Menntamorð Ingólfur Gíslason skrifar 16. maí 2024 10:01 Þjóðarmorð felst meðal annars í því að „þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans“ (eins og segir í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð). Ísraelsher hefur nú eyðilagt flest íbúðarhús á Gaza, næstum öll sjúkrahús, sjúkrabíla, innviði til fjölmiðlunar og samskipta, bakarí, kornmyllur, vatnsveitur, skólplagnir, moskur og kirkjur, auk þess að drepa markvisst heilbrigðisstarfsfólk, hjálparstarfsfólk og blaðamenn, svo ekki sé talað um börn og almenning. Til viðbótar kemur það sem nefnt hefur verið menntamorð: markviss eyðilegging á menntakerfi og möguleikum fólks til að afla sér menntunar. Menntamorð felur í sér kerfisbundin dráp á menntafólki, eyðilegging á menntastofnunum, söfnum og öðrum innviðum sem nýtast við þekkingarsköpun, og markviss viðleitni til að eyða sögu, þekkingu og fræðimennsku samfélags. Þegar við tökum saman alla þessa þætti saman er augljóst að árásarherinn stefnir að því að eyðileggja lífsskilyrði Palestínufólks á Gaza til framtíðar. Menntamorð Ísraelsríkis í Palestínu hefur margar hliðar. Á Gaza voru 12 háskólar, sem hafa allir verið lagðir gersamlega í rúst; sumir þeirra jafnaðir við jörðu í stýrðum sprengingum en ekki sem hluti af „hernaðaraðgerð“. Þá hafa að minnsta kosti níu af hverjum tíu öðrum skólabyggingum verið eyðilagðar. Sjö hundruð þúsund nemendur hafa ekki getað farið í skólann í meira en sjö mánuði. Bókasöfn, skjalasöfn og önnur söfn hafa verið eyðilögð og reyndar líka rænd safnmunum. Ísraelsher hefur drepið meira en hundrað háskólakennara og að minnsta kosti þrjá forseta háskóla á Gaza. Þetta er liður í tilraun Ísraelshers til að útrýma menningu og sögu Palestínumanna og gera rannsóknir á þeim ómögulega. Að lokum má nefna ofsóknir á hendur palestínskum háskólakennurum og -nemendum bæði á Vesturbakkanum og innan þeirra landamæra Ísraelsríkis sem sett voru niður með valdi eftir þjóðernishreinsanir í maí 1948. Sem dæmi var fræðikonan Nadera Shalhoub-Kevorkian, prófessor við Hebreska háskólann í Jerúsalem, handtekin og pyntuð í apríl síðastliðnum fyrir að lýsa andstöðu við þjóðarmorðið. Ísraelsher rændi einnig í apríl háskólastúdínunni Layan Nasir sem nemur við Birzeit háskólann á Vesturbakkanum. Eins og á við um þúsundir Palestínumanna er henni haldið án ákæru eða réttarhalda en hún hefur verið virk í samtökum vinstrisinnaðra háskólanema sem Ísrael hefur bannað. Fræði sem drepa og réttlæta dráp Háskólastofnanir í Ísrael eru lykilþáttur í landráni ríkisins og viðhaldi kúgunar og hernáms sem staðið hefur yfir í 76 ár. Þær taka meðal annars þátt í þróun vopna og tækni í hernaðarlegum tilgangi sem og þróun á hernaðaraðferðum og -kenningum, þróun aðferða til að viðhalda hernámi, þróun aðferða til að hvítþvo og réttlæta stríðsglæpi stjórnvalda og kúgun gagnvart þeim sem gagnrýna Ísraelsríki, auk þess sem þær skerða tjáningarfrelsi nemenda og háskólakennara og beita kerfisbundinni mismunun í garð palestínskra nemenda. Þær taka líka virkan þátt í útþennslustefnu ríkisins með því að byggja ný útibú og stúdentagarða á hernumdum svæðum í Palestínu. Það kemur ekki á óvart að verkfræðideildir háskóla í Ísrael vinni með vopnaframleiðendum og hernum þar í landi að því að þróa fullkomnari tæki, eins og árásardróna, til að drepa fólk án þess að hermenn þurfi að setja sig í hættu. En ef til vill kemur meira á óvart hvernig ýmis önnur fræðasvið styðja við hernámið og herinn. Eitt dæmi er lögfræði. Lagadeildir í háskólum Ísraels vinna með yfirvöldum að réttlætingum á aftökum án dóms og laga, pyntingum og beitingu á því sem væri annars talið yfirþyrmandi og óhóflegt ofbeldi gegn almennum borgurum og því stríðsglæpir. Til þess að komast framhjá alþjóðalögum um stríð og hernað hafa fræðimenn við ísraelska háskóla til dæmis búið til alveg nýja gerð af átökum, „vopnuð átök sem ná því ekki að vera stríð“ og halda því fram að fyrri alþjóðalög nái ekki utan um slík átök. Siðfræðingar við heimspekideildir háskólanna taka líka þátt í þessu og skrifa kenningar um það hve marga Palestínumenn megi drepa í því skyni að verja eitt líf Ísraelskra hermanna. Tilgangur alls þessa sem hér er nefnt er auðvitað að réttlæta dráp á sem flestum Palestínumönnum (um þetta má lesa í smáatriðum í bók Maya Wind, Towers of Ivory and Steel: How Israeli Universities Deny Palestinian Freedom). Sniðgöngum menntastofnanir: áskorun til Háskóla Íslands Æðri menntastofnanir í landtökunýlendunni Ísrael taka beinan þátt í því að kúga og drepa Palestínufólk, ræna landi þeirra, þurrka út sögu þeirra og búa til réttlætingar fyrir þessu öllu. Þess vegna leggur alþjóðlega sniðgönguhreyfingin BDS áherslu á að fræðafólk alls staðar sniðgangi ísraelskar menntastofnanir. Í því felst að slíta öll tengsl við ísraelska háskóla og aðrar menntastofnanir og stofna ekki til frekari tengsla við þær. Með tengslum er átt við hvers konar samstarf, svo sem rannsóknir og kennslu, ráðstefnur, vinnustofur og málstofur. Hreyfingin leggur ekki til að hætta samstarfi við stakt fræðafólk nema það sé beinlínis að leggja hernáminu lið og það ber að hafa í huga að í Ísrael vinna líka örfáir fræðimenn sem styðja frelsisbaráttu Palestínumanna. Háskóli Íslands þarf að gera grein fyrir því samstarfi sem hann á í með háskólum í Ísrael og slíta því samstarfi. Þær upplýsingar liggja ekki á lausu en ég þekki þó dæmi um slíkt samstarf. Það er áhyggjuefni að háskólar á Íslandi vinni með slíkum menntastofnunum og ber ekki vitni um virðingu fyrir gildum eins og akademísku frelsi, sem Ísraelskir háskólar vinna markvisst gegn. Háskóla Íslands ber að taka skýra afstöðu gegn menntamorði í Palestínu með akademískri sniðgöngu. Heimildalisti fyrir þessa grein er á vefsíðunni Heimildir fyrir greinina Menntamorð. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Háskólar Ingólfur Gíslason Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Þjóðarmorð felst meðal annars í því að „þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans“ (eins og segir í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð). Ísraelsher hefur nú eyðilagt flest íbúðarhús á Gaza, næstum öll sjúkrahús, sjúkrabíla, innviði til fjölmiðlunar og samskipta, bakarí, kornmyllur, vatnsveitur, skólplagnir, moskur og kirkjur, auk þess að drepa markvisst heilbrigðisstarfsfólk, hjálparstarfsfólk og blaðamenn, svo ekki sé talað um börn og almenning. Til viðbótar kemur það sem nefnt hefur verið menntamorð: markviss eyðilegging á menntakerfi og möguleikum fólks til að afla sér menntunar. Menntamorð felur í sér kerfisbundin dráp á menntafólki, eyðilegging á menntastofnunum, söfnum og öðrum innviðum sem nýtast við þekkingarsköpun, og markviss viðleitni til að eyða sögu, þekkingu og fræðimennsku samfélags. Þegar við tökum saman alla þessa þætti saman er augljóst að árásarherinn stefnir að því að eyðileggja lífsskilyrði Palestínufólks á Gaza til framtíðar. Menntamorð Ísraelsríkis í Palestínu hefur margar hliðar. Á Gaza voru 12 háskólar, sem hafa allir verið lagðir gersamlega í rúst; sumir þeirra jafnaðir við jörðu í stýrðum sprengingum en ekki sem hluti af „hernaðaraðgerð“. Þá hafa að minnsta kosti níu af hverjum tíu öðrum skólabyggingum verið eyðilagðar. Sjö hundruð þúsund nemendur hafa ekki getað farið í skólann í meira en sjö mánuði. Bókasöfn, skjalasöfn og önnur söfn hafa verið eyðilögð og reyndar líka rænd safnmunum. Ísraelsher hefur drepið meira en hundrað háskólakennara og að minnsta kosti þrjá forseta háskóla á Gaza. Þetta er liður í tilraun Ísraelshers til að útrýma menningu og sögu Palestínumanna og gera rannsóknir á þeim ómögulega. Að lokum má nefna ofsóknir á hendur palestínskum háskólakennurum og -nemendum bæði á Vesturbakkanum og innan þeirra landamæra Ísraelsríkis sem sett voru niður með valdi eftir þjóðernishreinsanir í maí 1948. Sem dæmi var fræðikonan Nadera Shalhoub-Kevorkian, prófessor við Hebreska háskólann í Jerúsalem, handtekin og pyntuð í apríl síðastliðnum fyrir að lýsa andstöðu við þjóðarmorðið. Ísraelsher rændi einnig í apríl háskólastúdínunni Layan Nasir sem nemur við Birzeit háskólann á Vesturbakkanum. Eins og á við um þúsundir Palestínumanna er henni haldið án ákæru eða réttarhalda en hún hefur verið virk í samtökum vinstrisinnaðra háskólanema sem Ísrael hefur bannað. Fræði sem drepa og réttlæta dráp Háskólastofnanir í Ísrael eru lykilþáttur í landráni ríkisins og viðhaldi kúgunar og hernáms sem staðið hefur yfir í 76 ár. Þær taka meðal annars þátt í þróun vopna og tækni í hernaðarlegum tilgangi sem og þróun á hernaðaraðferðum og -kenningum, þróun aðferða til að viðhalda hernámi, þróun aðferða til að hvítþvo og réttlæta stríðsglæpi stjórnvalda og kúgun gagnvart þeim sem gagnrýna Ísraelsríki, auk þess sem þær skerða tjáningarfrelsi nemenda og háskólakennara og beita kerfisbundinni mismunun í garð palestínskra nemenda. Þær taka líka virkan þátt í útþennslustefnu ríkisins með því að byggja ný útibú og stúdentagarða á hernumdum svæðum í Palestínu. Það kemur ekki á óvart að verkfræðideildir háskóla í Ísrael vinni með vopnaframleiðendum og hernum þar í landi að því að þróa fullkomnari tæki, eins og árásardróna, til að drepa fólk án þess að hermenn þurfi að setja sig í hættu. En ef til vill kemur meira á óvart hvernig ýmis önnur fræðasvið styðja við hernámið og herinn. Eitt dæmi er lögfræði. Lagadeildir í háskólum Ísraels vinna með yfirvöldum að réttlætingum á aftökum án dóms og laga, pyntingum og beitingu á því sem væri annars talið yfirþyrmandi og óhóflegt ofbeldi gegn almennum borgurum og því stríðsglæpir. Til þess að komast framhjá alþjóðalögum um stríð og hernað hafa fræðimenn við ísraelska háskóla til dæmis búið til alveg nýja gerð af átökum, „vopnuð átök sem ná því ekki að vera stríð“ og halda því fram að fyrri alþjóðalög nái ekki utan um slík átök. Siðfræðingar við heimspekideildir háskólanna taka líka þátt í þessu og skrifa kenningar um það hve marga Palestínumenn megi drepa í því skyni að verja eitt líf Ísraelskra hermanna. Tilgangur alls þessa sem hér er nefnt er auðvitað að réttlæta dráp á sem flestum Palestínumönnum (um þetta má lesa í smáatriðum í bók Maya Wind, Towers of Ivory and Steel: How Israeli Universities Deny Palestinian Freedom). Sniðgöngum menntastofnanir: áskorun til Háskóla Íslands Æðri menntastofnanir í landtökunýlendunni Ísrael taka beinan þátt í því að kúga og drepa Palestínufólk, ræna landi þeirra, þurrka út sögu þeirra og búa til réttlætingar fyrir þessu öllu. Þess vegna leggur alþjóðlega sniðgönguhreyfingin BDS áherslu á að fræðafólk alls staðar sniðgangi ísraelskar menntastofnanir. Í því felst að slíta öll tengsl við ísraelska háskóla og aðrar menntastofnanir og stofna ekki til frekari tengsla við þær. Með tengslum er átt við hvers konar samstarf, svo sem rannsóknir og kennslu, ráðstefnur, vinnustofur og málstofur. Hreyfingin leggur ekki til að hætta samstarfi við stakt fræðafólk nema það sé beinlínis að leggja hernáminu lið og það ber að hafa í huga að í Ísrael vinna líka örfáir fræðimenn sem styðja frelsisbaráttu Palestínumanna. Háskóli Íslands þarf að gera grein fyrir því samstarfi sem hann á í með háskólum í Ísrael og slíta því samstarfi. Þær upplýsingar liggja ekki á lausu en ég þekki þó dæmi um slíkt samstarf. Það er áhyggjuefni að háskólar á Íslandi vinni með slíkum menntastofnunum og ber ekki vitni um virðingu fyrir gildum eins og akademísku frelsi, sem Ísraelskir háskólar vinna markvisst gegn. Háskóla Íslands ber að taka skýra afstöðu gegn menntamorði í Palestínu með akademískri sniðgöngu. Heimildalisti fyrir þessa grein er á vefsíðunni Heimildir fyrir greinina Menntamorð. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun