Kjósum sterkan leiðtoga Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir skrifar 23. maí 2024 23:00 Fyrir þó nokkrum árum síðan, árið sem ég varð stúdent var ég svo lánsöm að Halla Tómasdóttir var ein af útskriftarhópnum. Eins og gengur þurfti að skipuleggja dimmision, útskriftarferð og aðrar uppákomur og Halla varð fljótt sjálfskipaður leiðtogi hópsins. Þennan vetur voru ótrúlegustu hlutir framkvæmdir. Ekkert var ómögulegt, hvorki í fjáröflunum né viðburðum, sem leiddi okkur í virkilega eftirminnilega útskriftarferð til Flórída sem þurfti að breyta og endurskipuleggja nokkrum sinnum sökum mjög langs kennaraverkfalls um vorið. Bjartsýni Höllu, staðfestan í hindranir væru einungis til að leysa þær og hæfileikinn til að virkja allan hópinn og láta alla finnast þeir tilheyra var aðdáunarvert og mér, feimnu stelpunni að austan mikil hvatning og fyrirmynd. Eftir útskrift skildu leiðir því ég fór austur að vinna, en ég hef fylgst með Höllu í gegnum árin og virkilega dáðst að því sem hún hefur framkvæmt. Þegar við hittumst þá er eins og hún sé að hitta gamla bestu vinkonu, einlægnin geislar af henni og mér þykir alltaf jafn ljúft hvað hún sýnir innilegan áhuga og væntumþykju. Þessari hlýju er þjóðin nú að fá að kynnast í gegnum framboð Höllu. Mörgum virðist þykja það síðra að Halla komi úr viðskiptalífinu, en er einhvers staðar skrifað að forseti Íslands eigi að hafa bakgrunn hins opinbera starfsmanns? Þau fjögur sem voru efst í skoðanakönnunum framan af tengjast öll opinbera geiranum. Hefur það á einhvern hátt sjálfkrafa gert þau að hæfari forseta? Persónulega þykir mér það síðra að forseti hafi pólitískan bakgrunn eða hafi átt einhæfa starfsævi. Ferilskrá Höllu Tómasdóttur er mögnuð og hún er í senn frumkvöðull, fyrirlesari og forstjóri. Ferilinn spannar ábyrgðarstöður hjá bæði Mars og Pepsi Cola, aðkomu að stofnun og uppbyggingu Háskólans í Reykjavík og Opna Háskólans, verkefnið Auður í Krafti kvenna, sem valdefldi stóran hóp kvenna og hvatti til nýsköpunar, TED fyrirlestra, stofnun fjármálafyrirtækisins Auður Capital, sem kom öllum sínum skjólstæðingum tjónlaust í gegnum efnahagshrunið 2008 og jú, að vera fyrst kvenna til að gegna stöðu framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Það starf yfirgaf Halla eftir árs setu, því hún fann að það samræmdist ekki gildum hennar um ábyrg viðskipti og stjórnunarhætti. Það að hafa hugrekki til að horfast í augu við sterk öfl, hvort sem eru í viðskiptum eða opinberri stjórnsýslu og skora á þau að breytast, er eitthvað sem fæstum okkar er gefið. Þetta hefur Halla margsinnis gert og ekki síst undanfarin ár sem forstjóri B Team. Ég veit að hún brennur fyrir málefnum sem naga íslenskt samfélag. Líðan unga fólksins sem og þeirra eldri, neikvæðni sem einkennir samfélagsumræðu nútímans og grefur undan góðum verkum, jafnréttismálum og ekki síst orku- og auðlindamálum á þann hátt að íslenska þjóðin auðgist öll á því hversu gjöfult landið okkar er. Ég hvet ykkur eindregið til að kynnast Höllu. Síðustu daga hefur fylgi hennar rokið upp og hún mælist nú í öðru sæti í skoðanakönnunum, enda búin að vera mjög dugleg að kynnast landi og þjóð bæði með heimsóknum og á ýmsum miðlum. Hvarvetna heillast fólk, enda er Halla Tómasdóttir með einstaklega fallega framkomu, góða nærveru, mjög vel máli farin og óhrædd við að tala tæpitungulaust. Ég treysti engri betur en Höllu Tómasdóttur til að láta ekki standa við orðin tóm, heldur hafa hugrekki til að sýna staðfestu, framkvæma, leiða og nýta krafta forsetaembættisins til góðra verka. Höfundur er eigandi hugbúnaðarfyrirtækisins GET Ráðgjafar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Fyrir þó nokkrum árum síðan, árið sem ég varð stúdent var ég svo lánsöm að Halla Tómasdóttir var ein af útskriftarhópnum. Eins og gengur þurfti að skipuleggja dimmision, útskriftarferð og aðrar uppákomur og Halla varð fljótt sjálfskipaður leiðtogi hópsins. Þennan vetur voru ótrúlegustu hlutir framkvæmdir. Ekkert var ómögulegt, hvorki í fjáröflunum né viðburðum, sem leiddi okkur í virkilega eftirminnilega útskriftarferð til Flórída sem þurfti að breyta og endurskipuleggja nokkrum sinnum sökum mjög langs kennaraverkfalls um vorið. Bjartsýni Höllu, staðfestan í hindranir væru einungis til að leysa þær og hæfileikinn til að virkja allan hópinn og láta alla finnast þeir tilheyra var aðdáunarvert og mér, feimnu stelpunni að austan mikil hvatning og fyrirmynd. Eftir útskrift skildu leiðir því ég fór austur að vinna, en ég hef fylgst með Höllu í gegnum árin og virkilega dáðst að því sem hún hefur framkvæmt. Þegar við hittumst þá er eins og hún sé að hitta gamla bestu vinkonu, einlægnin geislar af henni og mér þykir alltaf jafn ljúft hvað hún sýnir innilegan áhuga og væntumþykju. Þessari hlýju er þjóðin nú að fá að kynnast í gegnum framboð Höllu. Mörgum virðist þykja það síðra að Halla komi úr viðskiptalífinu, en er einhvers staðar skrifað að forseti Íslands eigi að hafa bakgrunn hins opinbera starfsmanns? Þau fjögur sem voru efst í skoðanakönnunum framan af tengjast öll opinbera geiranum. Hefur það á einhvern hátt sjálfkrafa gert þau að hæfari forseta? Persónulega þykir mér það síðra að forseti hafi pólitískan bakgrunn eða hafi átt einhæfa starfsævi. Ferilskrá Höllu Tómasdóttur er mögnuð og hún er í senn frumkvöðull, fyrirlesari og forstjóri. Ferilinn spannar ábyrgðarstöður hjá bæði Mars og Pepsi Cola, aðkomu að stofnun og uppbyggingu Háskólans í Reykjavík og Opna Háskólans, verkefnið Auður í Krafti kvenna, sem valdefldi stóran hóp kvenna og hvatti til nýsköpunar, TED fyrirlestra, stofnun fjármálafyrirtækisins Auður Capital, sem kom öllum sínum skjólstæðingum tjónlaust í gegnum efnahagshrunið 2008 og jú, að vera fyrst kvenna til að gegna stöðu framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Það starf yfirgaf Halla eftir árs setu, því hún fann að það samræmdist ekki gildum hennar um ábyrg viðskipti og stjórnunarhætti. Það að hafa hugrekki til að horfast í augu við sterk öfl, hvort sem eru í viðskiptum eða opinberri stjórnsýslu og skora á þau að breytast, er eitthvað sem fæstum okkar er gefið. Þetta hefur Halla margsinnis gert og ekki síst undanfarin ár sem forstjóri B Team. Ég veit að hún brennur fyrir málefnum sem naga íslenskt samfélag. Líðan unga fólksins sem og þeirra eldri, neikvæðni sem einkennir samfélagsumræðu nútímans og grefur undan góðum verkum, jafnréttismálum og ekki síst orku- og auðlindamálum á þann hátt að íslenska þjóðin auðgist öll á því hversu gjöfult landið okkar er. Ég hvet ykkur eindregið til að kynnast Höllu. Síðustu daga hefur fylgi hennar rokið upp og hún mælist nú í öðru sæti í skoðanakönnunum, enda búin að vera mjög dugleg að kynnast landi og þjóð bæði með heimsóknum og á ýmsum miðlum. Hvarvetna heillast fólk, enda er Halla Tómasdóttir með einstaklega fallega framkomu, góða nærveru, mjög vel máli farin og óhrædd við að tala tæpitungulaust. Ég treysti engri betur en Höllu Tómasdóttur til að láta ekki standa við orðin tóm, heldur hafa hugrekki til að sýna staðfestu, framkvæma, leiða og nýta krafta forsetaembættisins til góðra verka. Höfundur er eigandi hugbúnaðarfyrirtækisins GET Ráðgjafar.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar