Biden segir Ísraela saklausa af ásökunum um þjóðarmorð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. maí 2024 07:46 Stjórnvöld vestanhafs ítrekuðu stuðning sinn við Ísrael í gær. AP/Jacquelyn Martin Joe Biden Bandaríkjaforseti var ómyrkur í máli í gær þegar hann tjáði sig um ákvörðun Alþjóðaglæpadómstólsins (ICC) um að gefa út handtökuskipanir á hendur leiðtogum Ísrael vegna átakanna á Gasa. Aðalsaksóknari ICC, Karim Khan, greindi frá því í gær að hann hefði ákveðið að óska eftir því að handtökuskipanir yrðu gefnar út á hendur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og varnarmálaráðherranum Yoav Gallant. Þá hefur hann einnig óskað eftir að gefnar verði út handtökuskipanir á hendur leiðtogum Hamas; Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas á Gasa, Muhammad Deif, yfirmanni hermála, og Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas sem dvelur í Katar. Mennirnir eru allir sakaðir um stríðsglæpi og þrátt fyrir að Khan talaði ekki um þjóðarmorð í beiðnum sínum um handtöku Netanyahu og Gallant voru Bandaríkjamenn fljótir að ítreka þá afstöðu sína að Ísraelsmenn væru saklausir af slíkum ásökunum. President Biden: "Let me be clear. We reject the ICC's application of arrest warrants against Israeli leaders. Whatever these warrants may imply, there is no equivalence between Israel and Hamas. And it’s clear Israel wants to do all it can to ensure civilian protection, but let… pic.twitter.com/r2hDgrpMnE— Aviva Klompas (@AvivaKlompas) May 20, 2024 „Hermenn [Ísrael] vakna ekki á morgnana og fara af stað með skipanir um að myrða saklausa borgara í Gasa,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. Stjórnvöld vestanhafs hafa verið nokkuð afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni að Ísraelsmenn þurfi að gera meira til að standa vörð um almenna borgar á Gasa og koma þeim til aðstoðar. Biden ítrekaði hins vegar að það stríð sem nú geisaði á svæðinu væri tilkomið vegna aðgerða Hamas. „Leyfið mér að vera alveg skýr; við höfnum umleitan ICC eftir handtökuskipunum gegn leiðtogum Ísrael,“ sagði Biden í gær. „Hvað svo sem þessar handtökuskipanir kunna að gefa til kynna þá er ekki hægt að leggja Ísrael og Hamas að jöfnu.“ Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Joe Biden Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Aðalsaksóknari ICC, Karim Khan, greindi frá því í gær að hann hefði ákveðið að óska eftir því að handtökuskipanir yrðu gefnar út á hendur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og varnarmálaráðherranum Yoav Gallant. Þá hefur hann einnig óskað eftir að gefnar verði út handtökuskipanir á hendur leiðtogum Hamas; Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas á Gasa, Muhammad Deif, yfirmanni hermála, og Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas sem dvelur í Katar. Mennirnir eru allir sakaðir um stríðsglæpi og þrátt fyrir að Khan talaði ekki um þjóðarmorð í beiðnum sínum um handtöku Netanyahu og Gallant voru Bandaríkjamenn fljótir að ítreka þá afstöðu sína að Ísraelsmenn væru saklausir af slíkum ásökunum. President Biden: "Let me be clear. We reject the ICC's application of arrest warrants against Israeli leaders. Whatever these warrants may imply, there is no equivalence between Israel and Hamas. And it’s clear Israel wants to do all it can to ensure civilian protection, but let… pic.twitter.com/r2hDgrpMnE— Aviva Klompas (@AvivaKlompas) May 20, 2024 „Hermenn [Ísrael] vakna ekki á morgnana og fara af stað með skipanir um að myrða saklausa borgara í Gasa,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. Stjórnvöld vestanhafs hafa verið nokkuð afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni að Ísraelsmenn þurfi að gera meira til að standa vörð um almenna borgar á Gasa og koma þeim til aðstoðar. Biden ítrekaði hins vegar að það stríð sem nú geisaði á svæðinu væri tilkomið vegna aðgerða Hamas. „Leyfið mér að vera alveg skýr; við höfnum umleitan ICC eftir handtökuskipunum gegn leiðtogum Ísrael,“ sagði Biden í gær. „Hvað svo sem þessar handtökuskipanir kunna að gefa til kynna þá er ekki hægt að leggja Ísrael og Hamas að jöfnu.“
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Joe Biden Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira