Þarf að rífa eina niður til að hífa mig upp? Þórunn Rakel Gylfadóttir skrifar 13. maí 2024 07:02 Brot úr texta hljómsveitarinnar Flott koma upp í hug minn í aðdraganda forsetakosninganna. Þarf ég að rífa eina niður til að hífa mig upp? Er ekki pláss fyrir fleiri? Nei hún ógnar mér sem ógnar henni, sem ógnar henni, … Hvassar ásakanir beinast um þessar mundir að vinkonu minni, Katrínu Jakobsdóttur. Hópur fólks keppist við að tala hana niður á samfélagsmiðlum og kennir henni bæði um að hafa verið og farið. Upphrópanirnar skáka hver annarri, hún gerði ekki neitt en samt var hún alveg ómissandi. Það er ekki laust við að upptakturinn fyrir þessar kosningar sé farsakenndur. Kannski að ég kalli yfir mig ásakanir fyrir það eitt að gangast við því að vera vinkona og stuðningsmaður Katrínar. Jæja, þá. Ég mun reyna að taka þeim af sömu yfirvegun og Katrín gerir. Ófáa sunnudagsmorgna höfum við Katrín hlaupið saman nokkra kílómetra og spjallað um heima og geima. Ég kem alltaf ríkari heim, af visku, víðsýni og væntumþykju. Um páskana ræddum við mögulegt forsetaframboð og ég hvatti hana til að fara fram. Þar sem ég hef oft haft af því áhyggjur að Katrín gangi fram af sér í vinnu fylgdi hvatningu minni sú einfeldningslega von að hún fengi þá kannski meira andrými til að sinna sjálfri sér, skrifunum, fjölskyldunni og heilsurækt. Allavega eitthvað smá. Katrín leit sposk og efins á mig. — Æ, heldur þú að ég verði ekki bara áfram út um allt að rembast við að láta gott af mér leiða? Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um. — Jú, sennilega er þetta bara óraunhæf óskhyggja af minni hálfu. Það skyldi engan undra hversu margt fólk styður Katrínu. Við sem þekkjum hana vitum að mannkostir hennar eru miklir. Hún er duglegasta manneskja sem ég þekki, ósérhlífin með eindæmum og einstaklega samviskusöm. Hún er líka hlý, tilfinningarík, eldklár og traust. Svo er hún líka fjári fyndin og skemmtileg, þá sérstaklega þegar hún gerir grín að sjálfri sér. Hógværð hennar skopleg á köflum. Svona eins og þegar fólk sem við þekkjum hvorugar persónulega heilsar okkur úti á götu og Katrín undrast það hvað ég þekki margt fólk. Aha, einmitt, Katrín! Katrín er töffari sem lætur hvergi bilbug á sér finna þegar mikið á reynir. Hún kann að standa glaðbeitt í stafni í ólgusjó og best af öllum kann hún að sigla fjölbreyttri áhöfn í heila höfn. Svo er hún heldur ekki vitund hrædd við þjóðsögur af sæskrímslum og öðrum kynjaverum sem sagt er að elti hana á röndum. Katrín kann að svara orrahríð andstæðinga sinna af virðingu. Málefnalega, vinsamlega og heiðarlega. Þannig gefur hún stuðningsfólki sínu tóninn og vonandi andstæðingum sínum líka. Tölum af virðingu. Verum jákvæð, tillitsöm og uppbyggileg. Með því að vera hún sjálf, hrein, bein og heiðarleg heillar Katrín fólk. Það virðist því miður fara fyrir brjóstið á einhverjum. Katrín þorir að tala fyrir mannréttindum, jafnrétti, lýðræði og réttarríkinu. Þannig stuðlar hún að samstöðu og samhug þjóðar sem sífellt verður fjölbreyttari og magnaðri. Hún þekkir rætur okkar sem kvíslast víða og talar af stolti en jafnframt umburðarlyndi og framsýni um dýrmæt menningarverðmæti okkar, svo sem tungumálið. Katrín þorir að vera hún sjálf, þrátt fyrir allt, alltaf. Þannig forseta vil ég. Heilshugar styð ég Katrínu Jakobsdóttur. Höfundur er stolt vinkona Katrínar Jakobsdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Brot úr texta hljómsveitarinnar Flott koma upp í hug minn í aðdraganda forsetakosninganna. Þarf ég að rífa eina niður til að hífa mig upp? Er ekki pláss fyrir fleiri? Nei hún ógnar mér sem ógnar henni, sem ógnar henni, … Hvassar ásakanir beinast um þessar mundir að vinkonu minni, Katrínu Jakobsdóttur. Hópur fólks keppist við að tala hana niður á samfélagsmiðlum og kennir henni bæði um að hafa verið og farið. Upphrópanirnar skáka hver annarri, hún gerði ekki neitt en samt var hún alveg ómissandi. Það er ekki laust við að upptakturinn fyrir þessar kosningar sé farsakenndur. Kannski að ég kalli yfir mig ásakanir fyrir það eitt að gangast við því að vera vinkona og stuðningsmaður Katrínar. Jæja, þá. Ég mun reyna að taka þeim af sömu yfirvegun og Katrín gerir. Ófáa sunnudagsmorgna höfum við Katrín hlaupið saman nokkra kílómetra og spjallað um heima og geima. Ég kem alltaf ríkari heim, af visku, víðsýni og væntumþykju. Um páskana ræddum við mögulegt forsetaframboð og ég hvatti hana til að fara fram. Þar sem ég hef oft haft af því áhyggjur að Katrín gangi fram af sér í vinnu fylgdi hvatningu minni sú einfeldningslega von að hún fengi þá kannski meira andrými til að sinna sjálfri sér, skrifunum, fjölskyldunni og heilsurækt. Allavega eitthvað smá. Katrín leit sposk og efins á mig. — Æ, heldur þú að ég verði ekki bara áfram út um allt að rembast við að láta gott af mér leiða? Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um. — Jú, sennilega er þetta bara óraunhæf óskhyggja af minni hálfu. Það skyldi engan undra hversu margt fólk styður Katrínu. Við sem þekkjum hana vitum að mannkostir hennar eru miklir. Hún er duglegasta manneskja sem ég þekki, ósérhlífin með eindæmum og einstaklega samviskusöm. Hún er líka hlý, tilfinningarík, eldklár og traust. Svo er hún líka fjári fyndin og skemmtileg, þá sérstaklega þegar hún gerir grín að sjálfri sér. Hógværð hennar skopleg á köflum. Svona eins og þegar fólk sem við þekkjum hvorugar persónulega heilsar okkur úti á götu og Katrín undrast það hvað ég þekki margt fólk. Aha, einmitt, Katrín! Katrín er töffari sem lætur hvergi bilbug á sér finna þegar mikið á reynir. Hún kann að standa glaðbeitt í stafni í ólgusjó og best af öllum kann hún að sigla fjölbreyttri áhöfn í heila höfn. Svo er hún heldur ekki vitund hrædd við þjóðsögur af sæskrímslum og öðrum kynjaverum sem sagt er að elti hana á röndum. Katrín kann að svara orrahríð andstæðinga sinna af virðingu. Málefnalega, vinsamlega og heiðarlega. Þannig gefur hún stuðningsfólki sínu tóninn og vonandi andstæðingum sínum líka. Tölum af virðingu. Verum jákvæð, tillitsöm og uppbyggileg. Með því að vera hún sjálf, hrein, bein og heiðarleg heillar Katrín fólk. Það virðist því miður fara fyrir brjóstið á einhverjum. Katrín þorir að tala fyrir mannréttindum, jafnrétti, lýðræði og réttarríkinu. Þannig stuðlar hún að samstöðu og samhug þjóðar sem sífellt verður fjölbreyttari og magnaðri. Hún þekkir rætur okkar sem kvíslast víða og talar af stolti en jafnframt umburðarlyndi og framsýni um dýrmæt menningarverðmæti okkar, svo sem tungumálið. Katrín þorir að vera hún sjálf, þrátt fyrir allt, alltaf. Þannig forseta vil ég. Heilshugar styð ég Katrínu Jakobsdóttur. Höfundur er stolt vinkona Katrínar Jakobsdóttur.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun