Saksóknari Alþjóðlega sakamáladómstólsins vill handtaka Netanjahú og Hamas-liða Eiður Þór Árnason skrifar 20. maí 2024 11:20 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael hefur verið gagnrýndur fyrir framgöngu Ísraelshers á Gasa. Yfirlýst markmið stjórnvalda er að útrýma Hamas í kjölfar árásar þeirra á Ísrael í október. AP Aðalsaksóknari Alþjóðlega sakamáladómstólsins hefur farið fram á handtökuskipun á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins og þriggja leiðtoga Hamas. Allir eru sakaðir um aðild að stríðsglæpum í mannskæðum átökum Hamas og Ísrael sem hafa staðið yfir í um sjö mánuði. Það kemur í hlut dómara við dómstólinn að ákveða hvort framlögð sönnunargögn dugi til þess að réttlæta útgáfu handtökuskipana. Ísrael hefur ekki aðild að dómstólnum og því myndi slík niðurstaða hafa takmarkaða þýðingu fyrir Netanjahú og Gallant aðra en að gera þeim erfiðara um vik að ferðast erlendis. Yfir 36.685 Palestínumenn hafa látið lífið í átökunum sem hófust 7. október síðastliðinn með innrás Hamas í Ísrael þar sem yfir 1.200 Ísraelsmenn og erlendir ríkisborgarar féllu samkvæmt tölum sem Sameinuðu þjóðirnar tóku saman í síðustu viku. Aðgerðir Ísraelshers hafa leitt til mannúðarkrísu á Gasa og hafa yfir áttatíu prósent íbúa yfirgefið heimili sín. Þá eru hundruð þúsunda á barmi hungursneyðar, að mati Sameinuðu þjóðanna. Palestínumenn í miðhluta Gasa biðu í gær eftir því að vörubílar með hjálpargögn kæmust yfir á svæðið. Ísraelsk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hamla mannúðaraðstoð.Ap/Abdel Kareem Hana Í yfirlýsingu frá Karim A.A. Khan KC, aðalsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins segir að á grundvelli aflaðra sönnunargagna sé ástæða til að telja að Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas, Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, leiðtogi hernaðararms Hamas og Ismail Haniyeh, leiðtogi stjórnmálaarms Hamas beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðasvæði Ísrael og Palestínu frá 7. október 2023. Sömuleiðis telur saksóknarinn Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðastæði Palestínuríkis á Gasa frá 8. október 2023. Aðalsaksóknarinn sakar Ísrael meðal annars um að beita hungri sem lið í stríðsrekstri sínum og beina aðgerðum að almennum borgurum á Gasa. Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök hafa gagnrýnt ísraelsk stjórnvöld fyrir að hamla flutningi hjálpargagna inn á svæðið. Brotin fari enn fram Í tilfelli Hamas-liða staðhæfir aðalsaksóknarinn að glæpirnir hafi verið hluti af útbreiddri og kerfisbundinni árás Hamas og annarra vopnaðra hópa á ísraelska borgara. Brotin eru meðal annars sögð fela í sér morð á almennum borgurum, gíslatöku auk nauðgana og annarra kynferðisbrota. Telur aðalsaksóknarinn að sumir þessara glæpa eigi sér enn stað í dag. Fram kemur í yfirlýsingu hans að aðgerðir Hamas þann 7. október 2023 hafi falið í sér samviskulausa glæpi og krefjist að einhver verði dreginn til ábyrgðar. Í sömu yfirlýsingu eru stríðsglæpir ísraelskra stjórnvalda sagðir hafa verið framdir sem hluti af útbreiddri og kerfisbundinni árás á palestínska borgara í samræmi við stefnu yfirvalda í Ísrael. Umrædd brot eigi sér enn stað. Sönnunargögn á borð við viðtöl við eftirlifendur og sjónarvotta, myndskeið, ljósmyndir, hljóðefni, gervihnattarmyndir og yfirlýsingar frá yfirvöldum eru að mati ákæruvaldsins sögð sýna að Ísrael hafi af ásettu ráði og með kerfisbundnum hætti komið í veg fyrir að almenningur á Gasa fengi gögn sem eru nauðsynleg fólki til að halda lífi. Óljóst er hvenær dómarar við Alþjóðlega sakamáladómstólinn taka málið fyrir en vikur og jafnvel mánuðir geta liðið frá því að saksóknari óski eftir handtökuheimild þar til dómarar taka afstöðu til málsins. Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn breytt. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Það kemur í hlut dómara við dómstólinn að ákveða hvort framlögð sönnunargögn dugi til þess að réttlæta útgáfu handtökuskipana. Ísrael hefur ekki aðild að dómstólnum og því myndi slík niðurstaða hafa takmarkaða þýðingu fyrir Netanjahú og Gallant aðra en að gera þeim erfiðara um vik að ferðast erlendis. Yfir 36.685 Palestínumenn hafa látið lífið í átökunum sem hófust 7. október síðastliðinn með innrás Hamas í Ísrael þar sem yfir 1.200 Ísraelsmenn og erlendir ríkisborgarar féllu samkvæmt tölum sem Sameinuðu þjóðirnar tóku saman í síðustu viku. Aðgerðir Ísraelshers hafa leitt til mannúðarkrísu á Gasa og hafa yfir áttatíu prósent íbúa yfirgefið heimili sín. Þá eru hundruð þúsunda á barmi hungursneyðar, að mati Sameinuðu þjóðanna. Palestínumenn í miðhluta Gasa biðu í gær eftir því að vörubílar með hjálpargögn kæmust yfir á svæðið. Ísraelsk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hamla mannúðaraðstoð.Ap/Abdel Kareem Hana Í yfirlýsingu frá Karim A.A. Khan KC, aðalsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins segir að á grundvelli aflaðra sönnunargagna sé ástæða til að telja að Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas, Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, leiðtogi hernaðararms Hamas og Ismail Haniyeh, leiðtogi stjórnmálaarms Hamas beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðasvæði Ísrael og Palestínu frá 7. október 2023. Sömuleiðis telur saksóknarinn Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðastæði Palestínuríkis á Gasa frá 8. október 2023. Aðalsaksóknarinn sakar Ísrael meðal annars um að beita hungri sem lið í stríðsrekstri sínum og beina aðgerðum að almennum borgurum á Gasa. Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök hafa gagnrýnt ísraelsk stjórnvöld fyrir að hamla flutningi hjálpargagna inn á svæðið. Brotin fari enn fram Í tilfelli Hamas-liða staðhæfir aðalsaksóknarinn að glæpirnir hafi verið hluti af útbreiddri og kerfisbundinni árás Hamas og annarra vopnaðra hópa á ísraelska borgara. Brotin eru meðal annars sögð fela í sér morð á almennum borgurum, gíslatöku auk nauðgana og annarra kynferðisbrota. Telur aðalsaksóknarinn að sumir þessara glæpa eigi sér enn stað í dag. Fram kemur í yfirlýsingu hans að aðgerðir Hamas þann 7. október 2023 hafi falið í sér samviskulausa glæpi og krefjist að einhver verði dreginn til ábyrgðar. Í sömu yfirlýsingu eru stríðsglæpir ísraelskra stjórnvalda sagðir hafa verið framdir sem hluti af útbreiddri og kerfisbundinni árás á palestínska borgara í samræmi við stefnu yfirvalda í Ísrael. Umrædd brot eigi sér enn stað. Sönnunargögn á borð við viðtöl við eftirlifendur og sjónarvotta, myndskeið, ljósmyndir, hljóðefni, gervihnattarmyndir og yfirlýsingar frá yfirvöldum eru að mati ákæruvaldsins sögð sýna að Ísrael hafi af ásettu ráði og með kerfisbundnum hætti komið í veg fyrir að almenningur á Gasa fengi gögn sem eru nauðsynleg fólki til að halda lífi. Óljóst er hvenær dómarar við Alþjóðlega sakamáladómstólinn taka málið fyrir en vikur og jafnvel mánuðir geta liðið frá því að saksóknari óski eftir handtökuheimild þar til dómarar taka afstöðu til málsins. Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn breytt.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira