Katrín eða Halla Hrund? Reynir Böðvarsson skrifar 13. maí 2024 21:01 Ég held að það sé farið að skýrast nokkuð vel hverjir hafa möguleika á að ná kjöri í forsetakoningunum þann 1. júní. Ljóst er að Katrín Jakobsdóttir nýtur enn mikils fylgis gamalla aðdáenda frá fyrri tíð og svo nýtur hún einnig sí aukins stuðnings gamalla andstæðinga á hægri væng stjórnmálanna, þeirra sem stutt hafa ríkisstjórnir hennar gegnum súrt og sætt. Töluverðar líkur verða að teljast á því að Katrín nái veli yfir 30% fylgi þegar þessir tveir hópar sameinast um að kjósa hana og að auki má reikna með að töluvert fylgi óákveðinna safnist á hana einfaldlega vegna þess hversu vel þekkt hún er. Jafnvel 40% fylgi er ekki óhugsandi ef öflunum sem standa á bak við hana, sem eru sterk, tekst áætlun sín. Það er því nokkuð ljóst að dreifing atkvæða á þau þrjú hæstu má ekki verða of jöfn ef einhver annar en Katrín á að hafa möguleika á að vinna þessar kosningar. Horfast verður í augu við þá staðreynd að flest þeirra hafa enga möguleika á að vinna gegn Katrínu sem er í rauninni ekkert skrýtið þar sem Katrín er líklega þekktasta manneskjan í landinu og er óneitanlega mjög frambærilegur kandídat. Ég held að það sé þannig, eins og staðan er nú, að aðeins Halla Hrund og Baldur geti haft einhvern möguleika á að sigra Katrínu en ég efast þó stórlega um að Baldur hafi í raun möguleika til þess. Fólki á vinstri væng stjórnmála líkar ekki við daður hans við NATO og hervæðingu og finnst hann vera of langt til hægri yfirleitt í sínum viðhorfum öðrum en hvað varðar jafnréttismál. Á hægri vængnum er Baldur ekki heldur í einhverju uppáhaldi, enganvegin hjá hörðustu nýfrjálshyggju postulunum og svo er sú sorglega staðreynd að enn eru í þessum hópi fordómar gagnvart samkynhneigðum sem getur haft áhrif á hvernig fólk kýs. Halla Hrund Logadóttir er að mínu mati eini kandídatinn sem hefur möguleika á að sigra Katrínu Jakobsdóttur í þessum kosningum. Halla Hrund er nánast ímynd náttúrunnar sjálfrar í allri sinni framkomu, glaðleg, hlý og falleg en líka ákveðin og augljóslega með bein í nefinu. Hún hefur breitt fylgi bæði í borg og til sveita, höfðar mjög til okkar margra þegar hún talar um samvinnu og að sameina fólk í verkefni sem gagnast heildinni þar sem réttlæti er leiðarljósið. Hún hefur sem orkumálastjóri bent á nauðsynlegar lagabreytingar til verndar náttúrunni og til þess að vernda heimili og minni fyrirtæki gagnvart markaðsvæðingu á orkumarkaði. Ég held að það sé ljóst engin annar framjóðandi í þessum kosningum hafi jafn mikla möguleika á að sigra. Halla Hrund Logadóttir verður líklega næsti forseti Íslands. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum sem hefur starfað við Uppsala háskóla í 40 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Ég held að það sé farið að skýrast nokkuð vel hverjir hafa möguleika á að ná kjöri í forsetakoningunum þann 1. júní. Ljóst er að Katrín Jakobsdóttir nýtur enn mikils fylgis gamalla aðdáenda frá fyrri tíð og svo nýtur hún einnig sí aukins stuðnings gamalla andstæðinga á hægri væng stjórnmálanna, þeirra sem stutt hafa ríkisstjórnir hennar gegnum súrt og sætt. Töluverðar líkur verða að teljast á því að Katrín nái veli yfir 30% fylgi þegar þessir tveir hópar sameinast um að kjósa hana og að auki má reikna með að töluvert fylgi óákveðinna safnist á hana einfaldlega vegna þess hversu vel þekkt hún er. Jafnvel 40% fylgi er ekki óhugsandi ef öflunum sem standa á bak við hana, sem eru sterk, tekst áætlun sín. Það er því nokkuð ljóst að dreifing atkvæða á þau þrjú hæstu má ekki verða of jöfn ef einhver annar en Katrín á að hafa möguleika á að vinna þessar kosningar. Horfast verður í augu við þá staðreynd að flest þeirra hafa enga möguleika á að vinna gegn Katrínu sem er í rauninni ekkert skrýtið þar sem Katrín er líklega þekktasta manneskjan í landinu og er óneitanlega mjög frambærilegur kandídat. Ég held að það sé þannig, eins og staðan er nú, að aðeins Halla Hrund og Baldur geti haft einhvern möguleika á að sigra Katrínu en ég efast þó stórlega um að Baldur hafi í raun möguleika til þess. Fólki á vinstri væng stjórnmála líkar ekki við daður hans við NATO og hervæðingu og finnst hann vera of langt til hægri yfirleitt í sínum viðhorfum öðrum en hvað varðar jafnréttismál. Á hægri vængnum er Baldur ekki heldur í einhverju uppáhaldi, enganvegin hjá hörðustu nýfrjálshyggju postulunum og svo er sú sorglega staðreynd að enn eru í þessum hópi fordómar gagnvart samkynhneigðum sem getur haft áhrif á hvernig fólk kýs. Halla Hrund Logadóttir er að mínu mati eini kandídatinn sem hefur möguleika á að sigra Katrínu Jakobsdóttur í þessum kosningum. Halla Hrund er nánast ímynd náttúrunnar sjálfrar í allri sinni framkomu, glaðleg, hlý og falleg en líka ákveðin og augljóslega með bein í nefinu. Hún hefur breitt fylgi bæði í borg og til sveita, höfðar mjög til okkar margra þegar hún talar um samvinnu og að sameina fólk í verkefni sem gagnast heildinni þar sem réttlæti er leiðarljósið. Hún hefur sem orkumálastjóri bent á nauðsynlegar lagabreytingar til verndar náttúrunni og til þess að vernda heimili og minni fyrirtæki gagnvart markaðsvæðingu á orkumarkaði. Ég held að það sé ljóst engin annar framjóðandi í þessum kosningum hafi jafn mikla möguleika á að sigra. Halla Hrund Logadóttir verður líklega næsti forseti Íslands. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum sem hefur starfað við Uppsala háskóla í 40 ár.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun