Afturbatapíka í skilgreiningu HKL Steingrímur Gunnarsson skrifar 27. maí 2024 12:30 Það þekkja eflaust margir til skilgreiningar Halldórs Kiljans á nafnorðinu afturbatapíka, en til upprifjunar fyrir þá sem ekki þekkja til er skilgreining hans á þá leið að stúlka, sem hefur látið fallerast, öðlist aftur meydóminn eftir sjö ára karlabindindi. Nútildags gengur það hraðar fyrir sig og ferskasta dæmið er þegar nýjasti fyrrverandi forsætisráðherrann okkar stígur uppúr ráðherrastól sínum og fer lóðbeint í forsetaframboð eftir að flokkur hennar hafi í tvígang fallerast með stjórnarbatteríi Sjálfstæðisflokksins, sem nú gerir flest til að koma frambjóðanda sínum á Bessastaði. Skrýtið pólítískt bandalag það. Það má spyrja sig hvort fólk „fatti jókinn“ og átti sig á því sem að baki býr? Og þá kemur uppí hugann saga, sem móðurbróðir minn sagði mér úr æsku sinni. Eitt sinn voru þeir, eldri bróðir hans og hann, að skoða saman myndabók og á einni myndinni var stór og fallegur kastali í bakgrunni og fyrir framan hann stóð stæðilegur varðhundur. Þá spyr sá yngri þann eldri hvort þessi hundur sé tík. Sá eldri svarar, jú, rétt er það, en þetta væri nú ekki nein venjuleg tík, því þetta væri pólí-tík. Þó drengirnir væru ungir að árum, þá voru þeir vanir að hlusta á umræður um stjórnmál á heimilinu þar sem faðir þeirra var alþingismaður. Nú fara í hönd forsetakosningar og jafnt í gríni sem alvöru skulum við hafa í huga skilgreininingu HKL á þessu ágæta nafnorði, sem er í titli pistilsins og horfa til annarra frambjóðenda. Með vinsemd, Höfundur er leiðsögumaður, Cand.mag., MA í alþjóðasamskiptum og fyrrum kjósandi VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það þekkja eflaust margir til skilgreiningar Halldórs Kiljans á nafnorðinu afturbatapíka, en til upprifjunar fyrir þá sem ekki þekkja til er skilgreining hans á þá leið að stúlka, sem hefur látið fallerast, öðlist aftur meydóminn eftir sjö ára karlabindindi. Nútildags gengur það hraðar fyrir sig og ferskasta dæmið er þegar nýjasti fyrrverandi forsætisráðherrann okkar stígur uppúr ráðherrastól sínum og fer lóðbeint í forsetaframboð eftir að flokkur hennar hafi í tvígang fallerast með stjórnarbatteríi Sjálfstæðisflokksins, sem nú gerir flest til að koma frambjóðanda sínum á Bessastaði. Skrýtið pólítískt bandalag það. Það má spyrja sig hvort fólk „fatti jókinn“ og átti sig á því sem að baki býr? Og þá kemur uppí hugann saga, sem móðurbróðir minn sagði mér úr æsku sinni. Eitt sinn voru þeir, eldri bróðir hans og hann, að skoða saman myndabók og á einni myndinni var stór og fallegur kastali í bakgrunni og fyrir framan hann stóð stæðilegur varðhundur. Þá spyr sá yngri þann eldri hvort þessi hundur sé tík. Sá eldri svarar, jú, rétt er það, en þetta væri nú ekki nein venjuleg tík, því þetta væri pólí-tík. Þó drengirnir væru ungir að árum, þá voru þeir vanir að hlusta á umræður um stjórnmál á heimilinu þar sem faðir þeirra var alþingismaður. Nú fara í hönd forsetakosningar og jafnt í gríni sem alvöru skulum við hafa í huga skilgreininingu HKL á þessu ágæta nafnorði, sem er í titli pistilsins og horfa til annarra frambjóðenda. Með vinsemd, Höfundur er leiðsögumaður, Cand.mag., MA í alþjóðasamskiptum og fyrrum kjósandi VG.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar