Katrín eða Halla Hrund? Reynir Böðvarsson skrifar 13. maí 2024 21:01 Ég held að það sé farið að skýrast nokkuð vel hverjir hafa möguleika á að ná kjöri í forsetakoningunum þann 1. júní. Ljóst er að Katrín Jakobsdóttir nýtur enn mikils fylgis gamalla aðdáenda frá fyrri tíð og svo nýtur hún einnig sí aukins stuðnings gamalla andstæðinga á hægri væng stjórnmálanna, þeirra sem stutt hafa ríkisstjórnir hennar gegnum súrt og sætt. Töluverðar líkur verða að teljast á því að Katrín nái veli yfir 30% fylgi þegar þessir tveir hópar sameinast um að kjósa hana og að auki má reikna með að töluvert fylgi óákveðinna safnist á hana einfaldlega vegna þess hversu vel þekkt hún er. Jafnvel 40% fylgi er ekki óhugsandi ef öflunum sem standa á bak við hana, sem eru sterk, tekst áætlun sín. Það er því nokkuð ljóst að dreifing atkvæða á þau þrjú hæstu má ekki verða of jöfn ef einhver annar en Katrín á að hafa möguleika á að vinna þessar kosningar. Horfast verður í augu við þá staðreynd að flest þeirra hafa enga möguleika á að vinna gegn Katrínu sem er í rauninni ekkert skrýtið þar sem Katrín er líklega þekktasta manneskjan í landinu og er óneitanlega mjög frambærilegur kandídat. Ég held að það sé þannig, eins og staðan er nú, að aðeins Halla Hrund og Baldur geti haft einhvern möguleika á að sigra Katrínu en ég efast þó stórlega um að Baldur hafi í raun möguleika til þess. Fólki á vinstri væng stjórnmála líkar ekki við daður hans við NATO og hervæðingu og finnst hann vera of langt til hægri yfirleitt í sínum viðhorfum öðrum en hvað varðar jafnréttismál. Á hægri vængnum er Baldur ekki heldur í einhverju uppáhaldi, enganvegin hjá hörðustu nýfrjálshyggju postulunum og svo er sú sorglega staðreynd að enn eru í þessum hópi fordómar gagnvart samkynhneigðum sem getur haft áhrif á hvernig fólk kýs. Halla Hrund Logadóttir er að mínu mati eini kandídatinn sem hefur möguleika á að sigra Katrínu Jakobsdóttur í þessum kosningum. Halla Hrund er nánast ímynd náttúrunnar sjálfrar í allri sinni framkomu, glaðleg, hlý og falleg en líka ákveðin og augljóslega með bein í nefinu. Hún hefur breitt fylgi bæði í borg og til sveita, höfðar mjög til okkar margra þegar hún talar um samvinnu og að sameina fólk í verkefni sem gagnast heildinni þar sem réttlæti er leiðarljósið. Hún hefur sem orkumálastjóri bent á nauðsynlegar lagabreytingar til verndar náttúrunni og til þess að vernda heimili og minni fyrirtæki gagnvart markaðsvæðingu á orkumarkaði. Ég held að það sé ljóst engin annar framjóðandi í þessum kosningum hafi jafn mikla möguleika á að sigra. Halla Hrund Logadóttir verður líklega næsti forseti Íslands. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum sem hefur starfað við Uppsala háskóla í 40 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég held að það sé farið að skýrast nokkuð vel hverjir hafa möguleika á að ná kjöri í forsetakoningunum þann 1. júní. Ljóst er að Katrín Jakobsdóttir nýtur enn mikils fylgis gamalla aðdáenda frá fyrri tíð og svo nýtur hún einnig sí aukins stuðnings gamalla andstæðinga á hægri væng stjórnmálanna, þeirra sem stutt hafa ríkisstjórnir hennar gegnum súrt og sætt. Töluverðar líkur verða að teljast á því að Katrín nái veli yfir 30% fylgi þegar þessir tveir hópar sameinast um að kjósa hana og að auki má reikna með að töluvert fylgi óákveðinna safnist á hana einfaldlega vegna þess hversu vel þekkt hún er. Jafnvel 40% fylgi er ekki óhugsandi ef öflunum sem standa á bak við hana, sem eru sterk, tekst áætlun sín. Það er því nokkuð ljóst að dreifing atkvæða á þau þrjú hæstu má ekki verða of jöfn ef einhver annar en Katrín á að hafa möguleika á að vinna þessar kosningar. Horfast verður í augu við þá staðreynd að flest þeirra hafa enga möguleika á að vinna gegn Katrínu sem er í rauninni ekkert skrýtið þar sem Katrín er líklega þekktasta manneskjan í landinu og er óneitanlega mjög frambærilegur kandídat. Ég held að það sé þannig, eins og staðan er nú, að aðeins Halla Hrund og Baldur geti haft einhvern möguleika á að sigra Katrínu en ég efast þó stórlega um að Baldur hafi í raun möguleika til þess. Fólki á vinstri væng stjórnmála líkar ekki við daður hans við NATO og hervæðingu og finnst hann vera of langt til hægri yfirleitt í sínum viðhorfum öðrum en hvað varðar jafnréttismál. Á hægri vængnum er Baldur ekki heldur í einhverju uppáhaldi, enganvegin hjá hörðustu nýfrjálshyggju postulunum og svo er sú sorglega staðreynd að enn eru í þessum hópi fordómar gagnvart samkynhneigðum sem getur haft áhrif á hvernig fólk kýs. Halla Hrund Logadóttir er að mínu mati eini kandídatinn sem hefur möguleika á að sigra Katrínu Jakobsdóttur í þessum kosningum. Halla Hrund er nánast ímynd náttúrunnar sjálfrar í allri sinni framkomu, glaðleg, hlý og falleg en líka ákveðin og augljóslega með bein í nefinu. Hún hefur breitt fylgi bæði í borg og til sveita, höfðar mjög til okkar margra þegar hún talar um samvinnu og að sameina fólk í verkefni sem gagnast heildinni þar sem réttlæti er leiðarljósið. Hún hefur sem orkumálastjóri bent á nauðsynlegar lagabreytingar til verndar náttúrunni og til þess að vernda heimili og minni fyrirtæki gagnvart markaðsvæðingu á orkumarkaði. Ég held að það sé ljóst engin annar framjóðandi í þessum kosningum hafi jafn mikla möguleika á að sigra. Halla Hrund Logadóttir verður líklega næsti forseti Íslands. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum sem hefur starfað við Uppsala háskóla í 40 ár.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun