Sýnileiki og styrkur þjóðar Ásdís Þórhallsdóttir skrifar 24. maí 2024 10:01 Erindi Baldurs Þórhallssonar í embætti forseta Íslands Í sextíu og tveimur löndum heims gilda refsilög við því að vera hinsegin. Í tíu af þeim löndum getur legið við því dauðarefsing að vera hommi. Dauðarefsing. Á námsárum mínum lærði ég rússnesku og bjó í Minsk, Leníngrad og Moskvu. Þá var vor í lofti hjá hinsegin samfélaginu og árið 1993 var hinseginleiki felldur úr hegningarlögum í Rússlandi. En núverandi einræðisherra landsins þolir ekki að ekki sé lifað í skáp. Það eitt að vera með regnbogaeyrnalokk eða -fána á bakvið sig í Zoomviðtali getur kostað sektir og fangavist. Misþyrmingar og barsmíðar á götum úti eru taldar sjálfsagðar til að „berja úr þessu liði ónáttúruna“ og lögregla er skrímslanna verst í ofbeldinu. Enginn sem ekki passar inn í „venjuleikann“ er öruggur. Nýverið var samkynhneigð og hvers konar sýnileiki hinseginleika í Belarús færður undir stranga löggjöf um klám, barnaníð og öfgahópa. Forseti þess góða og fallega lands kallaði opinberlega alla homma úrkynjaða perverta. Við hér á Íslandi stærum okkur af því að eiga gott og heilbrigt samfélag þar sem þú mátt vera eins og þú ert og ég má vera eins og ég er. Við erum opin og upplýst og komin vel á veg í mannbætandi og mannfrelsandi réttindum fyrir alla. Þann 1. júní ætlum við að kjósa okkur nýjan forseta. Fulltrúa okkar og framvörð, þann sem með nærveru sinni, framgöngu og eftirfylgni er talsmaður okkar og merkisberi þess sem við erum stolt af; hreinni og vel varðveittri náttúrufegurð; virðingu fyrir umhverfi og skynsamlegri nýtingu auðlinda. Forsetinn er sálusorgari á erfiðum tímum og besti vinur barna og alþýðumanna sem elda súpur fyrir fátæka, hlaupa hringi í kringum landið, keppa á stórmótum og ná tímamótum, syngja á heimsmælikvarða og í réttunum á haustin. Forsetinn er sameinaður styrkur okkar litla, en líka stórasta lands í heimi. Erindi Baldurs í embætti forseta Íslands er stórt. Með stuðningi við framboð hans og Felix látum við rödd Íslands heyrast og gerum stolt okkar sýnilegt. Við erum víðsýn og ábyrg þjóð og stöndum með mannréttindum og förum ekki með það í felur. Atkvæðið okkar skiptir máli og með því greiðum við atkvæði gegn hatri og þröngsýni. Með atkvæði sýnum við stuðning við mannréttindabaráttu milljóna um heim allan. Ísland getur verið fyrirmynd á alþjóðavísu og ómetanlegur klettur í huga þeirra sem á erfiðum og hættulegum tímum eygja litla von um eðlilegt og friðsælt líf. Vigdís Finnbogadóttir var fyrst allra kvenna til að vera lýðræðislega þjóðkjörinn forseti í heiminum. Íslenskur ráðherra hafði eitt sinn þann óðakjark að hringja í skriðdrekaumsetið ráðhús á ögurstundu og lýsa yfir stuðningi lítillar þjóðar í frelsisbaráttu, því gleymir litháíska þjóðin aldrei. Réttindabarátta hinsegin samfélagsins í Færeyjum tók kipp eftir að Jóhanna og Jónína settust til borðs saman, í boði færeysku landsstjórnarinnar. Litlu skrefin geta markað djúp spor í sögu þjóða og líka einstaklinga. Við erum þátttakendur í sögunni og getum í þessum kosningum sett okkar lóð á vogarskálarnar fyrir bættum og betri heimi. Við erum ekki hrædd við skrímsli og skemmdarvarga! Við erum stolt þjóð og sýnileg. Kjósum Baldur Þórhallsson til embættis forseta Íslands. Höfundur er stolt stuðningskona Baldurs Þórhallssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Erindi Baldurs Þórhallssonar í embætti forseta Íslands Í sextíu og tveimur löndum heims gilda refsilög við því að vera hinsegin. Í tíu af þeim löndum getur legið við því dauðarefsing að vera hommi. Dauðarefsing. Á námsárum mínum lærði ég rússnesku og bjó í Minsk, Leníngrad og Moskvu. Þá var vor í lofti hjá hinsegin samfélaginu og árið 1993 var hinseginleiki felldur úr hegningarlögum í Rússlandi. En núverandi einræðisherra landsins þolir ekki að ekki sé lifað í skáp. Það eitt að vera með regnbogaeyrnalokk eða -fána á bakvið sig í Zoomviðtali getur kostað sektir og fangavist. Misþyrmingar og barsmíðar á götum úti eru taldar sjálfsagðar til að „berja úr þessu liði ónáttúruna“ og lögregla er skrímslanna verst í ofbeldinu. Enginn sem ekki passar inn í „venjuleikann“ er öruggur. Nýverið var samkynhneigð og hvers konar sýnileiki hinseginleika í Belarús færður undir stranga löggjöf um klám, barnaníð og öfgahópa. Forseti þess góða og fallega lands kallaði opinberlega alla homma úrkynjaða perverta. Við hér á Íslandi stærum okkur af því að eiga gott og heilbrigt samfélag þar sem þú mátt vera eins og þú ert og ég má vera eins og ég er. Við erum opin og upplýst og komin vel á veg í mannbætandi og mannfrelsandi réttindum fyrir alla. Þann 1. júní ætlum við að kjósa okkur nýjan forseta. Fulltrúa okkar og framvörð, þann sem með nærveru sinni, framgöngu og eftirfylgni er talsmaður okkar og merkisberi þess sem við erum stolt af; hreinni og vel varðveittri náttúrufegurð; virðingu fyrir umhverfi og skynsamlegri nýtingu auðlinda. Forsetinn er sálusorgari á erfiðum tímum og besti vinur barna og alþýðumanna sem elda súpur fyrir fátæka, hlaupa hringi í kringum landið, keppa á stórmótum og ná tímamótum, syngja á heimsmælikvarða og í réttunum á haustin. Forsetinn er sameinaður styrkur okkar litla, en líka stórasta lands í heimi. Erindi Baldurs í embætti forseta Íslands er stórt. Með stuðningi við framboð hans og Felix látum við rödd Íslands heyrast og gerum stolt okkar sýnilegt. Við erum víðsýn og ábyrg þjóð og stöndum með mannréttindum og förum ekki með það í felur. Atkvæðið okkar skiptir máli og með því greiðum við atkvæði gegn hatri og þröngsýni. Með atkvæði sýnum við stuðning við mannréttindabaráttu milljóna um heim allan. Ísland getur verið fyrirmynd á alþjóðavísu og ómetanlegur klettur í huga þeirra sem á erfiðum og hættulegum tímum eygja litla von um eðlilegt og friðsælt líf. Vigdís Finnbogadóttir var fyrst allra kvenna til að vera lýðræðislega þjóðkjörinn forseti í heiminum. Íslenskur ráðherra hafði eitt sinn þann óðakjark að hringja í skriðdrekaumsetið ráðhús á ögurstundu og lýsa yfir stuðningi lítillar þjóðar í frelsisbaráttu, því gleymir litháíska þjóðin aldrei. Réttindabarátta hinsegin samfélagsins í Færeyjum tók kipp eftir að Jóhanna og Jónína settust til borðs saman, í boði færeysku landsstjórnarinnar. Litlu skrefin geta markað djúp spor í sögu þjóða og líka einstaklinga. Við erum þátttakendur í sögunni og getum í þessum kosningum sett okkar lóð á vogarskálarnar fyrir bættum og betri heimi. Við erum ekki hrædd við skrímsli og skemmdarvarga! Við erum stolt þjóð og sýnileg. Kjósum Baldur Þórhallsson til embættis forseta Íslands. Höfundur er stolt stuðningskona Baldurs Þórhallssonar.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar