Dýrmætt veganesti í forsetaembættið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 26. maí 2024 17:30 Víða í lýðveldum Evrópu er fyrir að fara einhvers konar neitunarvaldi forseta. Að sama skapi er velþekkt víða í álfunni að háttsettir ráðherrar, þar á meðal forsætisráðherrar, séu kosnir forsetar og segi þá ekki af sér fyrr en þeir hafa verið kjörnir. Þar á meðal í hinu norræna lýðveldinu, Finnlandi. Hvað hin norrænu ríkin varðar er þjóðhöfðinginn ekki einu sinni kjörinn heldur gengur staðan sem kunnugt er í erfðir. Varla dettur þó nokkrum í hug að halda því fram að fyrir vikið séu hin Norðurlöndin ekki lýðræðisríki eða að lýðræði þeirra sé á einhvern hátt stefnt í voða. Líkt og einhverjir hafa fullyrt að yrði raunin hér á landi verði Katrín Jakobsdóttir kjörin forseti Íslands. Flestir telja þvert á móti að norrænu ríkin séu fyrirmynd í þeim efnum. Evrópskir forsetar eru þess utan gjarnan þingkjörnir en ekki þjóðkjörnir líkt og hér. Tal um að Katrínu sé ekki treystandi fyrir málskotsrétti forseta lýðveldisins þar sem hún hafi verið í stjórnmálum stenzt að sama skapi ekki skoðun. Hið sama hefði þá átt við Ólaf Ragnar Grímsson. Þá hafa forsetar Evrópuríkja, sem koma sem fyrr segir iðulega úr stjórnmálum, gjarnan vald til þess að stöðva beinlínis löggjöf frá viðkomandi þjóðþingum en ekki einungis vísa henni í dóm kjósenda líkt og í tilfelli forseta Íslands. Valdapólitíkus sem sækist eftir minni völdum? Tveir forsetar Íslands voru þingmenn þegar þeir buðu sig fram til að gegna embættinu og höfðu auk þess báðir verið ráðherrar áður, þeir Ólafur Ragnar og Ásgeir Ásgeirsson. Meðal annars hafði Ásgeir gegnt embætti forsætisráðherra. Hvorugur sagði af sér þingmennsku fyrr en fyrir lá að þeir hefðu náð kjöri. Væntanlega hafa þeir viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og geta haldið áfram á þingi næðu þeir ekki kjöri. Hins vegar sagði Katrín ekki einungis af sér sem forsætisráðherra í kjölfar þess að hún tilkynnti um framboð sitt til embættis forseta Íslands heldur einnig sem þingmaður mörgum vikum fyrir kjördag. Þá afsalaði hún sér enn fremur biðlaunum í kosningabaráttunni. Katrín hefði hæglega getað verið áfram þingmaður og ekki sagt af sér nema hún næði kjöri eins og Ólafur og Ásgeir en kaus þess í stað að setja nýtt fordæmi. Með öðrum orðum sagði Katrín af sér valdamesta embætti landsins til þess að eiga einungis möguleika á að vera kosin í líklega valdaminnsta embættið í lýðræðislegum kosningum. Þá sagði hún enn fremur af sér þingmennsku sem fyrr segir án þess að þurfa þess auk flokksformennsku. Engu að síður hefur Katrín meðal annars verið sökuð um það að vera „valdapólitíkus“. Hvaða valdapólitíkus hefði staðið þannig að málum? Hefði ekki sett Icesave-málið í þjóðaratkvæði Hvað reynslu af stjórnmálum annars varðar, svo ekki sé talað um mikla reynsla í þeim efnum líkt og Katrín býr yfir, getur hún reynzt afar dýrmætt veganesti í forsetaembættið. Forsetinn þarf þannig eðli málsins samkvæmt að eiga í ýmsum samskiptum við stjórnmálamenn og getur jafnvel staðið frammi fyrir mjög erfiðum áskorunum í þeim efnum. Við þær aðstæður getur komið sér afar vel að vita hvernig kaupin gerast þar. Fullyrða má að Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti lýðveldisins, hefði ekki vísað Icesave-samningunum í þjóðaratkvæði ef ekki hefði verið fyrir mikla reynslu hans úr heimi stjórnmálanna. Það skiptir máli að kunna mannganginn í þeim efnum, vera með þykkan pólitískan skráp og kippa sér ekki upp við það þó stjórnmálamenn láti glitta í tennurnar. Forsetinn þarf þá einfaldlega að geta sýnt þeim tennurnar á móti. Katrín er vitanlega umdeild vegna þátttöku sinnar í stjórnmálum. Eðli málsins samkvæmt. Það verða alltaf einhverjir bæði sammála og ósammála þeim sem gefa sig að stjórnmálum. Hins vegar er það í hennar tilfelli fyrst og fremst afleiðing þess að hafa staðið í stafni og þurft að taka ýmsar erfiðar ákvarðanir. Það er enda það sem forystumenn þurfa að geta gert. Þar með talinn og ekki sízt forseti lýðveldisins. Kjósendur fá það bezta úr báðum hópunum Hins vegar hefur Katrín sýnt einstakan hæfileika í gegnum tíðina til þess að virkja fólk úr ólíkum áttum til þess að vinna saman að því að finna lausn á erfiðum viðfangsefnum. Hæfileiki sem á góða samleið með embætti forseta lýðveldisins. Sá hæfileiki sýndi sig ekki hvað sízt í tengslum við kjaraviðræður sem skilað hefur til að mynda í þeirri viðurkenningu sem felst í stuðningi ófárra verkalýðsforingja við framboð hennar. Forsetum lýðveldisins hefur annars gjarnan verið skipt í tvo hópa. Þá sem komið hafa úr stjórnmálum og hina sem komið hafa úr fræða- og menningarheiminum. Með Katrínu fengi þjóðin í raun tvo fyrir einn í þeim efnum. Forseta með bæði mikla reynslu úr heimi stjórnmálanna, sem reynzt hefur þeim forsetum afar vel sem búið hafa að henni, og sem látið hefur sér annt um menningu þjóðarinnar og ekki sízt tungumálið. Vegna veru sinnar í sviðsljósi stjórnmálanna um árabil og undir smásjá fjölmiðla og annarra býr Katrín enn fremur yfir öðrum ótvíræðum kosti. Kjósendur vita fyrir vikið í raun nákvæmlega hvað felst í því að greiða henni atkvæði sitt. Kosti þess og galla. Þar hefur í raun öllum steinum verið velt við. Fólk sér ekki einungis einhverjar vel hannaðar umbúðir heldur fylgir með ítarleg innihaldslýsing. Fólk veit hvað það fær. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Víða í lýðveldum Evrópu er fyrir að fara einhvers konar neitunarvaldi forseta. Að sama skapi er velþekkt víða í álfunni að háttsettir ráðherrar, þar á meðal forsætisráðherrar, séu kosnir forsetar og segi þá ekki af sér fyrr en þeir hafa verið kjörnir. Þar á meðal í hinu norræna lýðveldinu, Finnlandi. Hvað hin norrænu ríkin varðar er þjóðhöfðinginn ekki einu sinni kjörinn heldur gengur staðan sem kunnugt er í erfðir. Varla dettur þó nokkrum í hug að halda því fram að fyrir vikið séu hin Norðurlöndin ekki lýðræðisríki eða að lýðræði þeirra sé á einhvern hátt stefnt í voða. Líkt og einhverjir hafa fullyrt að yrði raunin hér á landi verði Katrín Jakobsdóttir kjörin forseti Íslands. Flestir telja þvert á móti að norrænu ríkin séu fyrirmynd í þeim efnum. Evrópskir forsetar eru þess utan gjarnan þingkjörnir en ekki þjóðkjörnir líkt og hér. Tal um að Katrínu sé ekki treystandi fyrir málskotsrétti forseta lýðveldisins þar sem hún hafi verið í stjórnmálum stenzt að sama skapi ekki skoðun. Hið sama hefði þá átt við Ólaf Ragnar Grímsson. Þá hafa forsetar Evrópuríkja, sem koma sem fyrr segir iðulega úr stjórnmálum, gjarnan vald til þess að stöðva beinlínis löggjöf frá viðkomandi þjóðþingum en ekki einungis vísa henni í dóm kjósenda líkt og í tilfelli forseta Íslands. Valdapólitíkus sem sækist eftir minni völdum? Tveir forsetar Íslands voru þingmenn þegar þeir buðu sig fram til að gegna embættinu og höfðu auk þess báðir verið ráðherrar áður, þeir Ólafur Ragnar og Ásgeir Ásgeirsson. Meðal annars hafði Ásgeir gegnt embætti forsætisráðherra. Hvorugur sagði af sér þingmennsku fyrr en fyrir lá að þeir hefðu náð kjöri. Væntanlega hafa þeir viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og geta haldið áfram á þingi næðu þeir ekki kjöri. Hins vegar sagði Katrín ekki einungis af sér sem forsætisráðherra í kjölfar þess að hún tilkynnti um framboð sitt til embættis forseta Íslands heldur einnig sem þingmaður mörgum vikum fyrir kjördag. Þá afsalaði hún sér enn fremur biðlaunum í kosningabaráttunni. Katrín hefði hæglega getað verið áfram þingmaður og ekki sagt af sér nema hún næði kjöri eins og Ólafur og Ásgeir en kaus þess í stað að setja nýtt fordæmi. Með öðrum orðum sagði Katrín af sér valdamesta embætti landsins til þess að eiga einungis möguleika á að vera kosin í líklega valdaminnsta embættið í lýðræðislegum kosningum. Þá sagði hún enn fremur af sér þingmennsku sem fyrr segir án þess að þurfa þess auk flokksformennsku. Engu að síður hefur Katrín meðal annars verið sökuð um það að vera „valdapólitíkus“. Hvaða valdapólitíkus hefði staðið þannig að málum? Hefði ekki sett Icesave-málið í þjóðaratkvæði Hvað reynslu af stjórnmálum annars varðar, svo ekki sé talað um mikla reynsla í þeim efnum líkt og Katrín býr yfir, getur hún reynzt afar dýrmætt veganesti í forsetaembættið. Forsetinn þarf þannig eðli málsins samkvæmt að eiga í ýmsum samskiptum við stjórnmálamenn og getur jafnvel staðið frammi fyrir mjög erfiðum áskorunum í þeim efnum. Við þær aðstæður getur komið sér afar vel að vita hvernig kaupin gerast þar. Fullyrða má að Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti lýðveldisins, hefði ekki vísað Icesave-samningunum í þjóðaratkvæði ef ekki hefði verið fyrir mikla reynslu hans úr heimi stjórnmálanna. Það skiptir máli að kunna mannganginn í þeim efnum, vera með þykkan pólitískan skráp og kippa sér ekki upp við það þó stjórnmálamenn láti glitta í tennurnar. Forsetinn þarf þá einfaldlega að geta sýnt þeim tennurnar á móti. Katrín er vitanlega umdeild vegna þátttöku sinnar í stjórnmálum. Eðli málsins samkvæmt. Það verða alltaf einhverjir bæði sammála og ósammála þeim sem gefa sig að stjórnmálum. Hins vegar er það í hennar tilfelli fyrst og fremst afleiðing þess að hafa staðið í stafni og þurft að taka ýmsar erfiðar ákvarðanir. Það er enda það sem forystumenn þurfa að geta gert. Þar með talinn og ekki sízt forseti lýðveldisins. Kjósendur fá það bezta úr báðum hópunum Hins vegar hefur Katrín sýnt einstakan hæfileika í gegnum tíðina til þess að virkja fólk úr ólíkum áttum til þess að vinna saman að því að finna lausn á erfiðum viðfangsefnum. Hæfileiki sem á góða samleið með embætti forseta lýðveldisins. Sá hæfileiki sýndi sig ekki hvað sízt í tengslum við kjaraviðræður sem skilað hefur til að mynda í þeirri viðurkenningu sem felst í stuðningi ófárra verkalýðsforingja við framboð hennar. Forsetum lýðveldisins hefur annars gjarnan verið skipt í tvo hópa. Þá sem komið hafa úr stjórnmálum og hina sem komið hafa úr fræða- og menningarheiminum. Með Katrínu fengi þjóðin í raun tvo fyrir einn í þeim efnum. Forseta með bæði mikla reynslu úr heimi stjórnmálanna, sem reynzt hefur þeim forsetum afar vel sem búið hafa að henni, og sem látið hefur sér annt um menningu þjóðarinnar og ekki sízt tungumálið. Vegna veru sinnar í sviðsljósi stjórnmálanna um árabil og undir smásjá fjölmiðla og annarra býr Katrín enn fremur yfir öðrum ótvíræðum kosti. Kjósendur vita fyrir vikið í raun nákvæmlega hvað felst í því að greiða henni atkvæði sitt. Kosti þess og galla. Þar hefur í raun öllum steinum verið velt við. Fólk sér ekki einungis einhverjar vel hannaðar umbúðir heldur fylgir með ítarleg innihaldslýsing. Fólk veit hvað það fær. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun