Hví Halla Hrund? – Skyldulesning! Ole Anton Bieltvedt skrifar 27. maí 2024 08:29 Þó að forseti Íslands hafi takmörkuð bein völd, er hann fulltrúi og ásýnd Íslands og Íslendinga gagnvart umheiminum. Hann á líka að vera sameiningarafl, og svo sameiningartákn, Íslendinga og fulltrúi þjóðarinnar gagnvart Alþingi, framkvæmdarvaldinu og erlendum þjóðum. Reyndar býr forseti yfir tveimur öflugum verkfærum: 1. Málsskotsrétti, þjóðaratkvæði, ef hann telur þörf á. 2. Veitingu stjórnarmyndunarumboðs, sem er feikisterk verkfæri, sem kallar á mjög vandaða og hlutlæga handhöfn. Því verður að vanda val nýs forseta vel. Hluti af matinu verður að vera, hvort vel fari á því, að litríkur og umdeildur stjórnmálamaður, kona með langan og blandaðan stjórnmálaferil að baki, Katrín Jakobosdóttir, sem skiptar skoðanir eru um – menn sveiflast þar allan skalann – geti orðið sannur fulltrúi þjóðarinnar allrar. Mér er það til efs! Gæri Katrín verið sameiningarafl og svo sameiningartákn þjóðarinnar!? Á FB-síðu sinni kynnir Halla Hrund Logadóttir sig svona: „Ég býð mig fram til embættis forseta Íslands sem fulltrúi almennings, fulltrúi fólksins í landinu. Ég ólst upp í blokk í Árbænum og varði öllum skólafríum í sveitinni austur á Síðu hjá ömmu og afa. Ég ólst upp við þau gildi að mikilvægt væri að leggja sig fram, trúa á það góða í fólki og að allt væri hægt. Í embætti forseta Íslands vil ég halda þessum gildum á lofti og leggja áherslu á samstöðu okkar sem þjóðar, náttúru okkar, menningu og hugvit - fyrir framtíðina“. Fyrsta tilfinning mín fyrir þessari sjálfskynningu var afar góð. Hér ræður látlaus framsetning, en um leið heilbrigð þjóðerniskennd, náttúru- og menningarvitund, víður skilningur, ásamt með velvild og bjartsýni, för. Ferill frambjóðenda er auðvitað líka feikimikilvægur, þegar frambjóðendur eru skoðaðir og metnir. Hér er ferill Hrannar Hrundar í grófum dráttum: Halla Hrund er fædd í Reykjavík 12. mars 1981. Eiginmaður hennar er Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins 50skills. Þau eiga tvær dætur, Hildi Kristínu, 11 ára, og Sögu Friðgerði, 4 ára. Halla Hrund er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í alþjóðasamvinnu með áherslu á hagfræði og orkumál frá The Fletcher School við Tufts háskóla, og meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Harvard háskóla með áherslu á umhverfis- og orkumál. Halla Hrund var skipuð orkumálastjóri árið 2021, fyrst kvenna. Hún starfar jafnframt sem aðjúnkt við Harvard þar sem hún kennir á meistarastigi. Frá árinu 2017 hafði hún starfað sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri við miðstöð Norðurslóða, Arctic Initiative, við Harvard. Árið 2019 var Halla Hrund valin Young Global Leader og kom Halla Hrund að kortlagningu breytingaþátta Norðurslóða á vettvangi World Economic Forum. Frá árinu 2015-2021 vann Halla Hrund að nýsköpunarverkefninu Arctic Innovation Lab í samvinnu við fjölda háskóla og var leiðbeinandi í ýmsum orkutengdum nýsköpunarhröðulum. Leyfið mér að rifja upp þá kjörmynd, sem ég tel, að nýr forseti ætti að uppfylla: Forsetinn verður að vera þjóðlegur og alþjóðlegur í senn. Umhverfis- og náttúruverndarsinni. Með hreinan bakgrunn, flekklaust einkalíf, fallega fjölskyldumynd, góða menntun og reynslu, jafnt hérlendis sem erlendis frá. Frjáls og hlutlaus, laus við stjórnmálavafstur- og valdabrölt, óháður stjórnmála- og valdastéttinni og fastur fyrir. Hann þarf að hafa víðan sjóndeildarhring, jafnt á íslenzk málefni sem alþjóðleg. Hann ætti að koma vel fyrir, bera sig vel, en þó fara fram af hógværð og látleysi. Standa bjartur meðal annarra fyrirmenna. Fyrir mér fyllir Halla Hrund þessa afar krefjandi kjörmynd vel og á flestan eða allan hátt. Auk Katrínar Jakobsdóttur standa tveir kandídatar fremstir í stöðunni. Halla Tómasdóttir og Baldur Þórhallsson. Hvorutveggja á margan hátt fínt fólk og frambærilegt, ekki sízt Halla, en, ef þau eru mátuð við kjörmyndina hér að ofan, met ég það svo, að hvorugt þeirra passi jafnvel og Halla Hrund. Lesandi góðu, þú getur sjálfur mátað þinn kandídat við kjörmyndina, og ákveðið þig svo, en eitt ættirðu að hafa í huga: Það er bara verið að kjósa í eitt embætti, aðeins einn kandídat kemst að. Ef kandídat er kosinn, sem á engan sjéns á kjöri, þá fellur ekki aðeins atkvæðið þitt dautt, heldur kynni þá sá kandídat, sem þú sízt vildir að næði kjöri, að sigra. Menn tala um, að það sé lýðræðislegur réttur manna, að kjósa þann, sem hann vill helzt styðja. Auðvitað er það rétt, svo langt, sem það nær. En, ef þitt atkvæði fellur dautt, af því að þinn helzti kandídat á engan möguleika á að ná kjöri, þá hefur þú heldur ekki nýtt þér þitt atkvæði til lýðræðislegra áhrifa. Eina leiðin til að tryggja mesta mögulega möguleika á, að þitt atkvæði hafi áhrif, fái vægi, er að velja einn þeirra tveggja-þriggja kandídata, sem þér finnst skástur eða beztur og kjósa hann. Enginn græðir á dauðu atkvæði, og dautt atkvæði þjónar engum lýðræðislegum tilgangi. Heill Höllu Hrund og Íslendingum! Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þó að forseti Íslands hafi takmörkuð bein völd, er hann fulltrúi og ásýnd Íslands og Íslendinga gagnvart umheiminum. Hann á líka að vera sameiningarafl, og svo sameiningartákn, Íslendinga og fulltrúi þjóðarinnar gagnvart Alþingi, framkvæmdarvaldinu og erlendum þjóðum. Reyndar býr forseti yfir tveimur öflugum verkfærum: 1. Málsskotsrétti, þjóðaratkvæði, ef hann telur þörf á. 2. Veitingu stjórnarmyndunarumboðs, sem er feikisterk verkfæri, sem kallar á mjög vandaða og hlutlæga handhöfn. Því verður að vanda val nýs forseta vel. Hluti af matinu verður að vera, hvort vel fari á því, að litríkur og umdeildur stjórnmálamaður, kona með langan og blandaðan stjórnmálaferil að baki, Katrín Jakobosdóttir, sem skiptar skoðanir eru um – menn sveiflast þar allan skalann – geti orðið sannur fulltrúi þjóðarinnar allrar. Mér er það til efs! Gæri Katrín verið sameiningarafl og svo sameiningartákn þjóðarinnar!? Á FB-síðu sinni kynnir Halla Hrund Logadóttir sig svona: „Ég býð mig fram til embættis forseta Íslands sem fulltrúi almennings, fulltrúi fólksins í landinu. Ég ólst upp í blokk í Árbænum og varði öllum skólafríum í sveitinni austur á Síðu hjá ömmu og afa. Ég ólst upp við þau gildi að mikilvægt væri að leggja sig fram, trúa á það góða í fólki og að allt væri hægt. Í embætti forseta Íslands vil ég halda þessum gildum á lofti og leggja áherslu á samstöðu okkar sem þjóðar, náttúru okkar, menningu og hugvit - fyrir framtíðina“. Fyrsta tilfinning mín fyrir þessari sjálfskynningu var afar góð. Hér ræður látlaus framsetning, en um leið heilbrigð þjóðerniskennd, náttúru- og menningarvitund, víður skilningur, ásamt með velvild og bjartsýni, för. Ferill frambjóðenda er auðvitað líka feikimikilvægur, þegar frambjóðendur eru skoðaðir og metnir. Hér er ferill Hrannar Hrundar í grófum dráttum: Halla Hrund er fædd í Reykjavík 12. mars 1981. Eiginmaður hennar er Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins 50skills. Þau eiga tvær dætur, Hildi Kristínu, 11 ára, og Sögu Friðgerði, 4 ára. Halla Hrund er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í alþjóðasamvinnu með áherslu á hagfræði og orkumál frá The Fletcher School við Tufts háskóla, og meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Harvard háskóla með áherslu á umhverfis- og orkumál. Halla Hrund var skipuð orkumálastjóri árið 2021, fyrst kvenna. Hún starfar jafnframt sem aðjúnkt við Harvard þar sem hún kennir á meistarastigi. Frá árinu 2017 hafði hún starfað sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri við miðstöð Norðurslóða, Arctic Initiative, við Harvard. Árið 2019 var Halla Hrund valin Young Global Leader og kom Halla Hrund að kortlagningu breytingaþátta Norðurslóða á vettvangi World Economic Forum. Frá árinu 2015-2021 vann Halla Hrund að nýsköpunarverkefninu Arctic Innovation Lab í samvinnu við fjölda háskóla og var leiðbeinandi í ýmsum orkutengdum nýsköpunarhröðulum. Leyfið mér að rifja upp þá kjörmynd, sem ég tel, að nýr forseti ætti að uppfylla: Forsetinn verður að vera þjóðlegur og alþjóðlegur í senn. Umhverfis- og náttúruverndarsinni. Með hreinan bakgrunn, flekklaust einkalíf, fallega fjölskyldumynd, góða menntun og reynslu, jafnt hérlendis sem erlendis frá. Frjáls og hlutlaus, laus við stjórnmálavafstur- og valdabrölt, óháður stjórnmála- og valdastéttinni og fastur fyrir. Hann þarf að hafa víðan sjóndeildarhring, jafnt á íslenzk málefni sem alþjóðleg. Hann ætti að koma vel fyrir, bera sig vel, en þó fara fram af hógværð og látleysi. Standa bjartur meðal annarra fyrirmenna. Fyrir mér fyllir Halla Hrund þessa afar krefjandi kjörmynd vel og á flestan eða allan hátt. Auk Katrínar Jakobsdóttur standa tveir kandídatar fremstir í stöðunni. Halla Tómasdóttir og Baldur Þórhallsson. Hvorutveggja á margan hátt fínt fólk og frambærilegt, ekki sízt Halla, en, ef þau eru mátuð við kjörmyndina hér að ofan, met ég það svo, að hvorugt þeirra passi jafnvel og Halla Hrund. Lesandi góðu, þú getur sjálfur mátað þinn kandídat við kjörmyndina, og ákveðið þig svo, en eitt ættirðu að hafa í huga: Það er bara verið að kjósa í eitt embætti, aðeins einn kandídat kemst að. Ef kandídat er kosinn, sem á engan sjéns á kjöri, þá fellur ekki aðeins atkvæðið þitt dautt, heldur kynni þá sá kandídat, sem þú sízt vildir að næði kjöri, að sigra. Menn tala um, að það sé lýðræðislegur réttur manna, að kjósa þann, sem hann vill helzt styðja. Auðvitað er það rétt, svo langt, sem það nær. En, ef þitt atkvæði fellur dautt, af því að þinn helzti kandídat á engan möguleika á að ná kjöri, þá hefur þú heldur ekki nýtt þér þitt atkvæði til lýðræðislegra áhrifa. Eina leiðin til að tryggja mesta mögulega möguleika á, að þitt atkvæði hafi áhrif, fái vægi, er að velja einn þeirra tveggja-þriggja kandídata, sem þér finnst skástur eða beztur og kjósa hann. Enginn græðir á dauðu atkvæði, og dautt atkvæði þjónar engum lýðræðislegum tilgangi. Heill Höllu Hrund og Íslendingum! Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun