Fimm marka föstudagur hjá Inter Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. maí 2024 21:00 Lautaro Martínez skoraði eitt mark og lagði upp annað í stórsigri Inter á Frosinone. getty/Mattia Pistoia Davide Frattesi kom Inter yfir á 19. mínútu og staðan í hálfleik var 0-1, gestunum frá Mílanó í vil. Í seinni hálfleik opnuðust svo flóðgáttir. Á 60. mínútu lagði Frattesi upp mark fyrir Marko Arnautovic og staðan orðin 0-2. Inter skoraði svo þrjú mörk á sjö mínútna kafla, frá 77. til 84. mínútu. Tajon Buchanan, Lautaro Martínez og Marcus Thursam skoruðu mörkin. Martínez er langmarkahæstur í deildinni með 24 mörk. Inter er með 92 stig á toppi deildarinnar, 21 stigi á undan Juventus. Liðið er með markatöluna 86-19 sem segir sitt um yfirburðina sem það hefur haft í vetur. Frosinone er í 16. sæti deildarinnar með 32 stig, tveimur stigum frá fallsæti. Ítalski boltinn
Davide Frattesi kom Inter yfir á 19. mínútu og staðan í hálfleik var 0-1, gestunum frá Mílanó í vil. Í seinni hálfleik opnuðust svo flóðgáttir. Á 60. mínútu lagði Frattesi upp mark fyrir Marko Arnautovic og staðan orðin 0-2. Inter skoraði svo þrjú mörk á sjö mínútna kafla, frá 77. til 84. mínútu. Tajon Buchanan, Lautaro Martínez og Marcus Thursam skoruðu mörkin. Martínez er langmarkahæstur í deildinni með 24 mörk. Inter er með 92 stig á toppi deildarinnar, 21 stigi á undan Juventus. Liðið er með markatöluna 86-19 sem segir sitt um yfirburðina sem það hefur haft í vetur. Frosinone er í 16. sæti deildarinnar með 32 stig, tveimur stigum frá fallsæti.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti