Gjöf sem gefur Halla Tómasdóttir skrifar 24. maí 2024 14:00 Fjölmenn kynslóð eftirstríðsáranna nær nú hefðbundnum eftirlaunaaldri. Meðalaldur og lífslíkur aukast og því fylgja ýmsar breytingar sem huga verður að. Hvernig gerum við eftirlaunaárin innihaldsrík og gefandi? Pabbi varði síðustu árunum sem húsvörður í Sunnuhlíð í Kópavogi. Haustið 2008 ætlaði hann að hætta störfum, fara á eftirlaun og njóta rólegri daga eftir annasama ævi. Því miður fór það ekki svo, því hann greindist með krabbamein og kvaddi okkur rúmlega viku síðar. Í okkar síðasta samtali minnti pabbi mig á mikilvægi þess að sýna eldra fólki virðingu og meta að verðleikum reynslu þess og visku. Hann bað mig að gleyma því ekki að íslenskt samfélag er byggt á árangri þeirra sem á undan okkur fóru. Ég hef undanfarnar vikur lagt mig fram um að efna heit mitt og hef heimsótt fjölda eldri borgara sem búa á hjúkrunarheimilum eða í þjónustuíbúðum. Ég hef átt mörg skemmtileg samtöl við fólk sem fylgist vel með og hefur einlægan áhuga á samfélagsmiðlum. Dökka hliðin er hins vegar sú að margir eru einmana og hafa fjárhagsáhyggjur. Forseti hefur ekki völd til að leysa fjárhagsvanda eldri borgara, en getur sannarlega hlustað, vakið máls á þessum vanda og hvatt til úrbóta. Við sem byggjum á því sem eldri kynslóðir lögðu af mörkum, eigum að forða þeim frá fjárhagsáhyggjum á efri árum. Einmanaleiki er böl sem ég tel að við öll þurfum að hjálpast að við að eyða. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar vorið 2023 telja um 85% þeirra sem eru 65 ára eða eldri sig vera við góða líkamlega heilsu. Engu að síður er um þriðjungur þessa aldurshóps mjög eða gífurlega einmana. Mest ber á því meðal kvenna sem búa einar. Margir tala um að heimsóknum fari fækkandi og ekki hafa allir þrek til að taka þátt í því fjölbreytta félagslífi sem þessum aldurshópi býðst. Sem forseti mun ég reyna að breyta þessu. Mér finnst okkur bera skylda til að byggja brýr á milli kynslóða. Við eigum að leita leiða til að nýta reynslu og visku þeirra sem eldri eru og tryggja að yngri kynslóðir læri um liðna tíma. Gleymum ekki mömmu og pabba, afa og ömmu, frænku og frænda eða gömlu konunni í næsta húsi, sem við vitum að er mikið ein. Heimsækjum þau. Hringjum í þau. Bjóðum þeim í bíltúr og spjöllum. Spyrjum þau um þeirra líf, um það sem þau muna og við vitum ekki um. Er það ekki dýrmætara en kvöld yfir Netflix? Ég er ekki ein um að naga mig í handarbakið fyrir að hafa ekki notað tækifærið til að læra um það sem gerðist fyrir minn dag. Það sem amma vissi, það sem pabbi mundi, það sem bræður hans upplifuð. Eigum stund með þeim eldri. Það er gjöf sem gefur. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Eldri borgarar Halla Tómasdóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmenn kynslóð eftirstríðsáranna nær nú hefðbundnum eftirlaunaaldri. Meðalaldur og lífslíkur aukast og því fylgja ýmsar breytingar sem huga verður að. Hvernig gerum við eftirlaunaárin innihaldsrík og gefandi? Pabbi varði síðustu árunum sem húsvörður í Sunnuhlíð í Kópavogi. Haustið 2008 ætlaði hann að hætta störfum, fara á eftirlaun og njóta rólegri daga eftir annasama ævi. Því miður fór það ekki svo, því hann greindist með krabbamein og kvaddi okkur rúmlega viku síðar. Í okkar síðasta samtali minnti pabbi mig á mikilvægi þess að sýna eldra fólki virðingu og meta að verðleikum reynslu þess og visku. Hann bað mig að gleyma því ekki að íslenskt samfélag er byggt á árangri þeirra sem á undan okkur fóru. Ég hef undanfarnar vikur lagt mig fram um að efna heit mitt og hef heimsótt fjölda eldri borgara sem búa á hjúkrunarheimilum eða í þjónustuíbúðum. Ég hef átt mörg skemmtileg samtöl við fólk sem fylgist vel með og hefur einlægan áhuga á samfélagsmiðlum. Dökka hliðin er hins vegar sú að margir eru einmana og hafa fjárhagsáhyggjur. Forseti hefur ekki völd til að leysa fjárhagsvanda eldri borgara, en getur sannarlega hlustað, vakið máls á þessum vanda og hvatt til úrbóta. Við sem byggjum á því sem eldri kynslóðir lögðu af mörkum, eigum að forða þeim frá fjárhagsáhyggjum á efri árum. Einmanaleiki er böl sem ég tel að við öll þurfum að hjálpast að við að eyða. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar vorið 2023 telja um 85% þeirra sem eru 65 ára eða eldri sig vera við góða líkamlega heilsu. Engu að síður er um þriðjungur þessa aldurshóps mjög eða gífurlega einmana. Mest ber á því meðal kvenna sem búa einar. Margir tala um að heimsóknum fari fækkandi og ekki hafa allir þrek til að taka þátt í því fjölbreytta félagslífi sem þessum aldurshópi býðst. Sem forseti mun ég reyna að breyta þessu. Mér finnst okkur bera skylda til að byggja brýr á milli kynslóða. Við eigum að leita leiða til að nýta reynslu og visku þeirra sem eldri eru og tryggja að yngri kynslóðir læri um liðna tíma. Gleymum ekki mömmu og pabba, afa og ömmu, frænku og frænda eða gömlu konunni í næsta húsi, sem við vitum að er mikið ein. Heimsækjum þau. Hringjum í þau. Bjóðum þeim í bíltúr og spjöllum. Spyrjum þau um þeirra líf, um það sem þau muna og við vitum ekki um. Er það ekki dýrmætara en kvöld yfir Netflix? Ég er ekki ein um að naga mig í handarbakið fyrir að hafa ekki notað tækifærið til að læra um það sem gerðist fyrir minn dag. Það sem amma vissi, það sem pabbi mundi, það sem bræður hans upplifuð. Eigum stund með þeim eldri. Það er gjöf sem gefur. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun