Er klassískt frjálslyndi orðið að jaðarskoðun? Kári Allansson skrifar 19. maí 2024 09:01 Áhugavert hefur verið að fylgjast með ágætum mönnum bjóða sig fram til forseta. Hvernig ætti maður sjálfur að ráðstafa atkvæði sínu? Skiptir forsetinn einhverju máli? Sumir hafa jafnvel sagt að leggja ætti embættið niður. Ekki finnst mér sú hugmynd til marks um mikla sjálfsvirðingu. Frú Vigdís Finnbogadóttir var fyrstur kvenmanna kjörinn þjóðhöfðingi með lýðræðislegum hætti. Forsetaembættinu ætti því að lyfta upp frekar en að leggja það niður. Jafnræði allra manna fyrir lögum er ein af grundvallarforsendum réttarríkisins og kjör Vigdísar undirstrikar það gagnvart umheiminum. Ísland á sér sterka lýðræðishefð og hefur löngum verið réttarríki, í um þúsund ár. Í stóra samhenginu er það ekki meira en einn dagur. Hvað skyldi nýr dagur í sögu þjóðarinnar bera í skauti sér? Nú til dags er mikið rætt um upplýsingaóreiðu, skautun, nýlensku, woke-isma, tortryggni gagnvart öllu valdi, góða fólkið, elítur og sósíalista í lopapeysum sem úlfa í sauðagæru. Stóra spurningin er hvaða áttaviti stýri afstöðu manna nú til dags, ef einhver? Þeir sárafáu sem voga sér að minna á undirstöður íslenskrar stjórnskipunar, sjálfsákvörðunarrétt í stað valdboðs, eru kallaðir lýðskrumarar og spyrtir saman við Nigel Farage og Marine Le Pen. Jafnvel teiknaðir í nasistabúningi. Þeir sem aðhyllast valdboðið hljóta nú að fagna og sjá fyrir sér roðann í austri þar sem nýr dagur rís. Helstu völd forseta eru málskotsrétturinn og dagskrárvaldið. Þegar forsetinn talar þá hlusta menn. Forsetinn verður því að hafa trausta þekkingu á grundvallarforsendum stjórnskipunarinnar. Frelsi eins takmarkast aðeins af frelsi annars. Klassískt frjálslyndi er hornsteinn gildismats Íslendinga. Hornsteinn íslenskrar skynsemi og raunsæis. Klassískt frjálslyndi verður því að setja á dagskrá. Vegna sjálfsmyndarstjórnmála samtímans er hætt við að byggingarmennirnir kasti burt hornsteininum. Þeir þekkja hann ekki lengur. Því er mikilvægt að kjósa forseta sem talar fyrir þrautreyndum gildum klassísks frjálslyndis. Forseta sem lyftir upp grundvallarforsendum réttarríkis og lýðræðis, en ekki bara því sem er vinsælt hverju sinni. Það er ekkert gagn að vindhana á Bessastöðum. Forsetinn þarf að setja á dagskrá það sem raunverulega skiptir máli fyrir sameiginlega vitund þjóðarinnar. Ef klassískt frjálslyndi er orðið að jaðarskoðun í íslensku samfélagi er illa komið fyrir lýðveldinu sem fyrri kynslóðir stofnsettu á Þingvöllum 17. júní 1944. Hinn þögli meirihluti getur nú áttatíu árum síðar gripið í taumana. Kosið verður um hornstein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands 1. júní 2024. Arnar Þór Jónsson er eini forsetaframbjóðandinn sem talað hefur fyrir klassísku frjálslyndi, árum saman - fyrir land og þjóð. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Áhugavert hefur verið að fylgjast með ágætum mönnum bjóða sig fram til forseta. Hvernig ætti maður sjálfur að ráðstafa atkvæði sínu? Skiptir forsetinn einhverju máli? Sumir hafa jafnvel sagt að leggja ætti embættið niður. Ekki finnst mér sú hugmynd til marks um mikla sjálfsvirðingu. Frú Vigdís Finnbogadóttir var fyrstur kvenmanna kjörinn þjóðhöfðingi með lýðræðislegum hætti. Forsetaembættinu ætti því að lyfta upp frekar en að leggja það niður. Jafnræði allra manna fyrir lögum er ein af grundvallarforsendum réttarríkisins og kjör Vigdísar undirstrikar það gagnvart umheiminum. Ísland á sér sterka lýðræðishefð og hefur löngum verið réttarríki, í um þúsund ár. Í stóra samhenginu er það ekki meira en einn dagur. Hvað skyldi nýr dagur í sögu þjóðarinnar bera í skauti sér? Nú til dags er mikið rætt um upplýsingaóreiðu, skautun, nýlensku, woke-isma, tortryggni gagnvart öllu valdi, góða fólkið, elítur og sósíalista í lopapeysum sem úlfa í sauðagæru. Stóra spurningin er hvaða áttaviti stýri afstöðu manna nú til dags, ef einhver? Þeir sárafáu sem voga sér að minna á undirstöður íslenskrar stjórnskipunar, sjálfsákvörðunarrétt í stað valdboðs, eru kallaðir lýðskrumarar og spyrtir saman við Nigel Farage og Marine Le Pen. Jafnvel teiknaðir í nasistabúningi. Þeir sem aðhyllast valdboðið hljóta nú að fagna og sjá fyrir sér roðann í austri þar sem nýr dagur rís. Helstu völd forseta eru málskotsrétturinn og dagskrárvaldið. Þegar forsetinn talar þá hlusta menn. Forsetinn verður því að hafa trausta þekkingu á grundvallarforsendum stjórnskipunarinnar. Frelsi eins takmarkast aðeins af frelsi annars. Klassískt frjálslyndi er hornsteinn gildismats Íslendinga. Hornsteinn íslenskrar skynsemi og raunsæis. Klassískt frjálslyndi verður því að setja á dagskrá. Vegna sjálfsmyndarstjórnmála samtímans er hætt við að byggingarmennirnir kasti burt hornsteininum. Þeir þekkja hann ekki lengur. Því er mikilvægt að kjósa forseta sem talar fyrir þrautreyndum gildum klassísks frjálslyndis. Forseta sem lyftir upp grundvallarforsendum réttarríkis og lýðræðis, en ekki bara því sem er vinsælt hverju sinni. Það er ekkert gagn að vindhana á Bessastöðum. Forsetinn þarf að setja á dagskrá það sem raunverulega skiptir máli fyrir sameiginlega vitund þjóðarinnar. Ef klassískt frjálslyndi er orðið að jaðarskoðun í íslensku samfélagi er illa komið fyrir lýðveldinu sem fyrri kynslóðir stofnsettu á Þingvöllum 17. júní 1944. Hinn þögli meirihluti getur nú áttatíu árum síðar gripið í taumana. Kosið verður um hornstein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands 1. júní 2024. Arnar Þór Jónsson er eini forsetaframbjóðandinn sem talað hefur fyrir klassísku frjálslyndi, árum saman - fyrir land og þjóð. Höfundur er lögfræðingur.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun