Minnislausir molbúar Melkorka Ólafsdóttir skrifar 23. maí 2024 08:00 Það hefur verið sérlega merkilegt að fylgjast með aðdraganda forsetakosninganna þetta vorið. Umræðan hefur farið víða og oft snúist um hluti sem litlu máli skipta. En eðlilega er spurt: Hvaða vald hefur forseti svo sem? Hvað er það sem skiptir raunverulega máli að forseti Íslands búi yfir? Fyrir mér er þetta kýrskýrt: Það sem skiptir mestu máli í stóra samhenginu næstu árin og áratugina eru auðlindamál. Við Íslendingar eigum til að vera óttalegir molbúar og gerum okkur ekki grein fyrir því hvað við höfum í höndunum. Það gerðist til dæmis þegar við áttum alls kyns merkileg handrit vítt og breitt um landið en notuðum þau til að bæta hluti, brenna eða skeina okkur með án þess að átta okkur á því að þar fóru einhver mestu menningarverðmæti á norðurhveli jarðar. Verðmæti sem við montum okkur sannarlega af í dag. Við erum stundum svo ótrúlega skammsýn og gráðug að við getum ekki annað en höggvið í demantinn þangað til hann er verðlaus. Það eru verulegar líkur á að slíkt gerist hérlendis á næstunni hvað auðlindamálin varðar. Hér hrópa menn hægri vinstri um orkuskort í stað þess að nýta og hugsa hlutina til enda. Ísland er vellauðugt í þessu tilliti og það skiptir verulegu máli að við hugsum um auðlindamálin með almannahagsmuni að leiðarljósi og tökum ákvarðanir af skynsemi og til langs tíma. Þetta er nákvæmlega það sem Halla Hrund Logadóttir hefur sýnt sem orkumálastjóri svo eftir því hefur verið tekið. Hún hefur sýnt þetta í VERKI, en ekki bara innihaldslausum orðum. Hún lætur ekki stjórnast af pólitík og fjármálaöflum heldur stendur fast með þeirri sannfæringu sinni að orku- og auðlindamál þurfi að nálgast á yfirvegaðan hátt. Halla Hrund hefur bent á að orkan er endurnýjanleg en ekki óendanleg. Hún hefur bent á að það þurfi að tryggja að orkan berist þangað sem hennar er mest þörf, líka til heimila og smærri aðila, en ekki bara til hæstbjóðanda. Hún hefur varað við því að auðlindir verði seldar til útlanda. Þetta hefur gert hana óvinsæla meðal þeirra sem vilja græða sem mest og sem hraðast en eflt virðingu þeirra sem er annt um landið og gæðin sem við eigum öll. Lagareldisfrumvarpið, sem nú liggur hjá þinginu, er lýsandi dæmi um þetta. Slíkum dæmum á bara eftir að fjölga á næstunni því undirbúningsvinna fyrir sambærilega auðlindanýtingu hefur víða verið í gangi. Á sama tíma er pressan að utan sífellt að aukast og ekki í fyrsta skipti sem erlendir aðilar sjá betur en við sjálf hvað við erum rík. Ég treysti Höllu Hrund, og engum öðrum frambjóðanda, til þess að standa í lappirnar sem forseti í þessum málum. Mig grunar sterklega að það geti komið til þess. Forseti hefur ýmis áhrif og einhver völd en þetta er það sem virkilega skiptir máli. Þess vegna hvet ég þig til að kjósa Höllu Hrund Logadóttur. Höfundur er dagskrárgerðarkona og náttúruunnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það hefur verið sérlega merkilegt að fylgjast með aðdraganda forsetakosninganna þetta vorið. Umræðan hefur farið víða og oft snúist um hluti sem litlu máli skipta. En eðlilega er spurt: Hvaða vald hefur forseti svo sem? Hvað er það sem skiptir raunverulega máli að forseti Íslands búi yfir? Fyrir mér er þetta kýrskýrt: Það sem skiptir mestu máli í stóra samhenginu næstu árin og áratugina eru auðlindamál. Við Íslendingar eigum til að vera óttalegir molbúar og gerum okkur ekki grein fyrir því hvað við höfum í höndunum. Það gerðist til dæmis þegar við áttum alls kyns merkileg handrit vítt og breitt um landið en notuðum þau til að bæta hluti, brenna eða skeina okkur með án þess að átta okkur á því að þar fóru einhver mestu menningarverðmæti á norðurhveli jarðar. Verðmæti sem við montum okkur sannarlega af í dag. Við erum stundum svo ótrúlega skammsýn og gráðug að við getum ekki annað en höggvið í demantinn þangað til hann er verðlaus. Það eru verulegar líkur á að slíkt gerist hérlendis á næstunni hvað auðlindamálin varðar. Hér hrópa menn hægri vinstri um orkuskort í stað þess að nýta og hugsa hlutina til enda. Ísland er vellauðugt í þessu tilliti og það skiptir verulegu máli að við hugsum um auðlindamálin með almannahagsmuni að leiðarljósi og tökum ákvarðanir af skynsemi og til langs tíma. Þetta er nákvæmlega það sem Halla Hrund Logadóttir hefur sýnt sem orkumálastjóri svo eftir því hefur verið tekið. Hún hefur sýnt þetta í VERKI, en ekki bara innihaldslausum orðum. Hún lætur ekki stjórnast af pólitík og fjármálaöflum heldur stendur fast með þeirri sannfæringu sinni að orku- og auðlindamál þurfi að nálgast á yfirvegaðan hátt. Halla Hrund hefur bent á að orkan er endurnýjanleg en ekki óendanleg. Hún hefur bent á að það þurfi að tryggja að orkan berist þangað sem hennar er mest þörf, líka til heimila og smærri aðila, en ekki bara til hæstbjóðanda. Hún hefur varað við því að auðlindir verði seldar til útlanda. Þetta hefur gert hana óvinsæla meðal þeirra sem vilja græða sem mest og sem hraðast en eflt virðingu þeirra sem er annt um landið og gæðin sem við eigum öll. Lagareldisfrumvarpið, sem nú liggur hjá þinginu, er lýsandi dæmi um þetta. Slíkum dæmum á bara eftir að fjölga á næstunni því undirbúningsvinna fyrir sambærilega auðlindanýtingu hefur víða verið í gangi. Á sama tíma er pressan að utan sífellt að aukast og ekki í fyrsta skipti sem erlendir aðilar sjá betur en við sjálf hvað við erum rík. Ég treysti Höllu Hrund, og engum öðrum frambjóðanda, til þess að standa í lappirnar sem forseti í þessum málum. Mig grunar sterklega að það geti komið til þess. Forseti hefur ýmis áhrif og einhver völd en þetta er það sem virkilega skiptir máli. Þess vegna hvet ég þig til að kjósa Höllu Hrund Logadóttur. Höfundur er dagskrárgerðarkona og náttúruunnandi.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar