Meðmælabréf með forsetaefni Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 12. maí 2024 11:01 Um daginn var ég beðin um að veita meðmæli vegna atvinnuumsóknar manns sem hefur unnið með mér. Ég átti auðvelt með að fjalla um styrkleika hans í samhengi við verklýsinguna sem var dregin upp og hann fékk vinnuna. Það varð kveikjan af þessu meðmælabréfi með Katrínu Jakobsdóttur því margir hafa spurt mig hvaða kosti ég sjái í henni sem forsetaefni. Um leið og hún lýsti yfir framboði sínu vissi ég í hjarta mínu að þar var komin konan sem ég vildi í starfið að öllum öðrum frambjóðendum ólöstuðum. Kostir hennar eru í mínum huga ótvíræðir. Hún býr yfir mikilli og dýrmætri reynslu úr stjórnmálunum og úr menningargeiranum sem mun nýtast okkur öllum verði hún kjörin forseti. Sameinandi afl Ég hef persónulega reynslu af samskiptum við Katrínu fyrst þegar hún var mennta- og menningarráðherra árin 2009 - 2013. Þá vorum við hópur sem leituðum til hennar um stuðning við kortlagningu á efnahagslegum áhrifum menningar og skapandi greina. Hún setti sig vel inn í málin og veitti verkefninu brautargengi. Kortlagningin markaði upphafið á skilgreiningu atvinnulífs menningar og skapandi greina. Síðar í embætti forsætisráðherra veitti hún fjármagni til Hagstofu Íslands til að þróa mætti menningarvísa. Þannig stuðlaði hún að því að festa í sessi reglulega útgáfu á tölfræði atvinnulífs menningar og skapandi greina. Með þessu átti hún stóran þátt í að móta viðhorf stjórnmálanna og stjórnsýslunnar til nýs og ört vaxandi atvinnuvegs. En það sem meira er um vert er að hún skilur að samfélög eru dæmd af listum og menningu því þar býr sameinandi afl og endurspeglun sjálfsmyndar. Í samræmi við þetta talar Katrín fyrir nauðsyn þess að styrkja grundvöll lýðræðis og mannúðar og vinna gegn skautun. X-Katrín Ég hef í gegnum tíðina heillast af fágaðri og hlýrri framkomu Katrínar og hæfileikum hennar í mannlegum samskiptum. Hún er heiðarleg og samkvæm sjálfri sér, skarpgreind, læs á samferðafólk sitt og á hjartslátt samfélagsins. Þetta eru allt kostir sem ég vil sjá í forseta. Ég gef Katrínu Jakobsdóttur því mín bestu meðmæli og kýs hana til embættis forseta þann 1. júní nk. Höfundur starfar á sviði skapandi greina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Um daginn var ég beðin um að veita meðmæli vegna atvinnuumsóknar manns sem hefur unnið með mér. Ég átti auðvelt með að fjalla um styrkleika hans í samhengi við verklýsinguna sem var dregin upp og hann fékk vinnuna. Það varð kveikjan af þessu meðmælabréfi með Katrínu Jakobsdóttur því margir hafa spurt mig hvaða kosti ég sjái í henni sem forsetaefni. Um leið og hún lýsti yfir framboði sínu vissi ég í hjarta mínu að þar var komin konan sem ég vildi í starfið að öllum öðrum frambjóðendum ólöstuðum. Kostir hennar eru í mínum huga ótvíræðir. Hún býr yfir mikilli og dýrmætri reynslu úr stjórnmálunum og úr menningargeiranum sem mun nýtast okkur öllum verði hún kjörin forseti. Sameinandi afl Ég hef persónulega reynslu af samskiptum við Katrínu fyrst þegar hún var mennta- og menningarráðherra árin 2009 - 2013. Þá vorum við hópur sem leituðum til hennar um stuðning við kortlagningu á efnahagslegum áhrifum menningar og skapandi greina. Hún setti sig vel inn í málin og veitti verkefninu brautargengi. Kortlagningin markaði upphafið á skilgreiningu atvinnulífs menningar og skapandi greina. Síðar í embætti forsætisráðherra veitti hún fjármagni til Hagstofu Íslands til að þróa mætti menningarvísa. Þannig stuðlaði hún að því að festa í sessi reglulega útgáfu á tölfræði atvinnulífs menningar og skapandi greina. Með þessu átti hún stóran þátt í að móta viðhorf stjórnmálanna og stjórnsýslunnar til nýs og ört vaxandi atvinnuvegs. En það sem meira er um vert er að hún skilur að samfélög eru dæmd af listum og menningu því þar býr sameinandi afl og endurspeglun sjálfsmyndar. Í samræmi við þetta talar Katrín fyrir nauðsyn þess að styrkja grundvöll lýðræðis og mannúðar og vinna gegn skautun. X-Katrín Ég hef í gegnum tíðina heillast af fágaðri og hlýrri framkomu Katrínar og hæfileikum hennar í mannlegum samskiptum. Hún er heiðarleg og samkvæm sjálfri sér, skarpgreind, læs á samferðafólk sitt og á hjartslátt samfélagsins. Þetta eru allt kostir sem ég vil sjá í forseta. Ég gef Katrínu Jakobsdóttur því mín bestu meðmæli og kýs hana til embættis forseta þann 1. júní nk. Höfundur starfar á sviði skapandi greina.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun