Ástæða fyrir því að spenna beltin í flugi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. maí 2024 19:54 Vísir/Vilhelm Vanir flugfarþegar þekkja það að upplifa mikla ókyrrð um borð. Það getur valdið örum hæðabreytingum í flugi og veldur mörgum einnig miklum óþægindum. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir ástæðu fyrir því að mælst sé til þess að farþegar sitji með sætisólar spenntar á meðan flugi stendur. Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í harkalegri ókyrrð á leið sinni frá Lundúnum til Singapúr með þeim afleiðingum að breskur farþegi á áttræðisaldri lést og þrjátíu slösuðust. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvað gerðist en samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins var það líklega hjartaáfall sem dró manninn til bana. Mikilvægt að hlýða öryggistilmælum Lítið er vitað með vissu um aðstæður þegar ókyrrðina bar að en Jón Þór segir að atvik sem þessi sýni fram á mikilvægi þess að farþegar hlýði öryggistilmælum áhafnar. „Hjá öllum flugfélögum sem ég þekki til þá er tekið fram í ræðum flugstjóra að menn mælist til þess að fólk sé með sætisólar spenntar þegar setið er. Hins vegar eru sætisólaljósin slökkt til þess að fólk geti brugðið sér á salernið. Reglan er sú og þetta er yfirleitt tekið fram í ávarpi flugfreyju líka að fólk sitji með sætisólar fast spenntar. Það er akkúrat af þessari ástæðu,“ segir Jón Þór. Hann segist þó lítið ekkert vita um aðstæður flugs Singapore Airlines en að ákveðin veðurskilyrði geti valdið harkalegri ókyrrð. „Flugmenn fara ítarlega yfir veðurspár á flugleiðum í undirbúningi flugs og fylgjast síðan með hvort það séu einhverjar breytingar í veðri og reyna þá að fara fram hjá slíku. En það getur alveg komið til að það sé svokölluð heiðkvika sem er ekki í spá,“ segir Jón Þór. Engar áhyggjur af vélunum Þar sem loftið í háloftunum er þurrt og lítið um ský er loftið að jafnaði tært og ókyrrðin ósýnileg þótt hún sé áþreifanleg, að því er segir á Vísindavefnum. Jón Þór segir að mikil ókyrrð ógni þó ekki sterkbyggðum flugvélunum. „Hættan er í því að einhver geti slasast um borð í ókyrrð. En þessar vélar eru ótrúlega sterkbyggðar þannig maður hefur ekki áhyggjur af því að vélin skemmist en fólk getur slasast. Maður hefur áhyggjur af því,“ segir hann. Eru flugmenn þjálfaðir í að bregðast við slíkum aðstæðum? „Já, það eru verkferlar í kringum það sem allir flugmenn kunna,“ segir Jón Þór. „Það er almenn og viðtekin regla í farþegaflugi að sætisólar séu hafðar spenntar og að setið sé í sætum á meðan flugi stendur. Það er meira að segja farið fram á það að fólk sitji með sætisólar fast spenntar þar til fólk er komið upp að flugstöðvarbyggingu og búið er að slökkva á sætisbeltaljósinu aftur. Það er bara til að koma í veg fyrir slys eða eitthvað óðagot ef að eitthvað kemur upp á,“ segir Jón Þór loks. Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Singapúr Bretland Tengdar fréttir Íslendingur á meðal farþega í flugvélinni Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum með þeim afleiðingum að einn lést og þrjátíu slösuðust. Þetta kemur fram í frétt BBC sem hefur birt lista með þjóðernum farþega vélarinnar. 21. maí 2024 16:03 Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í harkalegri ókyrrð á leið sinni frá Lundúnum til Singapúr með þeim afleiðingum að breskur farþegi á áttræðisaldri lést og þrjátíu slösuðust. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvað gerðist en samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins var það líklega hjartaáfall sem dró manninn til bana. Mikilvægt að hlýða öryggistilmælum Lítið er vitað með vissu um aðstæður þegar ókyrrðina bar að en Jón Þór segir að atvik sem þessi sýni fram á mikilvægi þess að farþegar hlýði öryggistilmælum áhafnar. „Hjá öllum flugfélögum sem ég þekki til þá er tekið fram í ræðum flugstjóra að menn mælist til þess að fólk sé með sætisólar spenntar þegar setið er. Hins vegar eru sætisólaljósin slökkt til þess að fólk geti brugðið sér á salernið. Reglan er sú og þetta er yfirleitt tekið fram í ávarpi flugfreyju líka að fólk sitji með sætisólar fast spenntar. Það er akkúrat af þessari ástæðu,“ segir Jón Þór. Hann segist þó lítið ekkert vita um aðstæður flugs Singapore Airlines en að ákveðin veðurskilyrði geti valdið harkalegri ókyrrð. „Flugmenn fara ítarlega yfir veðurspár á flugleiðum í undirbúningi flugs og fylgjast síðan með hvort það séu einhverjar breytingar í veðri og reyna þá að fara fram hjá slíku. En það getur alveg komið til að það sé svokölluð heiðkvika sem er ekki í spá,“ segir Jón Þór. Engar áhyggjur af vélunum Þar sem loftið í háloftunum er þurrt og lítið um ský er loftið að jafnaði tært og ókyrrðin ósýnileg þótt hún sé áþreifanleg, að því er segir á Vísindavefnum. Jón Þór segir að mikil ókyrrð ógni þó ekki sterkbyggðum flugvélunum. „Hættan er í því að einhver geti slasast um borð í ókyrrð. En þessar vélar eru ótrúlega sterkbyggðar þannig maður hefur ekki áhyggjur af því að vélin skemmist en fólk getur slasast. Maður hefur áhyggjur af því,“ segir hann. Eru flugmenn þjálfaðir í að bregðast við slíkum aðstæðum? „Já, það eru verkferlar í kringum það sem allir flugmenn kunna,“ segir Jón Þór. „Það er almenn og viðtekin regla í farþegaflugi að sætisólar séu hafðar spenntar og að setið sé í sætum á meðan flugi stendur. Það er meira að segja farið fram á það að fólk sitji með sætisólar fast spenntar þar til fólk er komið upp að flugstöðvarbyggingu og búið er að slökkva á sætisbeltaljósinu aftur. Það er bara til að koma í veg fyrir slys eða eitthvað óðagot ef að eitthvað kemur upp á,“ segir Jón Þór loks.
Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Singapúr Bretland Tengdar fréttir Íslendingur á meðal farþega í flugvélinni Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum með þeim afleiðingum að einn lést og þrjátíu slösuðust. Þetta kemur fram í frétt BBC sem hefur birt lista með þjóðernum farþega vélarinnar. 21. maí 2024 16:03 Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Íslendingur á meðal farþega í flugvélinni Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum með þeim afleiðingum að einn lést og þrjátíu slösuðust. Þetta kemur fram í frétt BBC sem hefur birt lista með þjóðernum farþega vélarinnar. 21. maí 2024 16:03
Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11