Ég hef spilað með mörgum frábærum leikmönnum, miklum karakterum, góðum liðum og fengið þjálfara sem hafa kennt mér bæði að verði betri í boltanum og já, lífinu. Sumir eins og lífið kennir manni skildu meira eftir en aðrir en alltaf gat maður notað eitthvað frá þeim öllum. Ég veit hvað það skiptir miklu máli að hafa einhvern sem stýrir liðinu, leiðbeinir. Einhvern sem hefur yfirsýn og réttir okkur af ef við villumst af leið. Bestu liðin sem ég hef verið hjá voru með skýr langtímamarkmið, vissu hvert þau ætluðu og hvernig þau ætluðu að komast þangað. En það voru ekki öll lið sem skilgreindu sín gildi og unnu eftir þeim. Þau sem ekki gerðu það gátu átt góða spretti en þau entust ekki lengi. Við viljum öll vera hluti af sigurliði, eða liði sem gefur okkur góð gildi og leiðbeinir í rétta átt, hvort sem er í fótbolta eða annars staðar í lífinu. Liði sem veit hvert það ætlar sér að komast, liði sem hlúir að leikmönnum og finnur verkefni sem hæfa hverjum og einum. Það sama má segja um val okkar á næsta forseta Íslands og það skiptir máli að vanda valið. Við viljum einhvern sem hefur skýra sýn á það hvert við erum að fara sem þjóð og mun hjálpa til við að vísa veginn, innleiða réttu gildin og halda þeim að okkur hvort sem okkur gengur vel eða illa. Við þurfum nefninlega alvöru manneskju sem hjálpar okkur að horfa upp og áfram. Við búum við þingræði sem einkennist af togstreitu. Forseti á að vera yfir þessa togstreitu hafin og vinna með þjóðinni, sýna henni áhuga, virkja, vekja til umhugsunar, leiða saman og þjónusta alla hópa samfélagsins. Fyrir mér er þessi manneskja Halla Tómasdóttir. Halla býr yfir öllum þessum kostum og fleirum. Hún er fæddur leiðtogi sem dregur fólk að borðinu og vinnur með styrkleika hvers og eins og gerir þetta allt af mikilli hlýju og einlægni. Ég hef oft verið spurður að því af hverju ekki eru fleiri konur að þjálfa í efstu deildum karlafótboltans og hvort þær gætu það yfir höfuð? Mín skoðun er sú að ekki aðeins geta þær það, heldur væru margar fullkomnar í hlutverkið. Þjálfari í dag er manneskjan sem nær því besta út úr hverjum og einum leikmanni. Þjálfari er einnig með margar aðstoðarmanneskjur sem sjá um daglega þjálfun, styrkarþjálfun, sjúkraþjálfun og svona mætti lengi telja. Að mínu mati er stærsta verkefni aðalþjálfara að fá leikmenn til að trúa því að þeir geti unnið saman, leyst verkefni og sigrað. Ég mundi treysta Höllu til að þjálfa hvaða lið sem er og fá leikmenn til að trúa, vinna saman og sigra en ég treysti henni ennþá betur sem forseta Íslands að sameina, leiða saman og vera auðmjúkur þjónn þjóðarinnar. Ég mun kjósa Höllu Tómasdóttur til forseta og hvet þig kæri lesandi til að gera slíkt hið sama. Höfundur er Eyjapeyi og fyrrverandi knattspyrnumaður.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun