Forseti sem gefur kjark og von Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar 15. maí 2024 11:30 Mig líkaði ekkert alltaf við Jón Gnarr, en ég var unglingur þegar hann sprellaði í Fóstbræðrum og skildi alls ekkert alla brandarana þar. Mér fannst hann oft bara alls ekkert fyndinn, en reyndi að finnast hann skemmtilegur og sniðugur því að öðrum virtist finnast það. Ég eignaðist síðan einhvernveginn geisladiskinn ,,Kondí fíling (græna diskinn)” með Tvíhöfða, fékk hann líklega í jólagjöf. Þá plötu kunni ég nokkuð vel að meta og þá sérstaklega lögin, en ég var mjög ,,músíkölsk”. Píanókennarinn minn skrifaði það oft ef ekki alltaf í umsögn eftir hverja önn í mínu píanónámi (afsakið smá útúrdúr). Áhugaverð staðreynd að ég áttaði mig ekki á því fyrr en einhverjum árum seinna að Helga Braga var ekki að tala fyrir kvenkynsraddirnar á plötunni (ég var ,,mindblown”). Mér þótti frekar vandræðalegt að hafa ekki vitað þetta þannig að ég sagði engum frá, en segi nú í fyrsta skipti frá í skoðanagrein á Vísi.is svo að allir geti hlegið að þessu með mér. Ég man að mér fannst sniðugt að Jón Gnarr varð borgarstjóri. Sú staðreynd í sjálfu sér var gott grín. Síðan hugsaði ég ekkert mikið um það, enda hafði ég lítinn sem engan áhuga á pólitík. Einhverntímann var fólk að gagnrýna Jón á Facebook og ég kommentaði undir án þess að vita í raun nokkuð um málið eitthvað á borð við: ,,Ég kaus sko ekki þennan trúð”. Mig langaði líklega að reyna að vera dálítið kúl, vera memm í kommentum og herma eftir hinum. Í dag skammast ég mín fyrir að hafa skrifað þetta, en ég var bara svo mikill óviti. Mér fannst uppistandið hans ,,Ég var einu sinni nörd” alveg einstaklega skemmtilegt og karakterinn Georg Bjarnfreðarson í ,,Næturvaktinni” algjör snilld. Fyrst þá fór ég að spekulera hver Jón Gnarr í rauninni er. Einhverntímann heyrði ég frétt um að þegar hann lenti í vandræðum og bað um hjálp hélt fólk að það væri bara grín og tók hann ekki alvarlega. Ég fann til með honum. Heldur fólk að hann sé bara ALLTAF að reyna að vera fyndinn og að grínast? Getur hann ekki bara fengið að vera hann sjálfur? Þessi dásamlega skrýtni maður með sinn alveg einstaka hlátur. Ef ég lít í eigin barm þá hef ég vissulega ætlast til þess að hann sé ALLTAF fyndinn. Reynið bara að ímynda ykkur pressuna?! Fólk með slíkar óraunhæfar væntingar til hans mun að sjálfsögðu verða fyrir vonbrigðum. Þessi tilætlunarsemi af samfélaginu um að vera ,,normal” (taugatýpísk) manneskja og það að vera skrýtið/n/nn eða öðruvísi sé einvörðungu ásættanlegt sem spaug eða í leikrænu samhengi er alvarleg meinsemd í okkar samfélagi sem þarf að uppræta. Það er til heill haugur af fólki sem eyðir ómældri orku í að reyna að bæla skrýtinleika sinn, hvort sem það er ADHD eða einhverfa því það vill ekki vera álitið fatlað. Það bitnar verulega á geðheilsu þessa fólks og ýtir alltof mörgum út í örorku. Haugur af fólki hér á Íslandi fær ekki að vera það sjálft, er í raun fatlað, en gerir allt sem það getur til að fela það því þeir vilja ekki verða fyrir mismunun. Jón Gnarr er fyrir mér alveg ótrúleg fyrirmynd. Hann er duglegasti maður sem ég veit af, auðmjúkur, einlægur, skemmtilegur, þakklátur, heiðarlegur sem elskar íslenska þjóð, tungu og menningu af öllu hjarta. Hann gaf mér kjark og von, en ég hefði aldrei þorað að byrja að prófa mig áfram á TikTok að reyna að finna sjálfa mig ef það væri ekki fyrir hann. Útaf honum þá verð ég minna og minna hrædd við það að fólki finnist ég skrýtin. Við þurfum Jón Gnarr sem forseta til að sýna að hér á Íslandi er allt í lagi að vera ADHD, einhverfur eða hvað svo sem fólk kýs að kalla alla þessa hluti sem telst ekki normal. Sýnum heiminum að Ísland samþykkir skrýtið/óvenjulegt og einstakt fólk. Þannig einstaklingar geta meira að segja orðið forsetar. Ég grátbið ykkur að kjósa Jón Gnarr. Höfundur er manneskja og Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Mig líkaði ekkert alltaf við Jón Gnarr, en ég var unglingur þegar hann sprellaði í Fóstbræðrum og skildi alls ekkert alla brandarana þar. Mér fannst hann oft bara alls ekkert fyndinn, en reyndi að finnast hann skemmtilegur og sniðugur því að öðrum virtist finnast það. Ég eignaðist síðan einhvernveginn geisladiskinn ,,Kondí fíling (græna diskinn)” með Tvíhöfða, fékk hann líklega í jólagjöf. Þá plötu kunni ég nokkuð vel að meta og þá sérstaklega lögin, en ég var mjög ,,músíkölsk”. Píanókennarinn minn skrifaði það oft ef ekki alltaf í umsögn eftir hverja önn í mínu píanónámi (afsakið smá útúrdúr). Áhugaverð staðreynd að ég áttaði mig ekki á því fyrr en einhverjum árum seinna að Helga Braga var ekki að tala fyrir kvenkynsraddirnar á plötunni (ég var ,,mindblown”). Mér þótti frekar vandræðalegt að hafa ekki vitað þetta þannig að ég sagði engum frá, en segi nú í fyrsta skipti frá í skoðanagrein á Vísi.is svo að allir geti hlegið að þessu með mér. Ég man að mér fannst sniðugt að Jón Gnarr varð borgarstjóri. Sú staðreynd í sjálfu sér var gott grín. Síðan hugsaði ég ekkert mikið um það, enda hafði ég lítinn sem engan áhuga á pólitík. Einhverntímann var fólk að gagnrýna Jón á Facebook og ég kommentaði undir án þess að vita í raun nokkuð um málið eitthvað á borð við: ,,Ég kaus sko ekki þennan trúð”. Mig langaði líklega að reyna að vera dálítið kúl, vera memm í kommentum og herma eftir hinum. Í dag skammast ég mín fyrir að hafa skrifað þetta, en ég var bara svo mikill óviti. Mér fannst uppistandið hans ,,Ég var einu sinni nörd” alveg einstaklega skemmtilegt og karakterinn Georg Bjarnfreðarson í ,,Næturvaktinni” algjör snilld. Fyrst þá fór ég að spekulera hver Jón Gnarr í rauninni er. Einhverntímann heyrði ég frétt um að þegar hann lenti í vandræðum og bað um hjálp hélt fólk að það væri bara grín og tók hann ekki alvarlega. Ég fann til með honum. Heldur fólk að hann sé bara ALLTAF að reyna að vera fyndinn og að grínast? Getur hann ekki bara fengið að vera hann sjálfur? Þessi dásamlega skrýtni maður með sinn alveg einstaka hlátur. Ef ég lít í eigin barm þá hef ég vissulega ætlast til þess að hann sé ALLTAF fyndinn. Reynið bara að ímynda ykkur pressuna?! Fólk með slíkar óraunhæfar væntingar til hans mun að sjálfsögðu verða fyrir vonbrigðum. Þessi tilætlunarsemi af samfélaginu um að vera ,,normal” (taugatýpísk) manneskja og það að vera skrýtið/n/nn eða öðruvísi sé einvörðungu ásættanlegt sem spaug eða í leikrænu samhengi er alvarleg meinsemd í okkar samfélagi sem þarf að uppræta. Það er til heill haugur af fólki sem eyðir ómældri orku í að reyna að bæla skrýtinleika sinn, hvort sem það er ADHD eða einhverfa því það vill ekki vera álitið fatlað. Það bitnar verulega á geðheilsu þessa fólks og ýtir alltof mörgum út í örorku. Haugur af fólki hér á Íslandi fær ekki að vera það sjálft, er í raun fatlað, en gerir allt sem það getur til að fela það því þeir vilja ekki verða fyrir mismunun. Jón Gnarr er fyrir mér alveg ótrúleg fyrirmynd. Hann er duglegasti maður sem ég veit af, auðmjúkur, einlægur, skemmtilegur, þakklátur, heiðarlegur sem elskar íslenska þjóð, tungu og menningu af öllu hjarta. Hann gaf mér kjark og von, en ég hefði aldrei þorað að byrja að prófa mig áfram á TikTok að reyna að finna sjálfa mig ef það væri ekki fyrir hann. Útaf honum þá verð ég minna og minna hrædd við það að fólki finnist ég skrýtin. Við þurfum Jón Gnarr sem forseta til að sýna að hér á Íslandi er allt í lagi að vera ADHD, einhverfur eða hvað svo sem fólk kýs að kalla alla þessa hluti sem telst ekki normal. Sýnum heiminum að Ísland samþykkir skrýtið/óvenjulegt og einstakt fólk. Þannig einstaklingar geta meira að segja orðið forsetar. Ég grátbið ykkur að kjósa Jón Gnarr. Höfundur er manneskja og Íslendingur.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun