Okkar forseti Þráinn Farestveit skrifar 14. maí 2024 11:01 Það skiptir máli hver leiðir þjóðina. Ef einhver er í vafa um hversu miklu máli það skiptir hver verður næsti forseti á Bessastöðum er ágætt að rifja upp arfleifð Vigdísar Finnbogadóttur og hversu miklu hún breytti fyrir íslenska þjóð langt út fyrir landsteinana svo eftir því var tekið. Vigdís var fyrsta konan í heiminum sem kosin var þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum. Það vakti verðskuldaða athygli um allan heim og margir tóku hana sér til fyrirmyndar. Hún sem fyrirmynd hvatti þannig fleiri konur til að stíga fram og varð örugglega til þess að fleiri þjóðir höfðu hugrekki til að kjósa konu sem sinn leiðtoga. Í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur varð sú breyting á embættinu að starfsvettvangur forseta varð ekki bara innanlands heldur ferðaðist hún í mun meira mæli út fyrir landsteinana en fyrri forsetar höfðu gert og var henni boðið í heimsóknir víða erlendis. Þar lagði hún kapp á að nýta athyglina sem kjör hennar vakti í þágu lands og þjóðar sem það svo sannanlega gerði. Þegar gengið verður til forsetakjörs 1. júní næstkomandi þarft þú kjósandi góður að vera búinn að svara þeirri spurningu, hver af frambjóðendunum eru líklegir til að, ekki bara vera duglegur að vekja athygli á okkur sem þjóð, heldur sérstaklega til að styðja við og standa með þjóðinni á öllum stundum. Leiði þjóðina í málefnum þar hún sýnir styrkleika en einnig þegar einsýnt þykir að þjóðin er að fara út af sporinu. Fyrir þessu verkefni treysti ég Höllu Tómasdóttur best, ekki síst vegna reynslu hennar af því að tala fyrir góðum gildum og hennar einstöku framsýni í allri nálgun. Halla hefur reynslu af því að leiða saman ólíka hópa til umræðu um það sem skiptir máli. Hún var ein af þeim sem stóð fyrir Þjóðfundinum forðum og hefur þann eiginleika að fólk leggur við hlustir þegar hún talar. Halla hefur lagt konum til auð í krafti kvenna, hún hefur fengið byrjendur, brautryðjendur og sterkar konur til samtals þannig að lærdóm megi draga af þeirri vinnu. Hún hefur sýnt svo eftir því er tekið hversu kjarkmikil hún er, hún hefur kjark og þor til að fara ótroðnar slóðir, hún hefur sett niður vörður á sinni leið fyrir aðra að fylgja. Hún hefur tekið skýra afstöðu með öllum hópum samfélagsins. Sýnir aldrei annað en víðsýni og skilning á málefnum og stöðu þeirra sem minna mega sín. Allt of stór hópur einstaklinga finnur sig ekki í Íslensku samfélagi, telur sig ekki tilheyra og verður þess vegna jaðarsettur. Brotnar fjölskyldur sem sjá ekki til botns og finna málum sínu hvergi farveg fjölgar hratt, engin virðist hlusta. Ég treysti Höllu Tómasdóttur best til þess að byggja brýr fyrir alla sem byggja íslenskt samfélag, sterka sem veika, aldraða sem unga. Þannig forseta þurfum við á Bessastaði. Kjósum hugrakka og heillandi konu sem hefur þroska, kjark, leiðtogahæfni og reynslu til að bera, þegar fólkið í landinu þarf á að halda. Halla Tómasdóttir er minn forseti og ég hvet þá sem ekki hafa kynnt sér það sem hún stendur fyrir að gera það. Halla hefur ítrekað talað um Vigdísi sem sína helstu fyrir mynd. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það skiptir máli hver leiðir þjóðina. Ef einhver er í vafa um hversu miklu máli það skiptir hver verður næsti forseti á Bessastöðum er ágætt að rifja upp arfleifð Vigdísar Finnbogadóttur og hversu miklu hún breytti fyrir íslenska þjóð langt út fyrir landsteinana svo eftir því var tekið. Vigdís var fyrsta konan í heiminum sem kosin var þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum. Það vakti verðskuldaða athygli um allan heim og margir tóku hana sér til fyrirmyndar. Hún sem fyrirmynd hvatti þannig fleiri konur til að stíga fram og varð örugglega til þess að fleiri þjóðir höfðu hugrekki til að kjósa konu sem sinn leiðtoga. Í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur varð sú breyting á embættinu að starfsvettvangur forseta varð ekki bara innanlands heldur ferðaðist hún í mun meira mæli út fyrir landsteinana en fyrri forsetar höfðu gert og var henni boðið í heimsóknir víða erlendis. Þar lagði hún kapp á að nýta athyglina sem kjör hennar vakti í þágu lands og þjóðar sem það svo sannanlega gerði. Þegar gengið verður til forsetakjörs 1. júní næstkomandi þarft þú kjósandi góður að vera búinn að svara þeirri spurningu, hver af frambjóðendunum eru líklegir til að, ekki bara vera duglegur að vekja athygli á okkur sem þjóð, heldur sérstaklega til að styðja við og standa með þjóðinni á öllum stundum. Leiði þjóðina í málefnum þar hún sýnir styrkleika en einnig þegar einsýnt þykir að þjóðin er að fara út af sporinu. Fyrir þessu verkefni treysti ég Höllu Tómasdóttur best, ekki síst vegna reynslu hennar af því að tala fyrir góðum gildum og hennar einstöku framsýni í allri nálgun. Halla hefur reynslu af því að leiða saman ólíka hópa til umræðu um það sem skiptir máli. Hún var ein af þeim sem stóð fyrir Þjóðfundinum forðum og hefur þann eiginleika að fólk leggur við hlustir þegar hún talar. Halla hefur lagt konum til auð í krafti kvenna, hún hefur fengið byrjendur, brautryðjendur og sterkar konur til samtals þannig að lærdóm megi draga af þeirri vinnu. Hún hefur sýnt svo eftir því er tekið hversu kjarkmikil hún er, hún hefur kjark og þor til að fara ótroðnar slóðir, hún hefur sett niður vörður á sinni leið fyrir aðra að fylgja. Hún hefur tekið skýra afstöðu með öllum hópum samfélagsins. Sýnir aldrei annað en víðsýni og skilning á málefnum og stöðu þeirra sem minna mega sín. Allt of stór hópur einstaklinga finnur sig ekki í Íslensku samfélagi, telur sig ekki tilheyra og verður þess vegna jaðarsettur. Brotnar fjölskyldur sem sjá ekki til botns og finna málum sínu hvergi farveg fjölgar hratt, engin virðist hlusta. Ég treysti Höllu Tómasdóttur best til þess að byggja brýr fyrir alla sem byggja íslenskt samfélag, sterka sem veika, aldraða sem unga. Þannig forseta þurfum við á Bessastaði. Kjósum hugrakka og heillandi konu sem hefur þroska, kjark, leiðtogahæfni og reynslu til að bera, þegar fólkið í landinu þarf á að halda. Halla Tómasdóttir er minn forseti og ég hvet þá sem ekki hafa kynnt sér það sem hún stendur fyrir að gera það. Halla hefur ítrekað talað um Vigdísi sem sína helstu fyrir mynd. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar