Katrín kann sig Aðalheiður Björk Olgudóttir skrifar 16. maí 2024 11:01 - Það er eitthvað um að vera í Hörpu, einhverjir stórlaxar að koma, eitthvað Evrópudæmi, Sinfó á að spila, ég stjórna. Svo komst vinur minn að orði síðasta vor þar sem við sátum yfir kaffibolla og spjölluðum. Hann var nýorðinn þrítugur, franskur að uppruna en hefur þrátt fyrir ungan aldur dvalið víða um heim við nám og störf og talar mörg tungumál. Síðastliðið ár hafði hann starfað sem gestastjórnandi hjá Sinfó og ég verið svo heppin að kynnast honum og verða vinur hans. Hann var auðvitað að tala um leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var í Hörpu með glæsibrag fyrir akkúrat ári síðan. Um kvöldið horfði ég á útsendinguna á RÚV þegar hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum mætti, heilsaði forsætisráðherra með virktum og hélt svo inn í húsið til fundarins. Ég var stolt af Katrínu Jakobsdóttur. Hún var allt í senn virðuleg, glaðleg, hnarreist og vingjarnleg við gestina. Næsta dag kalla ég til vinar míns hvernig hafi gengið í Hörpu. - Þetta var meiriháttar! segir hann glaður. - Hittirðu Macron? spyr ég. - Macron já já, ég talaði aðeins við hann og Katrínu Jakobsdóttur, hún er stórkostleg! Ég fór beint heim og gúgglaði hana og hún er bara upp á fjöllum og hlaupandi út um allt og er eins og hver önnur stelpa og svo er hún forsætisráðherra Íslands! Hann átti ekki orð. Katrín hafði, þrátt fyrir miklar annir, gengið til hans og tekið í höndina á honum og þakkað fyrir tónlistina og það var eins og við manninn mælt að annað mektarfólk fór að dæmi hennar og öll tóku í hönd stjórnandans unga sem stóð steini lostinn! Hann hafði í mesta lagi gert sér vonir um að geta kastað kveðju á sinn franska forseta en hafði ekki við að heilsa þjóðhöfðingjum. Ég var enn og aftur stolt af Katrínu Jakobsdóttur. Og nú ári síðar er ég stolt stuðningskona Katrínar Jakobsdóttur, hún fær mitt atkvæði þann fyrsta júní. Höfundur er ÍSAT kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
- Það er eitthvað um að vera í Hörpu, einhverjir stórlaxar að koma, eitthvað Evrópudæmi, Sinfó á að spila, ég stjórna. Svo komst vinur minn að orði síðasta vor þar sem við sátum yfir kaffibolla og spjölluðum. Hann var nýorðinn þrítugur, franskur að uppruna en hefur þrátt fyrir ungan aldur dvalið víða um heim við nám og störf og talar mörg tungumál. Síðastliðið ár hafði hann starfað sem gestastjórnandi hjá Sinfó og ég verið svo heppin að kynnast honum og verða vinur hans. Hann var auðvitað að tala um leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var í Hörpu með glæsibrag fyrir akkúrat ári síðan. Um kvöldið horfði ég á útsendinguna á RÚV þegar hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum mætti, heilsaði forsætisráðherra með virktum og hélt svo inn í húsið til fundarins. Ég var stolt af Katrínu Jakobsdóttur. Hún var allt í senn virðuleg, glaðleg, hnarreist og vingjarnleg við gestina. Næsta dag kalla ég til vinar míns hvernig hafi gengið í Hörpu. - Þetta var meiriháttar! segir hann glaður. - Hittirðu Macron? spyr ég. - Macron já já, ég talaði aðeins við hann og Katrínu Jakobsdóttur, hún er stórkostleg! Ég fór beint heim og gúgglaði hana og hún er bara upp á fjöllum og hlaupandi út um allt og er eins og hver önnur stelpa og svo er hún forsætisráðherra Íslands! Hann átti ekki orð. Katrín hafði, þrátt fyrir miklar annir, gengið til hans og tekið í höndina á honum og þakkað fyrir tónlistina og það var eins og við manninn mælt að annað mektarfólk fór að dæmi hennar og öll tóku í hönd stjórnandans unga sem stóð steini lostinn! Hann hafði í mesta lagi gert sér vonir um að geta kastað kveðju á sinn franska forseta en hafði ekki við að heilsa þjóðhöfðingjum. Ég var enn og aftur stolt af Katrínu Jakobsdóttur. Og nú ári síðar er ég stolt stuðningskona Katrínar Jakobsdóttur, hún fær mitt atkvæði þann fyrsta júní. Höfundur er ÍSAT kennari.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar