Kjósum húmanista – Konu hugsjóna og framkvæmdargleði Birna Gunnlaugsdóttir skrifar 27. maí 2024 17:15 Síðan ég byrjaði í félagsfræði og hagfræði í menntaskóla, fyrir hátt í hálfri öld síðan, hefur mig dreymt um að hagvöxtur gangi ekki aðeins út á efnahagslegan vöxt heldur sé tekið með í reikninginn hvernig samfélagið kemur fram við alla þegna sína. Viðskipti og hagfræðin hafi líka réttlæti og jafnrétti að leiðarljósi og nú sjálfbærni að auki. Þegar ég heyrði um B Team kynnti ég mér forsetaframboð Höllu Tómasdóttur. Ég hef nánast legið yfir kynningarefni og viðtölum við alla forsetaframbjóðendurna og gert upp hug minn. Framboð Höllu Tómasardóttur byggir á brennandi þörf fyrir að bæta samfélagið, hún vill starfa til góðs fyrir íslenskt þjóðfélag. Hún sér að unga kynslóðin lifir alla aðra tíma en við sem erum á mínum aldri og að þau óttast gjarnan um framtíð sína. Hún sér einmana og fátæka eldri borgara og fleiri þjóðfélagshópa í sömu stöðu. Henni þykir ómögulegt að grunnlaun fólks dugi ekki til framfærslu. Hún hefur þörf fyrir að heyra rödd og um líðan Íslendinga af erlendu bergi brotnu. Halla Tómasdóttir talar fyrir því að framkvæmdavaldið aðhafist ekkert það sem getur orðið til skaða fyrir komandi kynslóðir. Selji hvorki né gefi náttúrulauðlindir okkar og að nýting þeirra og framleiðslukerfið sé ekki mengandi. Hún talar ekki síður fyrir friðsömum lausnum á alþjóðavettvangi. Hún hefur mikla reynslu af störfum erlendis og öflug alþjóðleg tengsl og hefur þannig öðlast ómetanlega innsýn í stöðu og þýðingu Íslands í alþjóðlegu samhengi. Einkum þegar kemur að málefnum sem tengjast jafnrétti, loftslagsmálum og náttúru. Til að framkvæma hugsjónir sínar vill Halla Tómasdóttir leiða þjóðina og ólíka hópa til samtals, meðal annars í þágu kynslóðajafnréttis. Miðla málum og tala fyrir góðum gildum. Í þeim efnum hefur Halla Tómasdóttir farsæla reynslu. Hún var meðal þeirra sem skipulögðu Þjóðfund árið 2009, þar sem þátttakendur, slembiúrtak þjóðarinnar, völdu sér sameiginleg gildi sem voru heiðarleiki, jafnrétti, réttlæti, virðing og ábyrgð. Hún hefur bent á að þjóðin kaus sér nýja stjórnarskrá árið 2012. Sem forstjóri B Team hefur hún unnið að því að breyta hugarfari og starfsháttum í viðskiptalífnu og hvetja það til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfi og samfélag. Hefur unnið að því að stjórnvöld tryggi að leikreglur viðskiptalífsins stuðli að velferð fólks og umhverfis. Reuters valdi Höllu sem eina af 20 áhrifaríkustu konum heims þegar kemur að loftlags- og umhverfismálum og spilaði þar inn í að hún hefur leitt ungt fólk að borðinu. Hún situr einnig í ráðgjafaráði Time í loftslagsmálum. Halla Tómasdóttir er af alþýðufólki komin, var lengi í sveit sem barn og vann á unglingsárum í fiski. Hún hefur ekki lítalausa fortíð og hún er fyrst kvenna til að viðurkenna það. Hver á flekklausa fortíð? Hver viðurkennir það opinberlega? Til þess þarf hugrekki í góðri samblöndu við bjartsýni og jákvæðni sem einkennir Höllu Tómasdóttur í ríku mæli. Það þarf líka hugrekki til að snúa stemmingunni við í þjóðfélagi háværra óánægjuradda, það þarf hugrekki í kerfisbreytingar. Halla Tómasdóttir á sannanlega eftir að vera forseti sem gustar af í þágu góðra málefna. Höfundur er fyrrverandi landbúnaðar- og fiskverkakona, sjókona, mannfræðingur, framkvæmdastjóri og markþjálfi. Núverandi kennari, en umfram annað amma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Síðan ég byrjaði í félagsfræði og hagfræði í menntaskóla, fyrir hátt í hálfri öld síðan, hefur mig dreymt um að hagvöxtur gangi ekki aðeins út á efnahagslegan vöxt heldur sé tekið með í reikninginn hvernig samfélagið kemur fram við alla þegna sína. Viðskipti og hagfræðin hafi líka réttlæti og jafnrétti að leiðarljósi og nú sjálfbærni að auki. Þegar ég heyrði um B Team kynnti ég mér forsetaframboð Höllu Tómasdóttur. Ég hef nánast legið yfir kynningarefni og viðtölum við alla forsetaframbjóðendurna og gert upp hug minn. Framboð Höllu Tómasardóttur byggir á brennandi þörf fyrir að bæta samfélagið, hún vill starfa til góðs fyrir íslenskt þjóðfélag. Hún sér að unga kynslóðin lifir alla aðra tíma en við sem erum á mínum aldri og að þau óttast gjarnan um framtíð sína. Hún sér einmana og fátæka eldri borgara og fleiri þjóðfélagshópa í sömu stöðu. Henni þykir ómögulegt að grunnlaun fólks dugi ekki til framfærslu. Hún hefur þörf fyrir að heyra rödd og um líðan Íslendinga af erlendu bergi brotnu. Halla Tómasdóttir talar fyrir því að framkvæmdavaldið aðhafist ekkert það sem getur orðið til skaða fyrir komandi kynslóðir. Selji hvorki né gefi náttúrulauðlindir okkar og að nýting þeirra og framleiðslukerfið sé ekki mengandi. Hún talar ekki síður fyrir friðsömum lausnum á alþjóðavettvangi. Hún hefur mikla reynslu af störfum erlendis og öflug alþjóðleg tengsl og hefur þannig öðlast ómetanlega innsýn í stöðu og þýðingu Íslands í alþjóðlegu samhengi. Einkum þegar kemur að málefnum sem tengjast jafnrétti, loftslagsmálum og náttúru. Til að framkvæma hugsjónir sínar vill Halla Tómasdóttir leiða þjóðina og ólíka hópa til samtals, meðal annars í þágu kynslóðajafnréttis. Miðla málum og tala fyrir góðum gildum. Í þeim efnum hefur Halla Tómasdóttir farsæla reynslu. Hún var meðal þeirra sem skipulögðu Þjóðfund árið 2009, þar sem þátttakendur, slembiúrtak þjóðarinnar, völdu sér sameiginleg gildi sem voru heiðarleiki, jafnrétti, réttlæti, virðing og ábyrgð. Hún hefur bent á að þjóðin kaus sér nýja stjórnarskrá árið 2012. Sem forstjóri B Team hefur hún unnið að því að breyta hugarfari og starfsháttum í viðskiptalífnu og hvetja það til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfi og samfélag. Hefur unnið að því að stjórnvöld tryggi að leikreglur viðskiptalífsins stuðli að velferð fólks og umhverfis. Reuters valdi Höllu sem eina af 20 áhrifaríkustu konum heims þegar kemur að loftlags- og umhverfismálum og spilaði þar inn í að hún hefur leitt ungt fólk að borðinu. Hún situr einnig í ráðgjafaráði Time í loftslagsmálum. Halla Tómasdóttir er af alþýðufólki komin, var lengi í sveit sem barn og vann á unglingsárum í fiski. Hún hefur ekki lítalausa fortíð og hún er fyrst kvenna til að viðurkenna það. Hver á flekklausa fortíð? Hver viðurkennir það opinberlega? Til þess þarf hugrekki í góðri samblöndu við bjartsýni og jákvæðni sem einkennir Höllu Tómasdóttur í ríku mæli. Það þarf líka hugrekki til að snúa stemmingunni við í þjóðfélagi háværra óánægjuradda, það þarf hugrekki í kerfisbreytingar. Halla Tómasdóttir á sannanlega eftir að vera forseti sem gustar af í þágu góðra málefna. Höfundur er fyrrverandi landbúnaðar- og fiskverkakona, sjókona, mannfræðingur, framkvæmdastjóri og markþjálfi. Núverandi kennari, en umfram annað amma.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun