Mannréttindastofnun verður að veruleika Jódís Skúladóttir skrifar 15. maí 2024 13:31 Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands. Meginhlutverk stofnunarinnar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum. En af hverju þarf Ísland sem stendur svo framarlega í mannréttindum að hafa slíka stofnun? Íslenska ríkið hefur ítrekað fengið athugasemdir og tilmæli frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum um að koma á fót sjálfstæðri innlendri mannréttindastofnun sem uppfylli að fullu viðmiðunarreglur Sameinuðu þjóðanna um mannréttindastofnanir eða svokölluð Parísarviðmið (e. Paris Principles). Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem fullgiltur var fyrir Íslands hönd árið 2016, er fyrsti alþjóðlegi mannréttindasamningurinn sem kveður beinlínis á um að til staðar þurfi að vera slík stofnun sem hafi eftirlit með samningnum. Honum er ætlað er að verja og efla réttindi og virðingu fatlaðs fólks og aðildarríki viðurkenna að fatlað fólk hefur ekki hlotið tækifæri og réttindi til jafns við aðra og skuldbinda sig til að vinna að þeim. Með stofnun mannréttindastofnunar á Íslandi leggjum við ýmis mannréttindi til grundvallar svo sem bann við mismunun, rétt til lífs, bann við þrældómi og nauðungarvinnu, rétts til frelsis og mannhelgi, rétts til réttlátrar málsmeðferðar, friðhelgi einkalífs og eignaréttar, trúfrelsi, tjáningarfrelsi, rétt til menntunar, ferðafrelsi, rétts til heilsuverndar og til félagslegrar aðstoðar. Þessi réttindi verndum við í stjórnarskrá lýðveldisins. Mannréttindi snerta allt okkar daglega líf og um þau verðum við því að standa vörð í hvívetna. Blikur hafa verið á lofti, bæði austan hafs og vestan hvað varðar mannréttindi. Við sjáum grundvallar réttindi kvenna um yfirráð yfir eigin líkama fótum troðin í Bandaríkjunum og mikið bakslag hefur verið víða um heim í mannréttindabaráttu hinseginfólks. Hlutverk Mannréttindastofnunnar er til dæmis eftirlit með framkvæmd laga og ekki síst að vinna að því að opinberir aðilar og einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins. Með frumvarpinu er því stigið mikilvægt skref, ekki einungis til að uppfylla skyldur okkar heldur til að sýna á alþjóðavettvangi að Ísland er, var og verður samfélag sem ekki gefur afslátt af sjálfsögðum mannréttindum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er ákvörðun tekin um að koma á fót Mannréttindastofnun og unnið að því að klára málið á yfirstandandi vorþingi. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Mannréttindi Rekstur hins opinbera Alþingi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands. Meginhlutverk stofnunarinnar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum. En af hverju þarf Ísland sem stendur svo framarlega í mannréttindum að hafa slíka stofnun? Íslenska ríkið hefur ítrekað fengið athugasemdir og tilmæli frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum um að koma á fót sjálfstæðri innlendri mannréttindastofnun sem uppfylli að fullu viðmiðunarreglur Sameinuðu þjóðanna um mannréttindastofnanir eða svokölluð Parísarviðmið (e. Paris Principles). Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem fullgiltur var fyrir Íslands hönd árið 2016, er fyrsti alþjóðlegi mannréttindasamningurinn sem kveður beinlínis á um að til staðar þurfi að vera slík stofnun sem hafi eftirlit með samningnum. Honum er ætlað er að verja og efla réttindi og virðingu fatlaðs fólks og aðildarríki viðurkenna að fatlað fólk hefur ekki hlotið tækifæri og réttindi til jafns við aðra og skuldbinda sig til að vinna að þeim. Með stofnun mannréttindastofnunar á Íslandi leggjum við ýmis mannréttindi til grundvallar svo sem bann við mismunun, rétt til lífs, bann við þrældómi og nauðungarvinnu, rétts til frelsis og mannhelgi, rétts til réttlátrar málsmeðferðar, friðhelgi einkalífs og eignaréttar, trúfrelsi, tjáningarfrelsi, rétt til menntunar, ferðafrelsi, rétts til heilsuverndar og til félagslegrar aðstoðar. Þessi réttindi verndum við í stjórnarskrá lýðveldisins. Mannréttindi snerta allt okkar daglega líf og um þau verðum við því að standa vörð í hvívetna. Blikur hafa verið á lofti, bæði austan hafs og vestan hvað varðar mannréttindi. Við sjáum grundvallar réttindi kvenna um yfirráð yfir eigin líkama fótum troðin í Bandaríkjunum og mikið bakslag hefur verið víða um heim í mannréttindabaráttu hinseginfólks. Hlutverk Mannréttindastofnunnar er til dæmis eftirlit með framkvæmd laga og ekki síst að vinna að því að opinberir aðilar og einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins. Með frumvarpinu er því stigið mikilvægt skref, ekki einungis til að uppfylla skyldur okkar heldur til að sýna á alþjóðavettvangi að Ísland er, var og verður samfélag sem ekki gefur afslátt af sjálfsögðum mannréttindum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er ákvörðun tekin um að koma á fót Mannréttindastofnun og unnið að því að klára málið á yfirstandandi vorþingi. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun