Starfsgetumat er kerfisbreytingin - ekki dass af báðu í mixtúru fyrir aumingja! María Pétursdóttir skrifar 14. maí 2024 09:30 Þegar félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson (eða Mummi ráðherra eins og hann er gjarnan kallaður) kynnti starfsgetumatið og kerfisbreytingarnar sem ríkisstjórnin er að leggja til eina ferðina enn ítrekaði hann að að ekki væri um að ræða breska starfsgetumatið. Ekki breska starfsgetumatið en starfsgetumat engu að síður Breska starfsgetumatið er þar augljóslega af hinu illa enda olli það gríðarlegum dauðsföllum á fötluðu fólki við innleiðinguna þar í landi um 2008. Þá voru allir öryrkjar í Bretlandi sendir í afar vafasamt endurmat þar sem lítið tillit var tekið til geðfötlunar og annarra ósýnilegra sjúkdóma með þeim afleiðingum að mikið veikt fólk var sent út á Guð og gaddinn og fátækt og sjúkdómar leiddu til dauða bæði beint í gegnum líkamlega sjúkdóma og með því að fólk svipti sig lífi af örvæntingu. Engu að síður ætlar Mummi að innleiða refsandi starfsgetumat en bara aðeins skárra. Sá hryllingur sem á sér stað í Bretlandi breytir ekki þeirri staðreynd að starfsgetumatið sem tekið hefur verið upp í ríkjunum í kringum okkur svo sem Danmörku, Noregi, Svíþjóð og víðar hefur heldur ekki reynst vel nema ef mælikvarðinn er að fækka nýgengi örorku. Ef það er tilgangurinn sem hann vissulega er þá er sigur í sjónmáli. En á hvaða forsendum á að fækka fólki á örorku? Sparnaður er markmiðið í sjálfu sé enda skal halda því til haga að OECD hóf máls á því fyrir tveim áratugum við lúðraþyt nýfrjálshyggjunnar 2005 og rétt fyrir hrun að norrænu velferðarríkin væru of gjafmild við fatlað fólk og því skyldi hefja endurhæfingabylgju og skutla þessu fólki út á vinnumarkaðinn. Í kjölfarið var Virk stofnað hér á landi og hafist handa við að reyna að umbylta kerfinu. Það gekk svo og svo því smám saman áttuðu samtök öryrkja og ASÍ sig á því hvað hér væri raunverulega á ferðinni. Takk fyrir ekkert! Það gekk því ekki sem skyldi að fá samtök fatlaðs fólks á Íslandi til að samþykkja slíkar aðgerðir og endaði það með því að öryrkjum var kastað út í kuldann með engar kjarabætur sem heitið gat þrátt fyrir að lög segðu til um árlegar hækkanir og atvinnuþátttaka örorkulífeyrisþega var ávallt skert við fyrstu krónu. Eldri borgarar fengu 109 þúsund króna frítekjumark en öryrkjar ekkert þrátt fyrir að á vef TR hafi vissulega verið gefið til kynna að slík atvinnuþátttaka væri einnig í boði. Ef grannt var skoðað mátti sjá að örorkulífeyrir var samsettur úr allskyns greiðsluflokkum en aðeins einn þeirra hét „örorkulífeyrir”. Því var hægt að blekkja fólk og telja sumum trú um að engar skerðingar yrðu við atvinnuþátttöku. Skerðingin varð hins vegar vissulega til. Heimilisuppbótin hvarf við fyrstu unna krónu, og aldurstengd uppbót og fleiri þættir skertust einnig all rækilega. Sama þótt heilsan hafi á tímabilum verið skárri og fólk treyst sér í uppgrip hafa skerðingar latt og hreinlega brugðið fæti fyrir örorkulífeyrisþega. Sama hefur átt við um lífeyrissjóðstekjur og því er ekkert undarlegt að samtök fatlaðs fólks hafi kallað lengi eftir kerfisbreytingum, jafnvel einföldun á flóknu kerfi sem þjónar þeim illa en fyrst og fremst kjarabótum og hækkun frítekjumarks við atvinnuþátttöku. Mumma og félögum hefur eflaust þótt stórsniðugt að skeyta saman kerfisbreytingunum við starfsgetumatið enda afar vafasamt hvernig búið er að vinna út frá starfsgetumatinu án lagaheimilda í gegnum svokallað tilraunaverkefni um árabil og synja fólki um örorku þar til endurhæfing þyki fullreynd. VIRK hefur þannig haft allt of mikið vægi í því hvort fólk fái örorkumat eða ekki og hlutaörorka oftar gefin út þar sem fólk hefur ekki mikið upp úr sínum hlutastörfum vegna skerðinga. „Kerfisbreyting er það sem fólk vill svo við skulum bara kalla starfsgetumatið kerfisbreytingu”. Atvinnuþátttökuþakið verður svo þessi frábæri 100 þúsund kall núna árið 2024 eftir að búið er að ljúga því að fólki í áratug eða svo að hann hafi þegar verið til staðar. „Takk fyrir ekkert!” Endurhæfing ekki fullreynd Starfsgetumatið sem svona hefur verið praktíserað án lagaheimilda um árabil hefur nú þegar sýnt góðan árangur í því að draga úr nýgengi örorku en þar stóðust markmið um að lækka nýgengi örorkumats aldurshópsins 18–29 ára um 25% á árinu 2019 eins og kom fram á kynningarfundi Mumma. Hins vegar fylgdi það ekki sögunni hjá honum að sá hópur sem áður hefði fengið örorkumat hafi að að góðum hluta farið inn á aðstoð sveitarfélaga með lægstu tekjur sem í boði eru utan vinnumarkaðar. Fólk sem er veikt og jafnvel ekki tilbúið í endurhæfingu eða hefur jafnvel ekkert við hana að gera. Fólk með einhverfu, ógreinda sjúkdóma eða geðrænar áskoranir sem funkerar ekki á vinnumarkaði en varð af sínum sessi í bókaflokknum aldurstengd örorka þar sem örorkan dróst til margra ára eða það sat eftir í bókaflokknum „allt fyrir aumingja” hjá sveitarfélögunum. Nú á hins vegar að bæta eitthvað úr þessu og hleypa fleirum inn í endurhæfingabransann. Þetta er nákvæmlega sú reynsla sem hefur sýnt sig af starfsgetumatinu á hinum Norðurlöndunum. Þetta er hreinlega formúlan. Fleiri eru teknir inn á endurhæfingarlífeyri og endurhæfingin lengd í fimm ár (fer fljótlega að spanna tíu árin ef við horfum til annarra landa) og búinn er til virknistyrkur. Þeir sem eru á hinum eiginlegu örorkubótum fá hæstan skerf en hinir þurfa að vinna fyrir brauðmolunum, annað hvort á göngubretti, í grúppuvinnu eða illa launuðu hlutastarfi á vinnumarkaði sem er ekki til. Rannsóknir hafa sýnt að illa launuð hlutastörf valda alveg jafn miklum skaða á heilsufar fólks eins og atvinnuleysi. Einnig hafa rannsóknir á vinnumarkaðnum sýnt að vinnustaðirnir vilji raunverulega síður ráða inn fatlað eða veikt fólk í vinnu og er það alveg ljóst að aðgerðir eins og að skylda fyrirtæki til að ráða fatlaða manneskju í sæti eins af hverjum níu hefur þurft til svo sem í Þýskalandi svo fatlað fólk fái störf. Ekkert virðist hafa verið gert til að að laða fyrirtæki að fötluðu fólki frekar en fatlað fólk að fyrirtækjum hér á landi hingað til. Þar fara opinberar stofnanir ekki einu sinni fremstar í flokki heldur segja gjarnan upp miðaldra konum sem vilja minka við sig vinnu úr 100 í 50%. Markmiðið með þessum kerfisbreytingum er sannarlega að fækka fólki á örorku til þess að spara í kerfinu en upp á punnt er talað um að koma í veg fyrir einangrun fatlaðs fólks og koma í veg fyrir að fólk detti út af vinnumarkaði við áföll og veikindi. Þarna hefur orðið til sú mýta að það sé svo holt fyrir veikt fólk að vera í vinnu. Það hins vegar stenst ekki skoðun. Það er holt fyrir fólk að tilheyra samfélaginu og það gerir það á ótal mismunandi máta án þess að vera á vinnumarkaði. Hins vegar má verulega bæta í þegar kemur að iðju eða frístund og rannsaka hver það er sem tekur þriðju vaktina ofan á heimilisstörf og atvinnu og endar í kulnun. Er kulnun kannski afleiðing vinnuvæðingar nýfrjálshyggjunnar? Og hvers vegna má veikt fólk ekki fá stuðning til að vera heima ef það glímir við veikindi en geta unnið eftir þörfum og eða getu án þess að einhver virknilögregla andi ofan í hálsmálið á þeim? Er réttur minn enginn sem manneskja sem vill lifa með reisn úr því ég hef ekki fulla starfsgetu og þarf að reiða mig á almannatryggingakerfið okkar í og með? Hvers vegna þarf að setja okkur sem erum sannarlega langveik inn í kerfi þar sem við þurfum stöðugt að vera að sanna okkur í. Sanna hvort við treystum okkur til að vinna eitthvað um tíma, erum í fjárhagslegri neyð og ætlum að leggja á okkur uppgrip eða treystum okkur ekki til að vinna neitt í um tíma. Hversu niðurlægjandi er það að geta ekki stýrt slíku sjálfur? Enginn innan kerfisins sem ekki glímir við veikindi virðist skilja niðurlæginguna sem fellst í starfsgetumiðuðu örorkukerfi. Samráðsleysi Það hafa ekki heyrst mjög hávær andmæli frá ÖBÍ réttindasamtökum, Þroskahjálp eða Geðhjálp við þetta nýja frumvarp enda mjög óskýrt enn þá hvernig þessar svokölluðu kerfisbreytingar verða unnar eða hvernig samhæft mat verður unnið. Mummi talar um kjarabót upp á annars vegar um 4 þúsund krónur og hins vegar 30 þúsund krónur. Örorkulífeyrisþegar sem vita að þeir hafi setið eftir í kjarahækkunum undanfarinna ára svo munar um meira og eru jafnvel 100 þúsundum undir lægstu launum, gapa bara yfir þessum tölum sem eiga að vera svo frábærar. Er hann ekki að grínast í okkur hann Mummi? Hvað á að gera við þá hundrað þúsunda kjaragliðnun sem orðið hefur frá hruni? Ekkert? Nei hann er ekki að grínast og hann leggur sig fram við að láta líta út sem um fullkomið samráð hafi verið að ræða. Kynningarfundir eru hans samráðsfundir. Stjórn ÖBÍ sá ástæðu til að senda frá sér ályktun á dögunum þar sem það var ítrekað að bandalagið hafi ekki verði með í samráði. Og hvað ef ÖBÍ andmælir harðar? Hvað ef Þroskahjálp andmælir harðar. Mikið væri nú gott ef formaður Geðhjálpar hættir að tala um andlegar áskoranir og horfist í augu við andúðina sem stjórnvöld sýna fólki með geðsjúkdóma í raun. Það er búið að kaghýða fatlað fólk fyrir hlýða því ekki að fara út á vinnumarkaðinn með fullar skerðingar. Svo nú skal svelta öryrkja til hlýðni. Það ekkert öðruvísi. „Ekki andmæla því við höfum sýnt það áður að við getum haldið ykkur niðri til eilífðarnóns”. Þetta er mantran: „Við skulum ekki kalla sjúkdóma sjúkdóma og við skulum ekki láta lækna greina örorku og alls ekki vera óvinnufær. Auk þess er þetta nútíminn krakkar, það er ekkert sexí við það að vera öryrki og þú átt auðvitað ekki innihaldsríkt líf ef þú ferð ekki á árshátíð í vinnunni. Sjáið bara, svona er þetta í hinum löndunum.” Það er búið að smætta svo líf fólks sem ekki er á vinnumarkaði og telja því trú um að það einangrist og sé ekki hluti af samfélaginu ef það stundar ekki launavinnu. Og þrátt fyrir að sinna þriðju vaktinni í meira mæli og halda uppi sjálfboðaliðastörfum líknarfélaganna. Og hvað væri ekki hægt að gera annað til að koma í veg fyrir einangrun? Hvað væri ekki hægt að gera ef málið snerist virkilega um virkni? Auk þess sem atvinnuþátttaka Íslenskra örorkulífeyrisþega er þegar glettilega há þrátt fyrir miklar skerðingar. Persónuvernd er ekki fyrir fatlað fólk Hvers vegna þarf að að opna allar sjúkraskrár okkar langveikra þannig að bæði tryggingastofnun og vinnumálastofnun hafi nefið í okkar málum? Og hvers vegna hefur enginn stjórnmálaflokkur gripið inn í þegar kemur að persónuvernd okkar viðkvæmasta hóps samfélagsins. Starfsmaður á Tryggingastofnun og starfsmaður heillsugæslunnar, starfsmaður á Landspítalanum og nú starfsmenn í hinum og þessum endurhæfingar batteríum sem ekki er búið að setja almennilegan lagaramma um, starfsmenn félagsmálastofnana og starfsmenn vinnumálastofnunar geta nú skoðað viðkvæmustu persónuupplýsingar okkar öryrkja ef þetta frumvarp fer í gegn. Endurhæfingarteymi fyrir 20 þúsund manns Þetta er orðið svo þreytt mál og búið að svelta lífeyrisþega með þessu máli svo lengi að margir segja bara „Ok, bring it on”. Við skullum reyna að vinna hálftíma á viku fyrir ykkur ef við fáum þá allavegana einhverja kjarabót. Svo er sú kjarabót ekki einu sinni sýnileg í frumvarpinu. Hins vegar held ég að að það sé annars vegar búið að villa um fyrir öryrkjum, þeir í uppgjöf eða svo gjörsamlega bugaðir að þeir orka ekki að andmæla. Þeir sem ég hef talað við hafa verið í hópi hinna síðarnefndu. Eru svo kjaftstopp yfir þessum tillögum að þeir koma ekki upp orði. Því skora ég á ráðafólk í stjórnarandstöðu og ríkisstjórn að andmæla þessu ómannúðlega frumvarpi. Lesa það og setja sig inn í það og lesa athugasemdir ÖBÍ og annarra við frumvarpið. Finnst ykkur í alvörunni í lagi að veik manneskja sem ekki tekur fyrsta hlutastarfi sem henni býðst sé lækkuð í kjörum og refsað eða jafnvel meinað um velferð. Finnst ykkur í lagi að niðurlægja langveikt og fatlað fólk og innleiða kerfi sem stangast á við mannréttindasáttmála og jafnvel Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks? Og hvers vegna í ósköpunum má örorkulífeyrir ekki vera öryggisnetið okkar þar sem við fáum mannsæmandi kjör ef við getum ekki og þegar við getum ekki unnið? Að lokum vill ég skora á félaga mína hjá ÖBÍ og öðrum samtökum fatlaðs fólks að taka í sig kjark og hafa hátt því við erum að tala um sjálfsvirðingu okkar og lífskjör. Það er ekki svo lítið mál. Höfundur er með aldurstengda örorku frá 28 ára aldri, glímir við skerðingar og líkamlegar áskoranir á vinnumarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Þegar félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson (eða Mummi ráðherra eins og hann er gjarnan kallaður) kynnti starfsgetumatið og kerfisbreytingarnar sem ríkisstjórnin er að leggja til eina ferðina enn ítrekaði hann að að ekki væri um að ræða breska starfsgetumatið. Ekki breska starfsgetumatið en starfsgetumat engu að síður Breska starfsgetumatið er þar augljóslega af hinu illa enda olli það gríðarlegum dauðsföllum á fötluðu fólki við innleiðinguna þar í landi um 2008. Þá voru allir öryrkjar í Bretlandi sendir í afar vafasamt endurmat þar sem lítið tillit var tekið til geðfötlunar og annarra ósýnilegra sjúkdóma með þeim afleiðingum að mikið veikt fólk var sent út á Guð og gaddinn og fátækt og sjúkdómar leiddu til dauða bæði beint í gegnum líkamlega sjúkdóma og með því að fólk svipti sig lífi af örvæntingu. Engu að síður ætlar Mummi að innleiða refsandi starfsgetumat en bara aðeins skárra. Sá hryllingur sem á sér stað í Bretlandi breytir ekki þeirri staðreynd að starfsgetumatið sem tekið hefur verið upp í ríkjunum í kringum okkur svo sem Danmörku, Noregi, Svíþjóð og víðar hefur heldur ekki reynst vel nema ef mælikvarðinn er að fækka nýgengi örorku. Ef það er tilgangurinn sem hann vissulega er þá er sigur í sjónmáli. En á hvaða forsendum á að fækka fólki á örorku? Sparnaður er markmiðið í sjálfu sé enda skal halda því til haga að OECD hóf máls á því fyrir tveim áratugum við lúðraþyt nýfrjálshyggjunnar 2005 og rétt fyrir hrun að norrænu velferðarríkin væru of gjafmild við fatlað fólk og því skyldi hefja endurhæfingabylgju og skutla þessu fólki út á vinnumarkaðinn. Í kjölfarið var Virk stofnað hér á landi og hafist handa við að reyna að umbylta kerfinu. Það gekk svo og svo því smám saman áttuðu samtök öryrkja og ASÍ sig á því hvað hér væri raunverulega á ferðinni. Takk fyrir ekkert! Það gekk því ekki sem skyldi að fá samtök fatlaðs fólks á Íslandi til að samþykkja slíkar aðgerðir og endaði það með því að öryrkjum var kastað út í kuldann með engar kjarabætur sem heitið gat þrátt fyrir að lög segðu til um árlegar hækkanir og atvinnuþátttaka örorkulífeyrisþega var ávallt skert við fyrstu krónu. Eldri borgarar fengu 109 þúsund króna frítekjumark en öryrkjar ekkert þrátt fyrir að á vef TR hafi vissulega verið gefið til kynna að slík atvinnuþátttaka væri einnig í boði. Ef grannt var skoðað mátti sjá að örorkulífeyrir var samsettur úr allskyns greiðsluflokkum en aðeins einn þeirra hét „örorkulífeyrir”. Því var hægt að blekkja fólk og telja sumum trú um að engar skerðingar yrðu við atvinnuþátttöku. Skerðingin varð hins vegar vissulega til. Heimilisuppbótin hvarf við fyrstu unna krónu, og aldurstengd uppbót og fleiri þættir skertust einnig all rækilega. Sama þótt heilsan hafi á tímabilum verið skárri og fólk treyst sér í uppgrip hafa skerðingar latt og hreinlega brugðið fæti fyrir örorkulífeyrisþega. Sama hefur átt við um lífeyrissjóðstekjur og því er ekkert undarlegt að samtök fatlaðs fólks hafi kallað lengi eftir kerfisbreytingum, jafnvel einföldun á flóknu kerfi sem þjónar þeim illa en fyrst og fremst kjarabótum og hækkun frítekjumarks við atvinnuþátttöku. Mumma og félögum hefur eflaust þótt stórsniðugt að skeyta saman kerfisbreytingunum við starfsgetumatið enda afar vafasamt hvernig búið er að vinna út frá starfsgetumatinu án lagaheimilda í gegnum svokallað tilraunaverkefni um árabil og synja fólki um örorku þar til endurhæfing þyki fullreynd. VIRK hefur þannig haft allt of mikið vægi í því hvort fólk fái örorkumat eða ekki og hlutaörorka oftar gefin út þar sem fólk hefur ekki mikið upp úr sínum hlutastörfum vegna skerðinga. „Kerfisbreyting er það sem fólk vill svo við skulum bara kalla starfsgetumatið kerfisbreytingu”. Atvinnuþátttökuþakið verður svo þessi frábæri 100 þúsund kall núna árið 2024 eftir að búið er að ljúga því að fólki í áratug eða svo að hann hafi þegar verið til staðar. „Takk fyrir ekkert!” Endurhæfing ekki fullreynd Starfsgetumatið sem svona hefur verið praktíserað án lagaheimilda um árabil hefur nú þegar sýnt góðan árangur í því að draga úr nýgengi örorku en þar stóðust markmið um að lækka nýgengi örorkumats aldurshópsins 18–29 ára um 25% á árinu 2019 eins og kom fram á kynningarfundi Mumma. Hins vegar fylgdi það ekki sögunni hjá honum að sá hópur sem áður hefði fengið örorkumat hafi að að góðum hluta farið inn á aðstoð sveitarfélaga með lægstu tekjur sem í boði eru utan vinnumarkaðar. Fólk sem er veikt og jafnvel ekki tilbúið í endurhæfingu eða hefur jafnvel ekkert við hana að gera. Fólk með einhverfu, ógreinda sjúkdóma eða geðrænar áskoranir sem funkerar ekki á vinnumarkaði en varð af sínum sessi í bókaflokknum aldurstengd örorka þar sem örorkan dróst til margra ára eða það sat eftir í bókaflokknum „allt fyrir aumingja” hjá sveitarfélögunum. Nú á hins vegar að bæta eitthvað úr þessu og hleypa fleirum inn í endurhæfingabransann. Þetta er nákvæmlega sú reynsla sem hefur sýnt sig af starfsgetumatinu á hinum Norðurlöndunum. Þetta er hreinlega formúlan. Fleiri eru teknir inn á endurhæfingarlífeyri og endurhæfingin lengd í fimm ár (fer fljótlega að spanna tíu árin ef við horfum til annarra landa) og búinn er til virknistyrkur. Þeir sem eru á hinum eiginlegu örorkubótum fá hæstan skerf en hinir þurfa að vinna fyrir brauðmolunum, annað hvort á göngubretti, í grúppuvinnu eða illa launuðu hlutastarfi á vinnumarkaði sem er ekki til. Rannsóknir hafa sýnt að illa launuð hlutastörf valda alveg jafn miklum skaða á heilsufar fólks eins og atvinnuleysi. Einnig hafa rannsóknir á vinnumarkaðnum sýnt að vinnustaðirnir vilji raunverulega síður ráða inn fatlað eða veikt fólk í vinnu og er það alveg ljóst að aðgerðir eins og að skylda fyrirtæki til að ráða fatlaða manneskju í sæti eins af hverjum níu hefur þurft til svo sem í Þýskalandi svo fatlað fólk fái störf. Ekkert virðist hafa verið gert til að að laða fyrirtæki að fötluðu fólki frekar en fatlað fólk að fyrirtækjum hér á landi hingað til. Þar fara opinberar stofnanir ekki einu sinni fremstar í flokki heldur segja gjarnan upp miðaldra konum sem vilja minka við sig vinnu úr 100 í 50%. Markmiðið með þessum kerfisbreytingum er sannarlega að fækka fólki á örorku til þess að spara í kerfinu en upp á punnt er talað um að koma í veg fyrir einangrun fatlaðs fólks og koma í veg fyrir að fólk detti út af vinnumarkaði við áföll og veikindi. Þarna hefur orðið til sú mýta að það sé svo holt fyrir veikt fólk að vera í vinnu. Það hins vegar stenst ekki skoðun. Það er holt fyrir fólk að tilheyra samfélaginu og það gerir það á ótal mismunandi máta án þess að vera á vinnumarkaði. Hins vegar má verulega bæta í þegar kemur að iðju eða frístund og rannsaka hver það er sem tekur þriðju vaktina ofan á heimilisstörf og atvinnu og endar í kulnun. Er kulnun kannski afleiðing vinnuvæðingar nýfrjálshyggjunnar? Og hvers vegna má veikt fólk ekki fá stuðning til að vera heima ef það glímir við veikindi en geta unnið eftir þörfum og eða getu án þess að einhver virknilögregla andi ofan í hálsmálið á þeim? Er réttur minn enginn sem manneskja sem vill lifa með reisn úr því ég hef ekki fulla starfsgetu og þarf að reiða mig á almannatryggingakerfið okkar í og með? Hvers vegna þarf að setja okkur sem erum sannarlega langveik inn í kerfi þar sem við þurfum stöðugt að vera að sanna okkur í. Sanna hvort við treystum okkur til að vinna eitthvað um tíma, erum í fjárhagslegri neyð og ætlum að leggja á okkur uppgrip eða treystum okkur ekki til að vinna neitt í um tíma. Hversu niðurlægjandi er það að geta ekki stýrt slíku sjálfur? Enginn innan kerfisins sem ekki glímir við veikindi virðist skilja niðurlæginguna sem fellst í starfsgetumiðuðu örorkukerfi. Samráðsleysi Það hafa ekki heyrst mjög hávær andmæli frá ÖBÍ réttindasamtökum, Þroskahjálp eða Geðhjálp við þetta nýja frumvarp enda mjög óskýrt enn þá hvernig þessar svokölluðu kerfisbreytingar verða unnar eða hvernig samhæft mat verður unnið. Mummi talar um kjarabót upp á annars vegar um 4 þúsund krónur og hins vegar 30 þúsund krónur. Örorkulífeyrisþegar sem vita að þeir hafi setið eftir í kjarahækkunum undanfarinna ára svo munar um meira og eru jafnvel 100 þúsundum undir lægstu launum, gapa bara yfir þessum tölum sem eiga að vera svo frábærar. Er hann ekki að grínast í okkur hann Mummi? Hvað á að gera við þá hundrað þúsunda kjaragliðnun sem orðið hefur frá hruni? Ekkert? Nei hann er ekki að grínast og hann leggur sig fram við að láta líta út sem um fullkomið samráð hafi verið að ræða. Kynningarfundir eru hans samráðsfundir. Stjórn ÖBÍ sá ástæðu til að senda frá sér ályktun á dögunum þar sem það var ítrekað að bandalagið hafi ekki verði með í samráði. Og hvað ef ÖBÍ andmælir harðar? Hvað ef Þroskahjálp andmælir harðar. Mikið væri nú gott ef formaður Geðhjálpar hættir að tala um andlegar áskoranir og horfist í augu við andúðina sem stjórnvöld sýna fólki með geðsjúkdóma í raun. Það er búið að kaghýða fatlað fólk fyrir hlýða því ekki að fara út á vinnumarkaðinn með fullar skerðingar. Svo nú skal svelta öryrkja til hlýðni. Það ekkert öðruvísi. „Ekki andmæla því við höfum sýnt það áður að við getum haldið ykkur niðri til eilífðarnóns”. Þetta er mantran: „Við skulum ekki kalla sjúkdóma sjúkdóma og við skulum ekki láta lækna greina örorku og alls ekki vera óvinnufær. Auk þess er þetta nútíminn krakkar, það er ekkert sexí við það að vera öryrki og þú átt auðvitað ekki innihaldsríkt líf ef þú ferð ekki á árshátíð í vinnunni. Sjáið bara, svona er þetta í hinum löndunum.” Það er búið að smætta svo líf fólks sem ekki er á vinnumarkaði og telja því trú um að það einangrist og sé ekki hluti af samfélaginu ef það stundar ekki launavinnu. Og þrátt fyrir að sinna þriðju vaktinni í meira mæli og halda uppi sjálfboðaliðastörfum líknarfélaganna. Og hvað væri ekki hægt að gera annað til að koma í veg fyrir einangrun? Hvað væri ekki hægt að gera ef málið snerist virkilega um virkni? Auk þess sem atvinnuþátttaka Íslenskra örorkulífeyrisþega er þegar glettilega há þrátt fyrir miklar skerðingar. Persónuvernd er ekki fyrir fatlað fólk Hvers vegna þarf að að opna allar sjúkraskrár okkar langveikra þannig að bæði tryggingastofnun og vinnumálastofnun hafi nefið í okkar málum? Og hvers vegna hefur enginn stjórnmálaflokkur gripið inn í þegar kemur að persónuvernd okkar viðkvæmasta hóps samfélagsins. Starfsmaður á Tryggingastofnun og starfsmaður heillsugæslunnar, starfsmaður á Landspítalanum og nú starfsmenn í hinum og þessum endurhæfingar batteríum sem ekki er búið að setja almennilegan lagaramma um, starfsmenn félagsmálastofnana og starfsmenn vinnumálastofnunar geta nú skoðað viðkvæmustu persónuupplýsingar okkar öryrkja ef þetta frumvarp fer í gegn. Endurhæfingarteymi fyrir 20 þúsund manns Þetta er orðið svo þreytt mál og búið að svelta lífeyrisþega með þessu máli svo lengi að margir segja bara „Ok, bring it on”. Við skullum reyna að vinna hálftíma á viku fyrir ykkur ef við fáum þá allavegana einhverja kjarabót. Svo er sú kjarabót ekki einu sinni sýnileg í frumvarpinu. Hins vegar held ég að að það sé annars vegar búið að villa um fyrir öryrkjum, þeir í uppgjöf eða svo gjörsamlega bugaðir að þeir orka ekki að andmæla. Þeir sem ég hef talað við hafa verið í hópi hinna síðarnefndu. Eru svo kjaftstopp yfir þessum tillögum að þeir koma ekki upp orði. Því skora ég á ráðafólk í stjórnarandstöðu og ríkisstjórn að andmæla þessu ómannúðlega frumvarpi. Lesa það og setja sig inn í það og lesa athugasemdir ÖBÍ og annarra við frumvarpið. Finnst ykkur í alvörunni í lagi að veik manneskja sem ekki tekur fyrsta hlutastarfi sem henni býðst sé lækkuð í kjörum og refsað eða jafnvel meinað um velferð. Finnst ykkur í lagi að niðurlægja langveikt og fatlað fólk og innleiða kerfi sem stangast á við mannréttindasáttmála og jafnvel Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks? Og hvers vegna í ósköpunum má örorkulífeyrir ekki vera öryggisnetið okkar þar sem við fáum mannsæmandi kjör ef við getum ekki og þegar við getum ekki unnið? Að lokum vill ég skora á félaga mína hjá ÖBÍ og öðrum samtökum fatlaðs fólks að taka í sig kjark og hafa hátt því við erum að tala um sjálfsvirðingu okkar og lífskjör. Það er ekki svo lítið mál. Höfundur er með aldurstengda örorku frá 28 ára aldri, glímir við skerðingar og líkamlegar áskoranir á vinnumarkaði.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar