Látum frambjóðendur njóta sannmælis Vésteinn Ólason skrifar 13. maí 2024 09:31 Það er óþarfi að telja upp alla kosti Katrínar Jakobsdóttur, eiginleika og reynslu sem gera hana frábærlega vel hæfa til að vera forseti. Ég held að fáir efist um þá ef þeir skoða hug sinn. En þó er eins og margir umturnist við tilhugsun um framboð hennar. Allt snýst þetta um stjórnmálaferil Katrínar og þá staðreynd að hún hefur um sjö ára skeið verið forsætisráðherra í samsteypustjórn með hægri flokki. Þar með á hún að vera fulltrúi auðs og valds, ábyrg fyrir öllu misrétti sem viðgengst og aumum kjörum hluta þjóðarinnar. Margt í umræðunni minnir mig á viðreisnarárin milli 1960 og 70, þegar fúkyrði flugu á milli fylkinga sósíalista og Alþýðuflokksmanna, og milli hægri og vinstri. Þegar sá orðaflaumur er lesinn í dag er hann oft hlægilegur og aumkunarverður. Enginn heiðarlegur maður getur nú t.d. dregið í efa að Gylfi Þ. Gíslason var stórmerkur stjórnmálamaður og kom mörgu góðu til leiðar í stjórnarsamstarfi Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, þótt annað hefði mátt halda ef lesin voru málgögn andstæðinganna. Þar með er ekki sagt að ekki hafi verið pólitískur ágreiningur og tilefni til hans. Svipað má segja um verk Katrínar á undaförnum árum. Hún hefur auðvitað ekki ráðið öllu né fengið vilja sínum framgengt í öllum málum, og sjálfsagt hefur hún ekki alltaf tekið réttar ákvarðanir frekar en aðrir. Ríkisstjórn Íslands er svo kallað fjölskipað stjórnvald og forsætisráðherra segir ekki öðrum ráðherrum fyrir verkum. Það hefði þó varla verið líklegt til árangurs að slíta stjórnarsamstarfinu þegar á móti blés. Ég læt nægja að benda á eitt dæmi um vinnubrögð Katrínar og áhrif. Það lofaði ekki góðu fyrir vinnufrið og þróun efnahagsmála að heyra tóninn í þeim sem kallast aðilar vinnumarkaðarins fyrir fáum árum. Ekki er ég í vafa um að Katrín Jakobsdóttir hefur átt mikinn þátt í að sefa þann ofsa og og finna lausnir með fundarhöldum sínum með þessu fólki. Það hefur verið þolinmæðisverk og ekki á allra færi. Mér sýnist það einmitt mikilvæg jafnaðarstefna, sem tekin var í nýjustu samningum, að lagfæra kjör með bótum til þeirra sem verst eru settir fremur en hækka laun á verðbólgutímum. Þeir sem betur þekkja til en ég hafa lagt mat á frammistöðu Katrínar þegar heimsfaraldur reið yfir, en ekki þarf langt að leita til að finna lönd þar sem miklu verr fór vegna afskipta stjórnmálamanna. Meginatriði er að Katrín og flokkur hennar gengu inn í samsteypustjórn í þeim tilgangi að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd meðvituð um að ekki yrði allt fengið. Sumt hefur tekist vel, annað miður. Sínum augum lítur hver á það silfur. Ekki tekst alltaf vel til hjá stjórnmálamönnum og oft er full ástæða til harðrar gagnrýni á verk þeirra. En það er óheillavænlegt ef fólk telur að þeir sem komast til valda með lýðræðislegum hætti séu upp til hópa andstæðingar almennings. Ef sú afstaða nær tökum á þjóð bíður ekki annað en fasismi og valdstjórn fárra, sem sannarlega hirða lítt um frelsi og velmegun almennings. Dæmin eru auðfundin og fer því miður fjölgandi. Sannarlega er engin nauðsyn að forseti komi úr flokki framámanna í stjórnmálum, en því fer líka fjarri að þátttaka í stjórnmálum geri fólk óhæft til að hefja sig yfir flokkadrættina og vinna að almannaheill eftir bestu vitund og samvisku. Það eru ekki góð skilaboð til fólks sem vill gefa kost á sér til stjórnmálastarfa að það megi vænta þess að vera ausið auri og gert að blórabögglum fyrir allt sem miður fer. Herfilegt er hve mikið er um slíkt, og alveg óumdeilanlega bitna slík viðbrögð harðast á konum sem valist hafa til trúnaðarstarfa. Ekki þarf að telja dæmin upp. Allir þekkja þau. Ég er nú kominn til ára minna og hef fylgst með forsetakosningum og forsetum síðan árið 1952, en mestan þátt tók ég 1968 og birti þá reyndar grein til stuðnings Kristjáni Eldjárn. Þá var hart tekist á eins og nú en þó með öðrum hætti. Stjórnmálaþátttaka var líka rædd, og það er eðlilegt, sú reynsla skiptir máli, en alltaf hlýtur að ráða mestu traust á þeim einstaklingi sem maður velur og hæfileikum hennar eða hans til að gegna embættinu með fullum sóma bæði í meðbyr og mótvindi. Ég hef aldrei kosið VG né hef ég talið mig stuðningsmann ríkisstjórna Katrínar, en ég ætla að kjósa hana til forseta af því að ég treysti henni. Sem betur fer eru fleiri góðir frambjóðendur, og atkvæðin munu dreifast eins og ævinlega í lýðræðisríkjum. Heilir hildar til, heilir hildi frá, var sagt forðum. Gætum heiðarleika og sanngirni í málflutningi svo að við getum gengið sátt frá borði að kosningum loknum. Höfundur er ellilífeyrisþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er óþarfi að telja upp alla kosti Katrínar Jakobsdóttur, eiginleika og reynslu sem gera hana frábærlega vel hæfa til að vera forseti. Ég held að fáir efist um þá ef þeir skoða hug sinn. En þó er eins og margir umturnist við tilhugsun um framboð hennar. Allt snýst þetta um stjórnmálaferil Katrínar og þá staðreynd að hún hefur um sjö ára skeið verið forsætisráðherra í samsteypustjórn með hægri flokki. Þar með á hún að vera fulltrúi auðs og valds, ábyrg fyrir öllu misrétti sem viðgengst og aumum kjörum hluta þjóðarinnar. Margt í umræðunni minnir mig á viðreisnarárin milli 1960 og 70, þegar fúkyrði flugu á milli fylkinga sósíalista og Alþýðuflokksmanna, og milli hægri og vinstri. Þegar sá orðaflaumur er lesinn í dag er hann oft hlægilegur og aumkunarverður. Enginn heiðarlegur maður getur nú t.d. dregið í efa að Gylfi Þ. Gíslason var stórmerkur stjórnmálamaður og kom mörgu góðu til leiðar í stjórnarsamstarfi Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, þótt annað hefði mátt halda ef lesin voru málgögn andstæðinganna. Þar með er ekki sagt að ekki hafi verið pólitískur ágreiningur og tilefni til hans. Svipað má segja um verk Katrínar á undaförnum árum. Hún hefur auðvitað ekki ráðið öllu né fengið vilja sínum framgengt í öllum málum, og sjálfsagt hefur hún ekki alltaf tekið réttar ákvarðanir frekar en aðrir. Ríkisstjórn Íslands er svo kallað fjölskipað stjórnvald og forsætisráðherra segir ekki öðrum ráðherrum fyrir verkum. Það hefði þó varla verið líklegt til árangurs að slíta stjórnarsamstarfinu þegar á móti blés. Ég læt nægja að benda á eitt dæmi um vinnubrögð Katrínar og áhrif. Það lofaði ekki góðu fyrir vinnufrið og þróun efnahagsmála að heyra tóninn í þeim sem kallast aðilar vinnumarkaðarins fyrir fáum árum. Ekki er ég í vafa um að Katrín Jakobsdóttir hefur átt mikinn þátt í að sefa þann ofsa og og finna lausnir með fundarhöldum sínum með þessu fólki. Það hefur verið þolinmæðisverk og ekki á allra færi. Mér sýnist það einmitt mikilvæg jafnaðarstefna, sem tekin var í nýjustu samningum, að lagfæra kjör með bótum til þeirra sem verst eru settir fremur en hækka laun á verðbólgutímum. Þeir sem betur þekkja til en ég hafa lagt mat á frammistöðu Katrínar þegar heimsfaraldur reið yfir, en ekki þarf langt að leita til að finna lönd þar sem miklu verr fór vegna afskipta stjórnmálamanna. Meginatriði er að Katrín og flokkur hennar gengu inn í samsteypustjórn í þeim tilgangi að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd meðvituð um að ekki yrði allt fengið. Sumt hefur tekist vel, annað miður. Sínum augum lítur hver á það silfur. Ekki tekst alltaf vel til hjá stjórnmálamönnum og oft er full ástæða til harðrar gagnrýni á verk þeirra. En það er óheillavænlegt ef fólk telur að þeir sem komast til valda með lýðræðislegum hætti séu upp til hópa andstæðingar almennings. Ef sú afstaða nær tökum á þjóð bíður ekki annað en fasismi og valdstjórn fárra, sem sannarlega hirða lítt um frelsi og velmegun almennings. Dæmin eru auðfundin og fer því miður fjölgandi. Sannarlega er engin nauðsyn að forseti komi úr flokki framámanna í stjórnmálum, en því fer líka fjarri að þátttaka í stjórnmálum geri fólk óhæft til að hefja sig yfir flokkadrættina og vinna að almannaheill eftir bestu vitund og samvisku. Það eru ekki góð skilaboð til fólks sem vill gefa kost á sér til stjórnmálastarfa að það megi vænta þess að vera ausið auri og gert að blórabögglum fyrir allt sem miður fer. Herfilegt er hve mikið er um slíkt, og alveg óumdeilanlega bitna slík viðbrögð harðast á konum sem valist hafa til trúnaðarstarfa. Ekki þarf að telja dæmin upp. Allir þekkja þau. Ég er nú kominn til ára minna og hef fylgst með forsetakosningum og forsetum síðan árið 1952, en mestan þátt tók ég 1968 og birti þá reyndar grein til stuðnings Kristjáni Eldjárn. Þá var hart tekist á eins og nú en þó með öðrum hætti. Stjórnmálaþátttaka var líka rædd, og það er eðlilegt, sú reynsla skiptir máli, en alltaf hlýtur að ráða mestu traust á þeim einstaklingi sem maður velur og hæfileikum hennar eða hans til að gegna embættinu með fullum sóma bæði í meðbyr og mótvindi. Ég hef aldrei kosið VG né hef ég talið mig stuðningsmann ríkisstjórna Katrínar, en ég ætla að kjósa hana til forseta af því að ég treysti henni. Sem betur fer eru fleiri góðir frambjóðendur, og atkvæðin munu dreifast eins og ævinlega í lýðræðisríkjum. Heilir hildar til, heilir hildi frá, var sagt forðum. Gætum heiðarleika og sanngirni í málflutningi svo að við getum gengið sátt frá borði að kosningum loknum. Höfundur er ellilífeyrisþegi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun