Ísland lenti í síðasta sæti í Eurovision Bjarki Sigurðsson skrifar 12. maí 2024 00:16 Hera Björk sló ekki í gegn hjá Evrópubúum þetta árið. Alma Bengtsson/EBU Framlag Íslands til Eurovision 2024 lenti í síðasta sæti keppninnar. Atriðið fékk þrjú stig á undankvöldi keppninnar, minnst allra þjóða. Í ár sendi Ísland Heru Björk í Eurovision, en hún hafði einnig tekið þátt árið 2010 með laginu Je Ne Sais Quoi. Þá komst hún áfram á úrslitakvöldið og hafnaði í 19. sæti keppninnar með 41 stig. Lag hennar í ár, Scared of Heights, féll ekki í kramið hjá Evrópu og komst ekki áfram úr fyrra undankvöldi keppninnar. Fimmtán þjóðir kepptust þá um að komast áfram en fimm sátu eftir með sárt ennið. Í kvöld, eftir að úrslitakvöldinu lauk þar sem hinn svissneski Nemo vann með laginu The Code, voru niðurstöður undankvöldanna birtar. Þar kemur fram að Hera hafi einungis fengið þrjú stig, minnst allra í keppninni. Niðurstaðan úr fyrra undanúrslitakvöldinu. Athygli vekur að sigurframlag Sviss lenti í fjórða sæti á sínu undankvöldi með 132 stig. Á undan voru Ísraelar með 194 stig sem enduðu svo í fimmta sæti á úrslitakvöldinu, Hollendingar með 182 stig sem voru dæmdir úr leik og Armenar með 137 stig sem enduðu í áttunda sæti á úrslitakvöldinu. Rétt fyrir ofan Heru var framlag Aserbadsíjan, sem keppti á sama undankvöldi, með ellefu stig. Þar næst koma fjögur atriði sem kepptu á seinna undankvöldi keppninnar, Malta, Albanía, San Marínó og Belgía með þrettán, fjórtán, sextán og átján stig á haus. Þetta er í fjórða sinn sem framlag Íslands endar í síðasta sæti keppninnar. Það gerðist einnig árin 1989 þegar Daníel Ágúst flutti lagið Það sem enginn sér, árið 2001 þegar Two Tricky fluttu lagið Angel og árið 2018 þegar Ari Ólafsson söng lagið Our Choice. Ekki er búið að tilkynna frá hvaða þjóðum stigin þrjú sem Hera fékk komu. Eurovision Svíþjóð Íslendingar erlendis Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Íslendingar gáfu Króatíu 12 stig og Ísrael 8 stig Króatíska framlagið var í uppáhaldi hjá íslenskum áhorfendum á Eurovision sem haldið var í Malmö í kvöld. Það franska hlaut 10 stig og Ísrael fékk 8 stig frá íslenskum áhorfendum. 11. maí 2024 23:15 Fylgjast frekar með Falastinvision í mótmælaskyni Falastinvision er viðburður sem haldinn er í kvöld á sama tíma og Eurovision fyrir þá sem vilja sniðganga söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, vegna þátttöku Ísraels sem hefur verið umdeild. Skipuleggjandi segir sniðgöngu bestu og friðsælustu leiðina til að mótmæla. 11. maí 2024 20:40 Fauk í Joost þegar hann var myndaður eftir flutninginn Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) er gagnrýnd. Þar segir að Joost, flytjandi Hollands í keppninni, hafi verið myndaður án leyfis eftir flutning hans. Það fór illa í hollenska popparann. 11. maí 2024 18:41 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Sjá meira
Í ár sendi Ísland Heru Björk í Eurovision, en hún hafði einnig tekið þátt árið 2010 með laginu Je Ne Sais Quoi. Þá komst hún áfram á úrslitakvöldið og hafnaði í 19. sæti keppninnar með 41 stig. Lag hennar í ár, Scared of Heights, féll ekki í kramið hjá Evrópu og komst ekki áfram úr fyrra undankvöldi keppninnar. Fimmtán þjóðir kepptust þá um að komast áfram en fimm sátu eftir með sárt ennið. Í kvöld, eftir að úrslitakvöldinu lauk þar sem hinn svissneski Nemo vann með laginu The Code, voru niðurstöður undankvöldanna birtar. Þar kemur fram að Hera hafi einungis fengið þrjú stig, minnst allra í keppninni. Niðurstaðan úr fyrra undanúrslitakvöldinu. Athygli vekur að sigurframlag Sviss lenti í fjórða sæti á sínu undankvöldi með 132 stig. Á undan voru Ísraelar með 194 stig sem enduðu svo í fimmta sæti á úrslitakvöldinu, Hollendingar með 182 stig sem voru dæmdir úr leik og Armenar með 137 stig sem enduðu í áttunda sæti á úrslitakvöldinu. Rétt fyrir ofan Heru var framlag Aserbadsíjan, sem keppti á sama undankvöldi, með ellefu stig. Þar næst koma fjögur atriði sem kepptu á seinna undankvöldi keppninnar, Malta, Albanía, San Marínó og Belgía með þrettán, fjórtán, sextán og átján stig á haus. Þetta er í fjórða sinn sem framlag Íslands endar í síðasta sæti keppninnar. Það gerðist einnig árin 1989 þegar Daníel Ágúst flutti lagið Það sem enginn sér, árið 2001 þegar Two Tricky fluttu lagið Angel og árið 2018 þegar Ari Ólafsson söng lagið Our Choice. Ekki er búið að tilkynna frá hvaða þjóðum stigin þrjú sem Hera fékk komu.
Eurovision Svíþjóð Íslendingar erlendis Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Íslendingar gáfu Króatíu 12 stig og Ísrael 8 stig Króatíska framlagið var í uppáhaldi hjá íslenskum áhorfendum á Eurovision sem haldið var í Malmö í kvöld. Það franska hlaut 10 stig og Ísrael fékk 8 stig frá íslenskum áhorfendum. 11. maí 2024 23:15 Fylgjast frekar með Falastinvision í mótmælaskyni Falastinvision er viðburður sem haldinn er í kvöld á sama tíma og Eurovision fyrir þá sem vilja sniðganga söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, vegna þátttöku Ísraels sem hefur verið umdeild. Skipuleggjandi segir sniðgöngu bestu og friðsælustu leiðina til að mótmæla. 11. maí 2024 20:40 Fauk í Joost þegar hann var myndaður eftir flutninginn Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) er gagnrýnd. Þar segir að Joost, flytjandi Hollands í keppninni, hafi verið myndaður án leyfis eftir flutning hans. Það fór illa í hollenska popparann. 11. maí 2024 18:41 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Sjá meira
Íslendingar gáfu Króatíu 12 stig og Ísrael 8 stig Króatíska framlagið var í uppáhaldi hjá íslenskum áhorfendum á Eurovision sem haldið var í Malmö í kvöld. Það franska hlaut 10 stig og Ísrael fékk 8 stig frá íslenskum áhorfendum. 11. maí 2024 23:15
Fylgjast frekar með Falastinvision í mótmælaskyni Falastinvision er viðburður sem haldinn er í kvöld á sama tíma og Eurovision fyrir þá sem vilja sniðganga söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, vegna þátttöku Ísraels sem hefur verið umdeild. Skipuleggjandi segir sniðgöngu bestu og friðsælustu leiðina til að mótmæla. 11. maí 2024 20:40
Fauk í Joost þegar hann var myndaður eftir flutninginn Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) er gagnrýnd. Þar segir að Joost, flytjandi Hollands í keppninni, hafi verið myndaður án leyfis eftir flutning hans. Það fór illa í hollenska popparann. 11. maí 2024 18:41
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp