Á Bessastöðum? Ingunn Ásdísardóttir skrifar 11. maí 2024 09:00 Hvernig forseta vil ég sjá á Bessastöðum? Í svari mínu við þessari spurningu vil ég líta til framtíðar og skoða hvaða eiginleika ég tel að forseti Íslands þurfi að hafa til að gegna því embætti. Reynsla af stjórnmálum, þekking á innviðum og gangverki stjórnskipunar, gott tengslanet innanlands og utan – allt eru þetta afar nauðsynlegir og góðir eiginleikar sem vissulega munu koma sér ákaflega vel í embættinu. En það sem ég einkum vil sjá hjá mínum forseta er víðsýni, framsýni og ekki síst djörfungu. Djörfungu eins og fólst í því að ráðast í að reisa Hörpu upp úr holunni, þegar allt annað var í kaldakoli. Það var djörfung sem byggðist á víðsýni og framsýni og skilningi á því hvers virði það væri fyrir hrunþjóð að eignast hús eins og Hörpu, hvers virði það væri fyrir endurreisn sjálfstrausts þjóðarinnar, hvers virði það væri fyrir menningu og þroska lífsins í landinu að eiga Hörpu, í stað þess að neyðast til að horfa ofan í holuna næstu tuttugu árin. Ég vil forseta sem getur tekið ákvarðanir af slíku tagi, ef og þegar þörf krefur. Ég vil forseta sem veit og skilur hve fræði og vísindi skipta miklu máli fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu þjóðar. Forseta sem hefur þor til að standa gegn öfgum og afturhaldsöflum og treysta vísindamönnum til að taka yfir og stýra aðgerðum við aðstæður sem enginn hefur þurft að takast á við fyrr, hvort sem um er að ræða heimsfaraldur eða náttúruhamfarir. Ég vil forseta sem kann að skilja á milli feigs og ófeigs þegar slíkar aðstæður koma upp. Nú veit ég vel að forsetaembættið er ekki beinn þátttakandi í stjórn landsins eða stjórnmálaþvargi daganna. En forseti landsins þarf að hafa innsæi, þekkingu og víðtækan skilning á þeim eyrarkaupum sem þar fara fram, þekkja innviði og umleitanir, samninga og málamiðlanir á þeim vettvangi. Vegna þess að á ögurstundum er forseti lykilpersóna á hinu pólitíska taflborði. Ég vil forseta sem íhugar mjög vandlega hvort hann/hún ætlar að nota hinn margumtalaða málskotsrétt og sem hefur sýnt gegnum fyrri verk sín og starfsferil að ákvörðun af slíkri stærðargráðu er ekki tekin að vanhugsuðu máli. Og ég vil forseta sem að tekinni ákvörðun um að nýta þennan rétt er treystandi til að nýta hann af víðsýni, framsýni og djörfung, íslensku samfélagi til gagns og góðs. Í embætti forseta vil ég sjá manneskju sem ég treysti til að standa undir þessum atriðum öllum. Og það gerir Katrín Jakobsdóttir. Höfundur er þjóðfræðingur og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hvernig forseta vil ég sjá á Bessastöðum? Í svari mínu við þessari spurningu vil ég líta til framtíðar og skoða hvaða eiginleika ég tel að forseti Íslands þurfi að hafa til að gegna því embætti. Reynsla af stjórnmálum, þekking á innviðum og gangverki stjórnskipunar, gott tengslanet innanlands og utan – allt eru þetta afar nauðsynlegir og góðir eiginleikar sem vissulega munu koma sér ákaflega vel í embættinu. En það sem ég einkum vil sjá hjá mínum forseta er víðsýni, framsýni og ekki síst djörfungu. Djörfungu eins og fólst í því að ráðast í að reisa Hörpu upp úr holunni, þegar allt annað var í kaldakoli. Það var djörfung sem byggðist á víðsýni og framsýni og skilningi á því hvers virði það væri fyrir hrunþjóð að eignast hús eins og Hörpu, hvers virði það væri fyrir endurreisn sjálfstrausts þjóðarinnar, hvers virði það væri fyrir menningu og þroska lífsins í landinu að eiga Hörpu, í stað þess að neyðast til að horfa ofan í holuna næstu tuttugu árin. Ég vil forseta sem getur tekið ákvarðanir af slíku tagi, ef og þegar þörf krefur. Ég vil forseta sem veit og skilur hve fræði og vísindi skipta miklu máli fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu þjóðar. Forseta sem hefur þor til að standa gegn öfgum og afturhaldsöflum og treysta vísindamönnum til að taka yfir og stýra aðgerðum við aðstæður sem enginn hefur þurft að takast á við fyrr, hvort sem um er að ræða heimsfaraldur eða náttúruhamfarir. Ég vil forseta sem kann að skilja á milli feigs og ófeigs þegar slíkar aðstæður koma upp. Nú veit ég vel að forsetaembættið er ekki beinn þátttakandi í stjórn landsins eða stjórnmálaþvargi daganna. En forseti landsins þarf að hafa innsæi, þekkingu og víðtækan skilning á þeim eyrarkaupum sem þar fara fram, þekkja innviði og umleitanir, samninga og málamiðlanir á þeim vettvangi. Vegna þess að á ögurstundum er forseti lykilpersóna á hinu pólitíska taflborði. Ég vil forseta sem íhugar mjög vandlega hvort hann/hún ætlar að nota hinn margumtalaða málskotsrétt og sem hefur sýnt gegnum fyrri verk sín og starfsferil að ákvörðun af slíkri stærðargráðu er ekki tekin að vanhugsuðu máli. Og ég vil forseta sem að tekinni ákvörðun um að nýta þennan rétt er treystandi til að nýta hann af víðsýni, framsýni og djörfung, íslensku samfélagi til gagns og góðs. Í embætti forseta vil ég sjá manneskju sem ég treysti til að standa undir þessum atriðum öllum. Og það gerir Katrín Jakobsdóttir. Höfundur er þjóðfræðingur og þýðandi.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun