Um lýðræði — Þrjár spurningar til forsetaframbjóðenda Hjörtur Hjartarson skrifar 16. maí 2024 13:30 Frambjóðendurnir og fleiri hafa talað um forsetakosningarnar sem „lýðræðisveislu.“ Til að fá skýrari mynd af viðhorfum þeirra til lýðræðis er rakið að spyrja þá út í stjórnarskrármálið og nýju stjórnarskrána, sem svo er nefnd. Ég hvet kjósendur til að beina spurningum til þeirra um þessi efni og deila þessari grein sem víðast. Líklega gætu allir frambjóðendurnir rækt formlegar skyldur forseta. Það sem skiptir okkur flest mestu máli er skilningur þeirra á grundvallarhlutverki embættisins og viðhorf til lýðræðis. Eitt mikilvægasta hlutverk forsetans endurspeglast í málsskotsréttinum, að þjóðkjörinn forseti geti lagt lög frá Alþingi í dóm kjósenda til samþykktar eða synjunar. Í því felst sá viðtekni grundvallarskilningur á lýðræði að þjóðin eigi lokaorðið. Að allt ríkisvald sé sprottið frá þjóðinni, að þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn. Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 um tillögur að nýrri stjórnarskrá. Tillögurnar urðu til í ferli sem Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands 1980-1996, lýsti sem „víðtækasta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um.“ Kjósendur svöruðu afdráttarlaust. Yfir 2/3 hlutar þeirra (67%) sögðu að tillögurnar sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Alþingi hefur ekki enn virt úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 1. Hvað finnst þér um þetta, að skýr vilji kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu sé ekki virtur? Rúm þrjú ár (2020) eru síðan þáverandi forsætisráðherra fékk afhentar staðfestar undirskriftir vel yfir 43 þúsund almennra borgara sem kröfðust þess að Alþingi virti niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem það boðaði til. Nokkrum dögum áður hafði Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað álitsgerð til sama forsætisráðherra þar sem segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá þeim tillögum sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. 2. Hvað finnst þér um þessi tilmæli Feneyjanefndarinnar? Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sagði í janúar síðastliðnum að stjórnarskráin væri í sjálfheldu. Það eru orð að sönnu. Viðleitni nýfráfarins forsætisráðherra í stjórnarskrármálinu undanfarin sjö ár hefur engu skilað nema óbreyttu ástandi. Og aðeins lítill minni hluti getur glaðst yfir því. Enn er hægt að ganga hreint og heiðarlega til verks. Að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012 felur í sér að taka fyrir og afgreiða samþykktar tillögur af heilindum og trúnaði við lýðræðislegar grundvallarreglur. Alþingi hefur reynst ófært um þetta. Sú hugmynd hefur verið sett fram að farsælast væri að sérstakt slembivalið stjórnlagaþing sæi um lokafrágang á nýju stjórnarskránni. Stjórnlagaþingið ynni í samræmi við tilmæli Feneyjanefndar Evrópuráðsins frá 2020 og samskonar leiðsögn Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns, sem er þessi: Tillögurnar eru fengnar með lýðræðislegum hætti. Þeim sem hafa hug á að endursemja eða breyta þeim verða því að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en óbreyttar tillögur. 3. Sérð þú fyrir þér leið til að virða lýðræðislegan vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá? Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Frá þúsund manna þjóðfundi í Laugardalshöll. Lárus Ýmir Óskarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Frambjóðendurnir og fleiri hafa talað um forsetakosningarnar sem „lýðræðisveislu.“ Til að fá skýrari mynd af viðhorfum þeirra til lýðræðis er rakið að spyrja þá út í stjórnarskrármálið og nýju stjórnarskrána, sem svo er nefnd. Ég hvet kjósendur til að beina spurningum til þeirra um þessi efni og deila þessari grein sem víðast. Líklega gætu allir frambjóðendurnir rækt formlegar skyldur forseta. Það sem skiptir okkur flest mestu máli er skilningur þeirra á grundvallarhlutverki embættisins og viðhorf til lýðræðis. Eitt mikilvægasta hlutverk forsetans endurspeglast í málsskotsréttinum, að þjóðkjörinn forseti geti lagt lög frá Alþingi í dóm kjósenda til samþykktar eða synjunar. Í því felst sá viðtekni grundvallarskilningur á lýðræði að þjóðin eigi lokaorðið. Að allt ríkisvald sé sprottið frá þjóðinni, að þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn. Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 um tillögur að nýrri stjórnarskrá. Tillögurnar urðu til í ferli sem Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands 1980-1996, lýsti sem „víðtækasta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um.“ Kjósendur svöruðu afdráttarlaust. Yfir 2/3 hlutar þeirra (67%) sögðu að tillögurnar sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Alþingi hefur ekki enn virt úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 1. Hvað finnst þér um þetta, að skýr vilji kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu sé ekki virtur? Rúm þrjú ár (2020) eru síðan þáverandi forsætisráðherra fékk afhentar staðfestar undirskriftir vel yfir 43 þúsund almennra borgara sem kröfðust þess að Alþingi virti niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem það boðaði til. Nokkrum dögum áður hafði Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað álitsgerð til sama forsætisráðherra þar sem segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá þeim tillögum sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. 2. Hvað finnst þér um þessi tilmæli Feneyjanefndarinnar? Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sagði í janúar síðastliðnum að stjórnarskráin væri í sjálfheldu. Það eru orð að sönnu. Viðleitni nýfráfarins forsætisráðherra í stjórnarskrármálinu undanfarin sjö ár hefur engu skilað nema óbreyttu ástandi. Og aðeins lítill minni hluti getur glaðst yfir því. Enn er hægt að ganga hreint og heiðarlega til verks. Að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012 felur í sér að taka fyrir og afgreiða samþykktar tillögur af heilindum og trúnaði við lýðræðislegar grundvallarreglur. Alþingi hefur reynst ófært um þetta. Sú hugmynd hefur verið sett fram að farsælast væri að sérstakt slembivalið stjórnlagaþing sæi um lokafrágang á nýju stjórnarskránni. Stjórnlagaþingið ynni í samræmi við tilmæli Feneyjanefndar Evrópuráðsins frá 2020 og samskonar leiðsögn Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns, sem er þessi: Tillögurnar eru fengnar með lýðræðislegum hætti. Þeim sem hafa hug á að endursemja eða breyta þeim verða því að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en óbreyttar tillögur. 3. Sérð þú fyrir þér leið til að virða lýðræðislegan vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá? Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Frá þúsund manna þjóðfundi í Laugardalshöll. Lárus Ýmir Óskarsson
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun