Fyrir ykkur, Blessing, Mary og Esther Guðrún Árnadóttir og Þorgerður Jörundsdóttir skrifa 13. maí 2024 07:31 Það er mæðradagurinn í dag þegar við skrifum þessa grein. Dagur sem okkur öllum þykir vænt um. Á einhvern hátt þráum við öll að tengjast, elska og sýna öðrum umhyggju. Okkur langar að segja frá Blessing, Mary og Esther. Hvernig við höfum tengst þeim og hvernig það er að þykja vænt um þær. Það liggur mikið við og myndirnar sem koma upp í hugann eru brotakenndar. Okkur langar til að segja frá hve gjafmild Blessing er. Hve mikinn innri styrk hún getur sýnt. Okkur langar til að segja frá því hvað Esther er ung, hversu brothætt og feimin hún er. Okkur langar til að segja frá reisn Mary og brosmildi. Okkur langar að segja frá símtalinu sem við áttum við þær. Þegar þær hringdu í okkur frá Hólmsheiði, hvernig þær töluðu hver ofan í aðra, ákafann og feginleikann í röddinni þegar þær loksins fengu að hringja og heyra í vinum. Okkur langar að segja frá því þegar við fórum allar saman í göngutúr við Bessastaði og þær grínuðust með það hvort þær mættu banka uppá. Bara, að við hefðum gert það. Í þeirri gönguferð sögðu þær okkur sögur af því þegar þær sóttu vatn sem litlar stelpur og Blessing bætti við: Það er hættulegt fyrir stúlku að vera ein að sækja vatn. Við tíndum álftafjaðrir og dáðumst að umhverfinu. Við gengum, spjölluðum og þær töluðu um hvað þeim finndist gott að vera úti á hreyfingu í fersku lofti og hætta um stund að hugsa um óvissuna og biðina. Á kvenréttindadaginn stóðum við með þeim á Arnarhóli í hafsjó íslenskra kvenna og æptum slagorðin með þeim öllum. Þessar penu, kurteisu og orðvöru vinkonur okkar fengu loksins, eftir allar sínar þjáningar og þrautagöngur, að gleyma sér, týna sér í fjöldanum og þær trúðu varla eigin eyrum þegar þær heyrðu sjálfar sig hrópa: Fokk feðraveldið! Þær litu undrandi og flissandi hver á aðra þegar þær tóku sér orðin í munn. Fyrir framan stjórnarráðið komum við auga á konur sem voru að undirbúa feminískan gjörning. Þegar í ljós kom að gjörningurinn fólst í því að dansa og syngja lyftist brúnin á vinkonum okkar og að sjálfsögðu vildu þær taka þátt. Og þær dönsuðu! Á þrepum stjórnarráðsins dönsuðum við og sungum um nauðganir og mansal. Við sungum fullum hálsi: Refsingin er kúgun, sýnileg og dulin! Við sungum: Það er kúgandi ríki í karlrembulíki. Því gerandinn ert þú! Já nauðgarinn ert þú! Það eru löggur, dómarar, sýslumenn og ráðherrar! Það er súrrealískt að minnast þess að þarna stóðum við með vinkonum okkar, systrum okkar, dætrum og mæðrum og fögnuðum frelsi kvenna. Sumra. Ári síðar stóðum við á samkomu í Kolaportinu. Þær höfðu fundið í sér kjark og dug til að skrifa ræðu og þarna stóðu þær saman á sviðinu þar sem Mary talaði hátt og snjallt á íslensku fyrir munn þeirra allra og sagði frá lífi þeirra í neyðarskýli Rauða krossins. Við erum svo lánsamar að hafa mega tengst þessum konum. Það er gott að þykja vænt um þær. Það er lán að tengjast, elska og sýna öðrum umhyggju. Guðrún ÁrnadóttirÞorgerður Jörundsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Mæðradagurinn Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er mæðradagurinn í dag þegar við skrifum þessa grein. Dagur sem okkur öllum þykir vænt um. Á einhvern hátt þráum við öll að tengjast, elska og sýna öðrum umhyggju. Okkur langar að segja frá Blessing, Mary og Esther. Hvernig við höfum tengst þeim og hvernig það er að þykja vænt um þær. Það liggur mikið við og myndirnar sem koma upp í hugann eru brotakenndar. Okkur langar til að segja frá hve gjafmild Blessing er. Hve mikinn innri styrk hún getur sýnt. Okkur langar til að segja frá því hvað Esther er ung, hversu brothætt og feimin hún er. Okkur langar til að segja frá reisn Mary og brosmildi. Okkur langar að segja frá símtalinu sem við áttum við þær. Þegar þær hringdu í okkur frá Hólmsheiði, hvernig þær töluðu hver ofan í aðra, ákafann og feginleikann í röddinni þegar þær loksins fengu að hringja og heyra í vinum. Okkur langar að segja frá því þegar við fórum allar saman í göngutúr við Bessastaði og þær grínuðust með það hvort þær mættu banka uppá. Bara, að við hefðum gert það. Í þeirri gönguferð sögðu þær okkur sögur af því þegar þær sóttu vatn sem litlar stelpur og Blessing bætti við: Það er hættulegt fyrir stúlku að vera ein að sækja vatn. Við tíndum álftafjaðrir og dáðumst að umhverfinu. Við gengum, spjölluðum og þær töluðu um hvað þeim finndist gott að vera úti á hreyfingu í fersku lofti og hætta um stund að hugsa um óvissuna og biðina. Á kvenréttindadaginn stóðum við með þeim á Arnarhóli í hafsjó íslenskra kvenna og æptum slagorðin með þeim öllum. Þessar penu, kurteisu og orðvöru vinkonur okkar fengu loksins, eftir allar sínar þjáningar og þrautagöngur, að gleyma sér, týna sér í fjöldanum og þær trúðu varla eigin eyrum þegar þær heyrðu sjálfar sig hrópa: Fokk feðraveldið! Þær litu undrandi og flissandi hver á aðra þegar þær tóku sér orðin í munn. Fyrir framan stjórnarráðið komum við auga á konur sem voru að undirbúa feminískan gjörning. Þegar í ljós kom að gjörningurinn fólst í því að dansa og syngja lyftist brúnin á vinkonum okkar og að sjálfsögðu vildu þær taka þátt. Og þær dönsuðu! Á þrepum stjórnarráðsins dönsuðum við og sungum um nauðganir og mansal. Við sungum fullum hálsi: Refsingin er kúgun, sýnileg og dulin! Við sungum: Það er kúgandi ríki í karlrembulíki. Því gerandinn ert þú! Já nauðgarinn ert þú! Það eru löggur, dómarar, sýslumenn og ráðherrar! Það er súrrealískt að minnast þess að þarna stóðum við með vinkonum okkar, systrum okkar, dætrum og mæðrum og fögnuðum frelsi kvenna. Sumra. Ári síðar stóðum við á samkomu í Kolaportinu. Þær höfðu fundið í sér kjark og dug til að skrifa ræðu og þarna stóðu þær saman á sviðinu þar sem Mary talaði hátt og snjallt á íslensku fyrir munn þeirra allra og sagði frá lífi þeirra í neyðarskýli Rauða krossins. Við erum svo lánsamar að hafa mega tengst þessum konum. Það er gott að þykja vænt um þær. Það er lán að tengjast, elska og sýna öðrum umhyggju. Guðrún ÁrnadóttirÞorgerður Jörundsdóttir
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun