Jón Gnarr fyrir dýraverndina Árni Stefán Árnason skrifar 15. maí 2024 14:00 Í kosningum hvort, sem er til sveitarstjórnar, þings eða forseta lærði ég þá gullnu reglu af föður mínum heitnum að einblína á áherslur frambjóðenda til ákveðins viðfangsefnis. Faðir minn var mikill áhugamaður um bindindi. Álíka mikill áhugamaður og ég er um dýravernd. Ég á fjölda bréfa sem faðir minn skrifaði til frambjóðenda fyrir kosningar þar sem hann spyr þá um áherslur þeirra í bindindismálum. Þetta er heiðarleg og einlæg spurning, sem er vitnisburður um mann sem vildi standa vörð um lýðheilsu á Íslandi. Aldrei fékk hann nein svör. Frambjóðendur þorðu ekki að stíga út fyrir rammann gegn þessum mesta vágesti mannkyns. Ég hef haft sama hátt á varðandi komandi forsetakosningar. Ég hef margoft spurt frambjóðendur m.a. í vísiskoðun um afstöðu þeirra til dýraverndar. Engin hefur hugrekki til að svara. Engu að síður ,,baða" margir þeirra sig nú í nýfæddum lömbum íklæddir lopapeysum. Ekki veit ég hvaða skilaboð þeir eru að reyna að senda. Hvað koma nýfædd lömb sem enda í sláturhúsi í haust kosningabarráttu við? Ég hef því reynt að hlera þá afstöðu með öðrum hætti og hlustað á næstum hvert einasta viðtal við frambjóðendur í miðlum, nú síðast Gnarr. Viðtalið við Jón Gnarr hjá Stöð2 var einlægt og heiðarlegt og það stóð upp úr hvernig hann talaði af eigin frumkvæði um hundinn sinn Klaka, tilfinningar sínar og virðingu gagnvart dýrum. Það dugði mér til að taka endanlega ákvörðun í komandi forsetakosningum þó Jón Gnarr sé á meðal þeirra sem hafa ekki svarað mér, jafnvel þó ég hafi sent honum þessa spurningu í beina útsendingu í kosningamiðstöð hans. Ég tel að það sé borin von að hjakka áfram í sama farinu að spyrja frambjóðendur um afstöðu þeirra til dýravernda og hvernig þeir myndu beita sér í henni. Þeir virðast ekki hafa hugrekki til að svara því. Áhersla á vernd hinna allra minnstu í samfélagi okkar virðist ekki vera þeim hugleikin. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í kosningum hvort, sem er til sveitarstjórnar, þings eða forseta lærði ég þá gullnu reglu af föður mínum heitnum að einblína á áherslur frambjóðenda til ákveðins viðfangsefnis. Faðir minn var mikill áhugamaður um bindindi. Álíka mikill áhugamaður og ég er um dýravernd. Ég á fjölda bréfa sem faðir minn skrifaði til frambjóðenda fyrir kosningar þar sem hann spyr þá um áherslur þeirra í bindindismálum. Þetta er heiðarleg og einlæg spurning, sem er vitnisburður um mann sem vildi standa vörð um lýðheilsu á Íslandi. Aldrei fékk hann nein svör. Frambjóðendur þorðu ekki að stíga út fyrir rammann gegn þessum mesta vágesti mannkyns. Ég hef haft sama hátt á varðandi komandi forsetakosningar. Ég hef margoft spurt frambjóðendur m.a. í vísiskoðun um afstöðu þeirra til dýraverndar. Engin hefur hugrekki til að svara. Engu að síður ,,baða" margir þeirra sig nú í nýfæddum lömbum íklæddir lopapeysum. Ekki veit ég hvaða skilaboð þeir eru að reyna að senda. Hvað koma nýfædd lömb sem enda í sláturhúsi í haust kosningabarráttu við? Ég hef því reynt að hlera þá afstöðu með öðrum hætti og hlustað á næstum hvert einasta viðtal við frambjóðendur í miðlum, nú síðast Gnarr. Viðtalið við Jón Gnarr hjá Stöð2 var einlægt og heiðarlegt og það stóð upp úr hvernig hann talaði af eigin frumkvæði um hundinn sinn Klaka, tilfinningar sínar og virðingu gagnvart dýrum. Það dugði mér til að taka endanlega ákvörðun í komandi forsetakosningum þó Jón Gnarr sé á meðal þeirra sem hafa ekki svarað mér, jafnvel þó ég hafi sent honum þessa spurningu í beina útsendingu í kosningamiðstöð hans. Ég tel að það sé borin von að hjakka áfram í sama farinu að spyrja frambjóðendur um afstöðu þeirra til dýravernda og hvernig þeir myndu beita sér í henni. Þeir virðast ekki hafa hugrekki til að svara því. Áhersla á vernd hinna allra minnstu í samfélagi okkar virðist ekki vera þeim hugleikin. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar