Að velja sér forseta Sigrún Helgadóttir skrifar 21. maí 2024 08:01 Þjóðin er að velja forseta. Það er ólíkt því að velja stjórnmálamenn. Forseti svarar sjaldnast flóknum spurningum með já-i eða nei-i, ýtir hvorki á rauðan takka né grænan á Alþingi eða réttir í flýti upp hönd á fundum. Það er því afleit kynning á forsetaframbjóðendum þegar þeim er stillt upp í kappræðum og fólki ætlað að meta hæfni þeirra við slíkar aðstæður. En því miður virðist sumt fréttafólk ekki kunna aðra aðferð og hún hentar auðvitað best þeim forsetafambjóðendum sem vanir eru slíkum vinnubrögðum, að vinna gegn hver öðrum í andstæðum fylkingum. Forseta er ætlað að standa til hliðar við átakapólitík, hlusta, setja sig inn í mál, ræða þau og íhuga, leggja gott til mála, leita lausna og málamiðlunar og sætta sjónarmið ef mögulegt er. Forseti þarf að þekkja Ísland og fólkið sem þar býr og starfar. Hann þarf líka að þekkja aðrar þjóðir í öðrum löndum. Ekki aðeins að hafa lært erlend tungumál í skóla og spjallað við samherja á fundum og ráðstefnum heldur hafa búið með öðrum þjóðum, í annarri menningu og hafa þurft að fóta sig í framandi landi við nám eða störf. Kannski er mikilvægasta hlutverk forseta að vera einhvers konar sameiningartákn þjóðarinnar, geta fagnað, syrgt og stutt eftir því sem við á, í sigrum, gleði, sorg eða hamförum. Hann þarf að hafa áhuga á fólki og geta sýnt því athygli án þess að vera yfirborðskenndur eða hrokafullur, vera viðfelldinn og traustur og hafa þá persónutöfra að fólk skynji að hann sé trausts verður. Í forsetakosningum reynum við að velja þann sem við treystum og sem stendur fyrir þeim gildum sem okkur eru mikils virði. Þar ræður persónulegt mat sem aftur byggist á áhuga og reynslu hvers og eins. Í sumar er hálf öld síðan ég var ráðin einn af fyrstu landvörðum landsins. Ég fékk brennandi áhuga á náttúruverndar- og umhverfismálum og áttaði mig á hve þau mál væru afskipt og trössuð í stjórnkerfinu. Í áratugi tók ég þátt í að berjast fyrir stofnun umhverfisráðuneytis bæði með náttúruverndarsamtökum og þingflokki Kvennalistans. Við vildum ráðuneyti sem stæði vörð um íslenska náttúru, sérstöðu hennar og fegurð, lífríki og breytileika, væri mótvægi við þau öfl sem sjá umhverfi sitt með „gagnaugunum“ einum sem gjarnan eru nærsýn og blindast fljótt af græðgi og eiginhagsmunum. Svo loksins var ráðuneyti stofnað, ekki alltaf burðugt, en þarna var það samt með hlutverk sitt og ábyrgð og stundum ágæta ráðherra. Við myndun ríkisstjórnar árið 2021 var umhverfisráðuneytið í raun lagt niður, aðstæður færðar aftur um áratugi. Hvílík vonbrigði og reiði. En mikil varð undrum mín og gleði þegar kom stuðningur við íslenska náttúru úr óvæntri átt, frá Orkumálastjóra. Öðruvísi mér áður brá. Halla Hrund Logadóttir talaði af skynsemi um orkuskipti, benti á það sem fæstir vilja viðurkenna að orkan okkar er endurnýjanleg en ekki óendanleg og hvatti til lagasetningar til að orkan væri ekki bara seld til hæstbjóðenda heldur rataði örugglega líka þangað sem hennar væri mest þörf, til heimila og lítilla fyrirtækja um allt land. Og hún varaði við að auðlindir þjóðarinnar, jafnvel landið sjálft, væri selt til útlanda og benti á baráttu fyrri kynslóða sem lögðu áherslu á að orka landsins og fiskurinn í sjónum væru í innlendri eigu. Ég hvet fólk til að lesa skrif Höllu Hrundar um þessi mál og önnur, til dæmis skoðanagreinar hennar á visir.is Þegar dró að forsetakosningum vöktu auglýsingar skaftfellskra gangnamanna í útvarpinu athygli mína. Þeir hvöttu Höllu Hrund til að bjóða sig fram til forsetakjörs. Ljóst var að mikið hlyti að vera spunnið í konu sem fengi slíka hvatningu frá skaftfellskum búandkörlum. Enda kom í ljós að þarna var kona sem gekk í öll verk sveitarinnar, að smala skaftfellskar heiðar hvernig sem viðraði, keppast í heyskap til að bjarga heyi í skjól og ganga fumlaus til verks við sauðburð, hjálpa ám við burð, snýta lömbum og hreinsa framan úr þeim og leggja við snoppu móður sinnar. Engin tepruleg borgarstúlka þar. Vá, ætli Skaftfellingarnir hafi rétt fyrir sér að þarna væri forsetaefni? Alla vega væri þarna kona sem þekkti líf bæði í borg og sveit og gæti jafnvel brúað þá gjá sem svo oft virðist koma upp á milli sveitar og þéttbýlis hjá okkar fámennu þjóð. Ég kynnti mér Höllu Hrund frekar. Þurfti ekki að fara langt, hún reyndist skólasystir dóttur minnar. Afburða námsmaður sem fljótt sýndi mikla félagsfærni. „Sá einn veit, er víða ratar ...“, segir í Hávamálum og eftir að hafa lokið háskólanámi í stjórnmálafræði við HÍ hélt hún utan til starfa og náms bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Og hún var ekki aðeins þiggjandi, heldur sú sem fékk hugmyndir, kom af stað verkefnum og stýrði þeim. Í Belgíu hélt hún utan um stóra ráðstefnu um íslenska menningu og í háskólum í Bandaríkjunum átti hún hugmyndir að verkefnum og námskeiðum sem enn er unnið að undir hennar leiðsögn. Ég sá að þarna færi kona með bein í nefinu. Þegar ég svo loks hitti Höllu Hrund varð ég ekki fyrir vonbrigðum, sá fljótt að hún hefur það til að bera sem ég tel mest um vert hjá forseta Íslands. Hún er glaðleg og hlý, spjallar af einlægni við alla, talar um samvinnu og að sameina fólk, að magna tækifæri Íslendinga um allt land og alþjóðlega. Ég efast ekki um að hún verður, að svo miklu leyti sem hægt er, forseti allrar þjóðarinnar, enda ekki að burðast með óvinsælar ákvarðanir í fyrri störfum. Það er stundum sagt um Skaftfellinga að í stað þess að segja já eða nei þá segi þeir í hógværð sinni „ætli ekki það“, „það er nefnilega það“ eða „já náttúrlega“. Þeir hafa öldum saman búið við aðstæður ólíkar öllum öðrum, upplifað afdrifaríkustu eldgosin og með útsjónarsemi og þrautseigju fundið leiðir yfir víðfeðma sanda og úfin hraun, stærstu jökla landsins og mestu jökulárnar. Kannski er það tign landsins og undrafegurð sem hefur gefið þeim ró sína og yfirvegun og mikla menntun bæði til munns og handa. Það sýnir líka framsýni þeirra og samkennd með komandi kynslóðum að í Skaftafelli var stofnaður fyrsti náttúruverndarþjóðgarður landsins. Ég vona að þjóðin beri gæfu til að kjósa Höllu Hrund Logadóttur sem næsta forseta Íslands. Höfundur er kennari, líffræðingur og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Þjóðin er að velja forseta. Það er ólíkt því að velja stjórnmálamenn. Forseti svarar sjaldnast flóknum spurningum með já-i eða nei-i, ýtir hvorki á rauðan takka né grænan á Alþingi eða réttir í flýti upp hönd á fundum. Það er því afleit kynning á forsetaframbjóðendum þegar þeim er stillt upp í kappræðum og fólki ætlað að meta hæfni þeirra við slíkar aðstæður. En því miður virðist sumt fréttafólk ekki kunna aðra aðferð og hún hentar auðvitað best þeim forsetafambjóðendum sem vanir eru slíkum vinnubrögðum, að vinna gegn hver öðrum í andstæðum fylkingum. Forseta er ætlað að standa til hliðar við átakapólitík, hlusta, setja sig inn í mál, ræða þau og íhuga, leggja gott til mála, leita lausna og málamiðlunar og sætta sjónarmið ef mögulegt er. Forseti þarf að þekkja Ísland og fólkið sem þar býr og starfar. Hann þarf líka að þekkja aðrar þjóðir í öðrum löndum. Ekki aðeins að hafa lært erlend tungumál í skóla og spjallað við samherja á fundum og ráðstefnum heldur hafa búið með öðrum þjóðum, í annarri menningu og hafa þurft að fóta sig í framandi landi við nám eða störf. Kannski er mikilvægasta hlutverk forseta að vera einhvers konar sameiningartákn þjóðarinnar, geta fagnað, syrgt og stutt eftir því sem við á, í sigrum, gleði, sorg eða hamförum. Hann þarf að hafa áhuga á fólki og geta sýnt því athygli án þess að vera yfirborðskenndur eða hrokafullur, vera viðfelldinn og traustur og hafa þá persónutöfra að fólk skynji að hann sé trausts verður. Í forsetakosningum reynum við að velja þann sem við treystum og sem stendur fyrir þeim gildum sem okkur eru mikils virði. Þar ræður persónulegt mat sem aftur byggist á áhuga og reynslu hvers og eins. Í sumar er hálf öld síðan ég var ráðin einn af fyrstu landvörðum landsins. Ég fékk brennandi áhuga á náttúruverndar- og umhverfismálum og áttaði mig á hve þau mál væru afskipt og trössuð í stjórnkerfinu. Í áratugi tók ég þátt í að berjast fyrir stofnun umhverfisráðuneytis bæði með náttúruverndarsamtökum og þingflokki Kvennalistans. Við vildum ráðuneyti sem stæði vörð um íslenska náttúru, sérstöðu hennar og fegurð, lífríki og breytileika, væri mótvægi við þau öfl sem sjá umhverfi sitt með „gagnaugunum“ einum sem gjarnan eru nærsýn og blindast fljótt af græðgi og eiginhagsmunum. Svo loksins var ráðuneyti stofnað, ekki alltaf burðugt, en þarna var það samt með hlutverk sitt og ábyrgð og stundum ágæta ráðherra. Við myndun ríkisstjórnar árið 2021 var umhverfisráðuneytið í raun lagt niður, aðstæður færðar aftur um áratugi. Hvílík vonbrigði og reiði. En mikil varð undrum mín og gleði þegar kom stuðningur við íslenska náttúru úr óvæntri átt, frá Orkumálastjóra. Öðruvísi mér áður brá. Halla Hrund Logadóttir talaði af skynsemi um orkuskipti, benti á það sem fæstir vilja viðurkenna að orkan okkar er endurnýjanleg en ekki óendanleg og hvatti til lagasetningar til að orkan væri ekki bara seld til hæstbjóðenda heldur rataði örugglega líka þangað sem hennar væri mest þörf, til heimila og lítilla fyrirtækja um allt land. Og hún varaði við að auðlindir þjóðarinnar, jafnvel landið sjálft, væri selt til útlanda og benti á baráttu fyrri kynslóða sem lögðu áherslu á að orka landsins og fiskurinn í sjónum væru í innlendri eigu. Ég hvet fólk til að lesa skrif Höllu Hrundar um þessi mál og önnur, til dæmis skoðanagreinar hennar á visir.is Þegar dró að forsetakosningum vöktu auglýsingar skaftfellskra gangnamanna í útvarpinu athygli mína. Þeir hvöttu Höllu Hrund til að bjóða sig fram til forsetakjörs. Ljóst var að mikið hlyti að vera spunnið í konu sem fengi slíka hvatningu frá skaftfellskum búandkörlum. Enda kom í ljós að þarna var kona sem gekk í öll verk sveitarinnar, að smala skaftfellskar heiðar hvernig sem viðraði, keppast í heyskap til að bjarga heyi í skjól og ganga fumlaus til verks við sauðburð, hjálpa ám við burð, snýta lömbum og hreinsa framan úr þeim og leggja við snoppu móður sinnar. Engin tepruleg borgarstúlka þar. Vá, ætli Skaftfellingarnir hafi rétt fyrir sér að þarna væri forsetaefni? Alla vega væri þarna kona sem þekkti líf bæði í borg og sveit og gæti jafnvel brúað þá gjá sem svo oft virðist koma upp á milli sveitar og þéttbýlis hjá okkar fámennu þjóð. Ég kynnti mér Höllu Hrund frekar. Þurfti ekki að fara langt, hún reyndist skólasystir dóttur minnar. Afburða námsmaður sem fljótt sýndi mikla félagsfærni. „Sá einn veit, er víða ratar ...“, segir í Hávamálum og eftir að hafa lokið háskólanámi í stjórnmálafræði við HÍ hélt hún utan til starfa og náms bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Og hún var ekki aðeins þiggjandi, heldur sú sem fékk hugmyndir, kom af stað verkefnum og stýrði þeim. Í Belgíu hélt hún utan um stóra ráðstefnu um íslenska menningu og í háskólum í Bandaríkjunum átti hún hugmyndir að verkefnum og námskeiðum sem enn er unnið að undir hennar leiðsögn. Ég sá að þarna færi kona með bein í nefinu. Þegar ég svo loks hitti Höllu Hrund varð ég ekki fyrir vonbrigðum, sá fljótt að hún hefur það til að bera sem ég tel mest um vert hjá forseta Íslands. Hún er glaðleg og hlý, spjallar af einlægni við alla, talar um samvinnu og að sameina fólk, að magna tækifæri Íslendinga um allt land og alþjóðlega. Ég efast ekki um að hún verður, að svo miklu leyti sem hægt er, forseti allrar þjóðarinnar, enda ekki að burðast með óvinsælar ákvarðanir í fyrri störfum. Það er stundum sagt um Skaftfellinga að í stað þess að segja já eða nei þá segi þeir í hógværð sinni „ætli ekki það“, „það er nefnilega það“ eða „já náttúrlega“. Þeir hafa öldum saman búið við aðstæður ólíkar öllum öðrum, upplifað afdrifaríkustu eldgosin og með útsjónarsemi og þrautseigju fundið leiðir yfir víðfeðma sanda og úfin hraun, stærstu jökla landsins og mestu jökulárnar. Kannski er það tign landsins og undrafegurð sem hefur gefið þeim ró sína og yfirvegun og mikla menntun bæði til munns og handa. Það sýnir líka framsýni þeirra og samkennd með komandi kynslóðum að í Skaftafelli var stofnaður fyrsti náttúruverndarþjóðgarður landsins. Ég vona að þjóðin beri gæfu til að kjósa Höllu Hrund Logadóttur sem næsta forseta Íslands. Höfundur er kennari, líffræðingur og rithöfundur.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun