Fyrir ykkur, Blessing, Mary og Esther Guðrún Árnadóttir og Þorgerður Jörundsdóttir skrifa 13. maí 2024 07:31 Það er mæðradagurinn í dag þegar við skrifum þessa grein. Dagur sem okkur öllum þykir vænt um. Á einhvern hátt þráum við öll að tengjast, elska og sýna öðrum umhyggju. Okkur langar að segja frá Blessing, Mary og Esther. Hvernig við höfum tengst þeim og hvernig það er að þykja vænt um þær. Það liggur mikið við og myndirnar sem koma upp í hugann eru brotakenndar. Okkur langar til að segja frá hve gjafmild Blessing er. Hve mikinn innri styrk hún getur sýnt. Okkur langar til að segja frá því hvað Esther er ung, hversu brothætt og feimin hún er. Okkur langar til að segja frá reisn Mary og brosmildi. Okkur langar að segja frá símtalinu sem við áttum við þær. Þegar þær hringdu í okkur frá Hólmsheiði, hvernig þær töluðu hver ofan í aðra, ákafann og feginleikann í röddinni þegar þær loksins fengu að hringja og heyra í vinum. Okkur langar að segja frá því þegar við fórum allar saman í göngutúr við Bessastaði og þær grínuðust með það hvort þær mættu banka uppá. Bara, að við hefðum gert það. Í þeirri gönguferð sögðu þær okkur sögur af því þegar þær sóttu vatn sem litlar stelpur og Blessing bætti við: Það er hættulegt fyrir stúlku að vera ein að sækja vatn. Við tíndum álftafjaðrir og dáðumst að umhverfinu. Við gengum, spjölluðum og þær töluðu um hvað þeim finndist gott að vera úti á hreyfingu í fersku lofti og hætta um stund að hugsa um óvissuna og biðina. Á kvenréttindadaginn stóðum við með þeim á Arnarhóli í hafsjó íslenskra kvenna og æptum slagorðin með þeim öllum. Þessar penu, kurteisu og orðvöru vinkonur okkar fengu loksins, eftir allar sínar þjáningar og þrautagöngur, að gleyma sér, týna sér í fjöldanum og þær trúðu varla eigin eyrum þegar þær heyrðu sjálfar sig hrópa: Fokk feðraveldið! Þær litu undrandi og flissandi hver á aðra þegar þær tóku sér orðin í munn. Fyrir framan stjórnarráðið komum við auga á konur sem voru að undirbúa feminískan gjörning. Þegar í ljós kom að gjörningurinn fólst í því að dansa og syngja lyftist brúnin á vinkonum okkar og að sjálfsögðu vildu þær taka þátt. Og þær dönsuðu! Á þrepum stjórnarráðsins dönsuðum við og sungum um nauðganir og mansal. Við sungum fullum hálsi: Refsingin er kúgun, sýnileg og dulin! Við sungum: Það er kúgandi ríki í karlrembulíki. Því gerandinn ert þú! Já nauðgarinn ert þú! Það eru löggur, dómarar, sýslumenn og ráðherrar! Það er súrrealískt að minnast þess að þarna stóðum við með vinkonum okkar, systrum okkar, dætrum og mæðrum og fögnuðum frelsi kvenna. Sumra. Ári síðar stóðum við á samkomu í Kolaportinu. Þær höfðu fundið í sér kjark og dug til að skrifa ræðu og þarna stóðu þær saman á sviðinu þar sem Mary talaði hátt og snjallt á íslensku fyrir munn þeirra allra og sagði frá lífi þeirra í neyðarskýli Rauða krossins. Við erum svo lánsamar að hafa mega tengst þessum konum. Það er gott að þykja vænt um þær. Það er lán að tengjast, elska og sýna öðrum umhyggju. Guðrún ÁrnadóttirÞorgerður Jörundsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Mæðradagurinn Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það er mæðradagurinn í dag þegar við skrifum þessa grein. Dagur sem okkur öllum þykir vænt um. Á einhvern hátt þráum við öll að tengjast, elska og sýna öðrum umhyggju. Okkur langar að segja frá Blessing, Mary og Esther. Hvernig við höfum tengst þeim og hvernig það er að þykja vænt um þær. Það liggur mikið við og myndirnar sem koma upp í hugann eru brotakenndar. Okkur langar til að segja frá hve gjafmild Blessing er. Hve mikinn innri styrk hún getur sýnt. Okkur langar til að segja frá því hvað Esther er ung, hversu brothætt og feimin hún er. Okkur langar til að segja frá reisn Mary og brosmildi. Okkur langar að segja frá símtalinu sem við áttum við þær. Þegar þær hringdu í okkur frá Hólmsheiði, hvernig þær töluðu hver ofan í aðra, ákafann og feginleikann í röddinni þegar þær loksins fengu að hringja og heyra í vinum. Okkur langar að segja frá því þegar við fórum allar saman í göngutúr við Bessastaði og þær grínuðust með það hvort þær mættu banka uppá. Bara, að við hefðum gert það. Í þeirri gönguferð sögðu þær okkur sögur af því þegar þær sóttu vatn sem litlar stelpur og Blessing bætti við: Það er hættulegt fyrir stúlku að vera ein að sækja vatn. Við tíndum álftafjaðrir og dáðumst að umhverfinu. Við gengum, spjölluðum og þær töluðu um hvað þeim finndist gott að vera úti á hreyfingu í fersku lofti og hætta um stund að hugsa um óvissuna og biðina. Á kvenréttindadaginn stóðum við með þeim á Arnarhóli í hafsjó íslenskra kvenna og æptum slagorðin með þeim öllum. Þessar penu, kurteisu og orðvöru vinkonur okkar fengu loksins, eftir allar sínar þjáningar og þrautagöngur, að gleyma sér, týna sér í fjöldanum og þær trúðu varla eigin eyrum þegar þær heyrðu sjálfar sig hrópa: Fokk feðraveldið! Þær litu undrandi og flissandi hver á aðra þegar þær tóku sér orðin í munn. Fyrir framan stjórnarráðið komum við auga á konur sem voru að undirbúa feminískan gjörning. Þegar í ljós kom að gjörningurinn fólst í því að dansa og syngja lyftist brúnin á vinkonum okkar og að sjálfsögðu vildu þær taka þátt. Og þær dönsuðu! Á þrepum stjórnarráðsins dönsuðum við og sungum um nauðganir og mansal. Við sungum fullum hálsi: Refsingin er kúgun, sýnileg og dulin! Við sungum: Það er kúgandi ríki í karlrembulíki. Því gerandinn ert þú! Já nauðgarinn ert þú! Það eru löggur, dómarar, sýslumenn og ráðherrar! Það er súrrealískt að minnast þess að þarna stóðum við með vinkonum okkar, systrum okkar, dætrum og mæðrum og fögnuðum frelsi kvenna. Sumra. Ári síðar stóðum við á samkomu í Kolaportinu. Þær höfðu fundið í sér kjark og dug til að skrifa ræðu og þarna stóðu þær saman á sviðinu þar sem Mary talaði hátt og snjallt á íslensku fyrir munn þeirra allra og sagði frá lífi þeirra í neyðarskýli Rauða krossins. Við erum svo lánsamar að hafa mega tengst þessum konum. Það er gott að þykja vænt um þær. Það er lán að tengjast, elska og sýna öðrum umhyggju. Guðrún ÁrnadóttirÞorgerður Jörundsdóttir
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun