Vegna hvers kýs ég Katrínu Jón Kristjánsson skrifar 24. maí 2024 13:45 Í fyrsta lagi vann ég með henni fyrir allmörgum árum í nefnd. Það voru haldnir margir fundir og hún var alltaf undirbúin og tilbúin að ræða málin þótt við værum ósammála. Það var einfaldlega einstaklega gott að vinna með henni og það var auðséð að þarna fór greind kona og vel að sér. Hún var ekki orðin ráðherra þegar þetta var. Í öðru lagi finnst mér málflutningur hennar vera öfgalaus og um grundvallaratriði eins og lýðræði, jafnrétti og friðsamlega sambúð, menningarmál og svo mætti lengi telja. Í þriðja lagi hefur hún sýnt það sem forsætisráðherra í sjö ár að hún hefur einstaka hæfileika til þess að halda ólíkum öflum saman. Í fjórða lagi tekur hún samstarf okkar við aðrar þjóðir alvarlega og hafði forystu um að við Íslendingar ræktum skyldur okkar í því efni. Katrín kemur beint úr stjórnmálum í forsetaframboðið. Það gerir það að verkum að hún dregst inn í umræður um stjórnmál, en það er ekki alltaf tekið með í reikninginn að ríkisstjórnin er fjölskipað stjórnvald og enginn ráðherra hefur einræðisvald um einstök mál. Það verður að taka tilltit til þess að ríkisstjórnin hefur orðið að glíma við afar erfið mál síðustu árin, eins og heimsfaraldur, náttúruhamfarir og afleiðingar af þessum hörmungum. Því hefur verið haldið fram að það sé jafnvel stjórnarskrárbrot að fara beint úr forsætisráðuneytinu í framboð til forseta Íslands. Það er auðvitað víðsfjarri. Þvert á móti hefur einstaklingur sem hefur í sjö ár gengt embætti forsætisráðherrra yfirburða reynslu og þekkingu á stjórnkerfinu sem kæmi honum til góða í embætti forseta Íslands. Því hefur einnig verið haldið fram að óeðlilega mikið af stjórnmálamönnum styðji Katrínu og framboð hennar sé litað af þeim og elítu af hægri væng stjórnmálanna. Sjálfur vann ég í stjórnmálum í um það bil þrjátíu ár sem varaþingmaður, þingmaður og ráðherra, en mér er eiður sær að aldrei missti ég tilfinninguna fyrir því að vera sveitamaður að norðan og austan, hluti af alþýðufólki sem ég átti allt undir. Skipting þjóðarinnar í umræðu fólks í alþýðu manna og elítu er stórvarasöm og ýtir undir fyrirbrigði sem nú er kallað skautun. Katrín mundi vinna á móti slíkri þróun. Það er ég fullviss um. Það er ekkert auðvelt að vera í framboði þar sem allt beinist að viðkomandi persónu en ekki framboðslistum eins og í Alþingiskosningum. Katrín hefur verið einstaklega dugleg að ferðast um alllt land til að hitta fólk og það hafa aðrir frambjóðendur verið líka. Hins vegar hef ég tekið vel eftir því hvað hún er greinileg í svörum, svarar ítarlega og hreint út af yfirgripsmikilli þekkingu. Ekki spillir fyrir í þessu efni að hún er glaðleg og þægileg í viðmóti. Þetta eru nokkur atriði sem eru þess valdandi að ég styð Katrínu til embættis forseta Ísland. Ég vona að umræðan á lokasprettinum einkennist af þeirri virðingu sem embættið á skilið. Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Í fyrsta lagi vann ég með henni fyrir allmörgum árum í nefnd. Það voru haldnir margir fundir og hún var alltaf undirbúin og tilbúin að ræða málin þótt við værum ósammála. Það var einfaldlega einstaklega gott að vinna með henni og það var auðséð að þarna fór greind kona og vel að sér. Hún var ekki orðin ráðherra þegar þetta var. Í öðru lagi finnst mér málflutningur hennar vera öfgalaus og um grundvallaratriði eins og lýðræði, jafnrétti og friðsamlega sambúð, menningarmál og svo mætti lengi telja. Í þriðja lagi hefur hún sýnt það sem forsætisráðherra í sjö ár að hún hefur einstaka hæfileika til þess að halda ólíkum öflum saman. Í fjórða lagi tekur hún samstarf okkar við aðrar þjóðir alvarlega og hafði forystu um að við Íslendingar ræktum skyldur okkar í því efni. Katrín kemur beint úr stjórnmálum í forsetaframboðið. Það gerir það að verkum að hún dregst inn í umræður um stjórnmál, en það er ekki alltaf tekið með í reikninginn að ríkisstjórnin er fjölskipað stjórnvald og enginn ráðherra hefur einræðisvald um einstök mál. Það verður að taka tilltit til þess að ríkisstjórnin hefur orðið að glíma við afar erfið mál síðustu árin, eins og heimsfaraldur, náttúruhamfarir og afleiðingar af þessum hörmungum. Því hefur verið haldið fram að það sé jafnvel stjórnarskrárbrot að fara beint úr forsætisráðuneytinu í framboð til forseta Íslands. Það er auðvitað víðsfjarri. Þvert á móti hefur einstaklingur sem hefur í sjö ár gengt embætti forsætisráðherrra yfirburða reynslu og þekkingu á stjórnkerfinu sem kæmi honum til góða í embætti forseta Íslands. Því hefur einnig verið haldið fram að óeðlilega mikið af stjórnmálamönnum styðji Katrínu og framboð hennar sé litað af þeim og elítu af hægri væng stjórnmálanna. Sjálfur vann ég í stjórnmálum í um það bil þrjátíu ár sem varaþingmaður, þingmaður og ráðherra, en mér er eiður sær að aldrei missti ég tilfinninguna fyrir því að vera sveitamaður að norðan og austan, hluti af alþýðufólki sem ég átti allt undir. Skipting þjóðarinnar í umræðu fólks í alþýðu manna og elítu er stórvarasöm og ýtir undir fyrirbrigði sem nú er kallað skautun. Katrín mundi vinna á móti slíkri þróun. Það er ég fullviss um. Það er ekkert auðvelt að vera í framboði þar sem allt beinist að viðkomandi persónu en ekki framboðslistum eins og í Alþingiskosningum. Katrín hefur verið einstaklega dugleg að ferðast um alllt land til að hitta fólk og það hafa aðrir frambjóðendur verið líka. Hins vegar hef ég tekið vel eftir því hvað hún er greinileg í svörum, svarar ítarlega og hreint út af yfirgripsmikilli þekkingu. Ekki spillir fyrir í þessu efni að hún er glaðleg og þægileg í viðmóti. Þetta eru nokkur atriði sem eru þess valdandi að ég styð Katrínu til embættis forseta Ísland. Ég vona að umræðan á lokasprettinum einkennist af þeirri virðingu sem embættið á skilið. Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun