Segir árásirnar í Rafah „hræðileg mistök“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2024 16:57 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. AP/Abir Sultan Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að árásir á Rafah í gær, sem sagðar eru hafa banað að minnsta kosti 45 manns í tjaldbúðum í borginni, hafi verið „hræðileg mistök“. Þær séu til rannsóknar hjá yfirvöldum. Árásirnar hafa harðlega gagnrýndar í dag en í morgun sögðu forsvarsmenn ísraelska hersins að talið hefði verið að enginn óbreyttur borgari ætti að falla í árásunum, sem eiga að hafa beinst að tveimur leiðtogum Hamas. Þeir sögðu einnig að mögulegt væri að Hamas-liðar hefðu kveikt eldhafið sem fór yfir búðirnar. Sjá einnig: Töldu að enginn ætti að deyja í árásunum Í ávarpi sínu á ísraelska þinginu í dag sagði Netanjahú að Ísraelar litu á dauðsföllin sem harmleik en í huga leiðtoga Hamas væru þau hluti af herkænsku þeirra. Sprengjubrot af vettvangi eru sögð gefa til kynna að sprengjurnar sem varpað var í Rafah í gær hafi verið framleiddar í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn sendu margar slíkar sprengjur til Ísrael í kjölfar árásanna þann 7. október. Fleiri sendingar hafa þó verið stöðvaðar, í það minnsta tímabundið, vegna óánægju ráðamanna í Washington DC með hernað Ísraela. US made Small Diameter Bomb(SDB)/GBU-39 fragments visible in the Rafah strike. This is from the rear control section. pic.twitter.com/Jk0jtflGES— Easybakeoven (@Easybakeovensz) May 27, 2024 Í ávarpi í þinginu, þar sem mótmælendur fjölmenntu á áhorfendapöllum, hét Netanjahú því að halda hernaði Ísraela gegn Hamas-samtökunum áfram. Hann þvertók einnig fyrir að erindrekar hans væru ekki að reyna að semja við leiðtoga Hamas um lausn gíslanna í góðri trú. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt ef af Hamas, segja að rúmlega 36 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Ekki er greint á milli óbreyttra borgara og vígamanna í þessum tölum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. 26. maí 2024 22:41 Hamas skaut eldflaugum í átt að Tel Aviv Hamas-samtökin skutu fyrir skemmstu eldlfaugum að Tel Aviv, höfuðborg Ísrael. 26. maí 2024 11:59 Ísrael eigi að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í dag að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðarðageðrum í Rafah í suðurhluta Gasaborgar. Í úrskurðinum er ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með máli til dómstólsins. 24. maí 2024 14:42 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira
Árásirnar hafa harðlega gagnrýndar í dag en í morgun sögðu forsvarsmenn ísraelska hersins að talið hefði verið að enginn óbreyttur borgari ætti að falla í árásunum, sem eiga að hafa beinst að tveimur leiðtogum Hamas. Þeir sögðu einnig að mögulegt væri að Hamas-liðar hefðu kveikt eldhafið sem fór yfir búðirnar. Sjá einnig: Töldu að enginn ætti að deyja í árásunum Í ávarpi sínu á ísraelska þinginu í dag sagði Netanjahú að Ísraelar litu á dauðsföllin sem harmleik en í huga leiðtoga Hamas væru þau hluti af herkænsku þeirra. Sprengjubrot af vettvangi eru sögð gefa til kynna að sprengjurnar sem varpað var í Rafah í gær hafi verið framleiddar í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn sendu margar slíkar sprengjur til Ísrael í kjölfar árásanna þann 7. október. Fleiri sendingar hafa þó verið stöðvaðar, í það minnsta tímabundið, vegna óánægju ráðamanna í Washington DC með hernað Ísraela. US made Small Diameter Bomb(SDB)/GBU-39 fragments visible in the Rafah strike. This is from the rear control section. pic.twitter.com/Jk0jtflGES— Easybakeoven (@Easybakeovensz) May 27, 2024 Í ávarpi í þinginu, þar sem mótmælendur fjölmenntu á áhorfendapöllum, hét Netanjahú því að halda hernaði Ísraela gegn Hamas-samtökunum áfram. Hann þvertók einnig fyrir að erindrekar hans væru ekki að reyna að semja við leiðtoga Hamas um lausn gíslanna í góðri trú. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt ef af Hamas, segja að rúmlega 36 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Ekki er greint á milli óbreyttra borgara og vígamanna í þessum tölum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. 26. maí 2024 22:41 Hamas skaut eldflaugum í átt að Tel Aviv Hamas-samtökin skutu fyrir skemmstu eldlfaugum að Tel Aviv, höfuðborg Ísrael. 26. maí 2024 11:59 Ísrael eigi að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í dag að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðarðageðrum í Rafah í suðurhluta Gasaborgar. Í úrskurðinum er ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með máli til dómstólsins. 24. maí 2024 14:42 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira
Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. 26. maí 2024 22:41
Hamas skaut eldflaugum í átt að Tel Aviv Hamas-samtökin skutu fyrir skemmstu eldlfaugum að Tel Aviv, höfuðborg Ísrael. 26. maí 2024 11:59
Ísrael eigi að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í dag að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðarðageðrum í Rafah í suðurhluta Gasaborgar. Í úrskurðinum er ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með máli til dómstólsins. 24. maí 2024 14:42