Vegna hvers kýs ég Katrínu Jón Kristjánsson skrifar 24. maí 2024 13:45 Í fyrsta lagi vann ég með henni fyrir allmörgum árum í nefnd. Það voru haldnir margir fundir og hún var alltaf undirbúin og tilbúin að ræða málin þótt við værum ósammála. Það var einfaldlega einstaklega gott að vinna með henni og það var auðséð að þarna fór greind kona og vel að sér. Hún var ekki orðin ráðherra þegar þetta var. Í öðru lagi finnst mér málflutningur hennar vera öfgalaus og um grundvallaratriði eins og lýðræði, jafnrétti og friðsamlega sambúð, menningarmál og svo mætti lengi telja. Í þriðja lagi hefur hún sýnt það sem forsætisráðherra í sjö ár að hún hefur einstaka hæfileika til þess að halda ólíkum öflum saman. Í fjórða lagi tekur hún samstarf okkar við aðrar þjóðir alvarlega og hafði forystu um að við Íslendingar ræktum skyldur okkar í því efni. Katrín kemur beint úr stjórnmálum í forsetaframboðið. Það gerir það að verkum að hún dregst inn í umræður um stjórnmál, en það er ekki alltaf tekið með í reikninginn að ríkisstjórnin er fjölskipað stjórnvald og enginn ráðherra hefur einræðisvald um einstök mál. Það verður að taka tilltit til þess að ríkisstjórnin hefur orðið að glíma við afar erfið mál síðustu árin, eins og heimsfaraldur, náttúruhamfarir og afleiðingar af þessum hörmungum. Því hefur verið haldið fram að það sé jafnvel stjórnarskrárbrot að fara beint úr forsætisráðuneytinu í framboð til forseta Íslands. Það er auðvitað víðsfjarri. Þvert á móti hefur einstaklingur sem hefur í sjö ár gengt embætti forsætisráðherrra yfirburða reynslu og þekkingu á stjórnkerfinu sem kæmi honum til góða í embætti forseta Íslands. Því hefur einnig verið haldið fram að óeðlilega mikið af stjórnmálamönnum styðji Katrínu og framboð hennar sé litað af þeim og elítu af hægri væng stjórnmálanna. Sjálfur vann ég í stjórnmálum í um það bil þrjátíu ár sem varaþingmaður, þingmaður og ráðherra, en mér er eiður sær að aldrei missti ég tilfinninguna fyrir því að vera sveitamaður að norðan og austan, hluti af alþýðufólki sem ég átti allt undir. Skipting þjóðarinnar í umræðu fólks í alþýðu manna og elítu er stórvarasöm og ýtir undir fyrirbrigði sem nú er kallað skautun. Katrín mundi vinna á móti slíkri þróun. Það er ég fullviss um. Það er ekkert auðvelt að vera í framboði þar sem allt beinist að viðkomandi persónu en ekki framboðslistum eins og í Alþingiskosningum. Katrín hefur verið einstaklega dugleg að ferðast um alllt land til að hitta fólk og það hafa aðrir frambjóðendur verið líka. Hins vegar hef ég tekið vel eftir því hvað hún er greinileg í svörum, svarar ítarlega og hreint út af yfirgripsmikilli þekkingu. Ekki spillir fyrir í þessu efni að hún er glaðleg og þægileg í viðmóti. Þetta eru nokkur atriði sem eru þess valdandi að ég styð Katrínu til embættis forseta Ísland. Ég vona að umræðan á lokasprettinum einkennist af þeirri virðingu sem embættið á skilið. Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í fyrsta lagi vann ég með henni fyrir allmörgum árum í nefnd. Það voru haldnir margir fundir og hún var alltaf undirbúin og tilbúin að ræða málin þótt við værum ósammála. Það var einfaldlega einstaklega gott að vinna með henni og það var auðséð að þarna fór greind kona og vel að sér. Hún var ekki orðin ráðherra þegar þetta var. Í öðru lagi finnst mér málflutningur hennar vera öfgalaus og um grundvallaratriði eins og lýðræði, jafnrétti og friðsamlega sambúð, menningarmál og svo mætti lengi telja. Í þriðja lagi hefur hún sýnt það sem forsætisráðherra í sjö ár að hún hefur einstaka hæfileika til þess að halda ólíkum öflum saman. Í fjórða lagi tekur hún samstarf okkar við aðrar þjóðir alvarlega og hafði forystu um að við Íslendingar ræktum skyldur okkar í því efni. Katrín kemur beint úr stjórnmálum í forsetaframboðið. Það gerir það að verkum að hún dregst inn í umræður um stjórnmál, en það er ekki alltaf tekið með í reikninginn að ríkisstjórnin er fjölskipað stjórnvald og enginn ráðherra hefur einræðisvald um einstök mál. Það verður að taka tilltit til þess að ríkisstjórnin hefur orðið að glíma við afar erfið mál síðustu árin, eins og heimsfaraldur, náttúruhamfarir og afleiðingar af þessum hörmungum. Því hefur verið haldið fram að það sé jafnvel stjórnarskrárbrot að fara beint úr forsætisráðuneytinu í framboð til forseta Íslands. Það er auðvitað víðsfjarri. Þvert á móti hefur einstaklingur sem hefur í sjö ár gengt embætti forsætisráðherrra yfirburða reynslu og þekkingu á stjórnkerfinu sem kæmi honum til góða í embætti forseta Íslands. Því hefur einnig verið haldið fram að óeðlilega mikið af stjórnmálamönnum styðji Katrínu og framboð hennar sé litað af þeim og elítu af hægri væng stjórnmálanna. Sjálfur vann ég í stjórnmálum í um það bil þrjátíu ár sem varaþingmaður, þingmaður og ráðherra, en mér er eiður sær að aldrei missti ég tilfinninguna fyrir því að vera sveitamaður að norðan og austan, hluti af alþýðufólki sem ég átti allt undir. Skipting þjóðarinnar í umræðu fólks í alþýðu manna og elítu er stórvarasöm og ýtir undir fyrirbrigði sem nú er kallað skautun. Katrín mundi vinna á móti slíkri þróun. Það er ég fullviss um. Það er ekkert auðvelt að vera í framboði þar sem allt beinist að viðkomandi persónu en ekki framboðslistum eins og í Alþingiskosningum. Katrín hefur verið einstaklega dugleg að ferðast um alllt land til að hitta fólk og það hafa aðrir frambjóðendur verið líka. Hins vegar hef ég tekið vel eftir því hvað hún er greinileg í svörum, svarar ítarlega og hreint út af yfirgripsmikilli þekkingu. Ekki spillir fyrir í þessu efni að hún er glaðleg og þægileg í viðmóti. Þetta eru nokkur atriði sem eru þess valdandi að ég styð Katrínu til embættis forseta Ísland. Ég vona að umræðan á lokasprettinum einkennist af þeirri virðingu sem embættið á skilið. Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun