Katrín á Bessastaði Björn Snæbjörnsson skrifar 21. maí 2024 09:03 Þegar Guðni forseti Íslands lýsti því yfir að hann sæktist ekki eftir endurkjöri fór fólk að svipast um eftir góðum forseta. Margir festu augun á Katrínu Jakobsdóttur til verksins. Ekki kom þar síst til yfirgripsmikil þekking hennar á stjórnkerfinu eftir sjö ár sem forsætisráðherra, dugnaður hennar og hæfileikar til þess að laða fólk til samstarfs. Það er engin nýlunda að fyrrverandi stjórnmálamenn sitji á Bessastöðum í embætti forseta Íslands, enda er embættið svo tengt stjórnmálalífinu í landinu að ekki verður skilið á milli. Það er því undarlegt að það sé talið neikvætt að hafa verið í stjórnmálum og ákvarðanir sem voru teknar, eða látnar bíða í samsteypustjórn þriggja flokka frá vinstri til hægri. Það er nokkuð afrek hjá Katrínu að hafa komist í gegn um þetta samstarf, stjórnað því í sjö ár með friðsömum hætti. Það sýnir ljóslega lagni hennar í mannlegum samskiptum. Í þeim geira samfélagsins sem ég þekki best hafa náðst víðtækir kjarasamningar á síðustu árum án teljandi átaka. Þáttur ríkisvaldsins var verulegur í þeim samningum og á engan er hallað þó sagt sé að Katrín hafi verið tengiliður í samskiptum ríkiisvaldsins og stórs hluta verklýðshreyfingarinnar. Á löngum ferli í kjarasamningagerð sem formaður Starfsgreinasambandsins var Katrín sú eina í stól forsætisráðherra sem var hringjandi til að vita hvernig gengi hvað þyrfti að gera til að leysa málin og þannig var hún vel inn í öllum málum. Þetta m.a. sýndir hæfileika hennar til þess að laða fólk til samstarfs. Forseti Íslands þarf að vera þaulkunnugur stjórnkerfinu, þar á meðal verklýðshreyfingunni. Hann þarf að kunna skil á menningaramálum, menntun og erlendum samskiptum svo eitthvað sé nefnt, og hafa skilning á mikilvægi öflugs atvinnulífs. Staða forsætisráðherra í sjö ár að hluta til á erfiðum tímum, hefur byggt upp reynslu hjá Katrínu sem mundi kom henni afar vel í embætti forseta Íslands. Gangi henni allt í haginn. Katrín er minn forseti Höfundur er ellilífeyrisþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Þegar Guðni forseti Íslands lýsti því yfir að hann sæktist ekki eftir endurkjöri fór fólk að svipast um eftir góðum forseta. Margir festu augun á Katrínu Jakobsdóttur til verksins. Ekki kom þar síst til yfirgripsmikil þekking hennar á stjórnkerfinu eftir sjö ár sem forsætisráðherra, dugnaður hennar og hæfileikar til þess að laða fólk til samstarfs. Það er engin nýlunda að fyrrverandi stjórnmálamenn sitji á Bessastöðum í embætti forseta Íslands, enda er embættið svo tengt stjórnmálalífinu í landinu að ekki verður skilið á milli. Það er því undarlegt að það sé talið neikvætt að hafa verið í stjórnmálum og ákvarðanir sem voru teknar, eða látnar bíða í samsteypustjórn þriggja flokka frá vinstri til hægri. Það er nokkuð afrek hjá Katrínu að hafa komist í gegn um þetta samstarf, stjórnað því í sjö ár með friðsömum hætti. Það sýnir ljóslega lagni hennar í mannlegum samskiptum. Í þeim geira samfélagsins sem ég þekki best hafa náðst víðtækir kjarasamningar á síðustu árum án teljandi átaka. Þáttur ríkisvaldsins var verulegur í þeim samningum og á engan er hallað þó sagt sé að Katrín hafi verið tengiliður í samskiptum ríkiisvaldsins og stórs hluta verklýðshreyfingarinnar. Á löngum ferli í kjarasamningagerð sem formaður Starfsgreinasambandsins var Katrín sú eina í stól forsætisráðherra sem var hringjandi til að vita hvernig gengi hvað þyrfti að gera til að leysa málin og þannig var hún vel inn í öllum málum. Þetta m.a. sýndir hæfileika hennar til þess að laða fólk til samstarfs. Forseti Íslands þarf að vera þaulkunnugur stjórnkerfinu, þar á meðal verklýðshreyfingunni. Hann þarf að kunna skil á menningaramálum, menntun og erlendum samskiptum svo eitthvað sé nefnt, og hafa skilning á mikilvægi öflugs atvinnulífs. Staða forsætisráðherra í sjö ár að hluta til á erfiðum tímum, hefur byggt upp reynslu hjá Katrínu sem mundi kom henni afar vel í embætti forseta Íslands. Gangi henni allt í haginn. Katrín er minn forseti Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar