Eru fjölmiðlar vísvitandi að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar? Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 10. maí 2024 09:30 Nú sjáum við fréttir af ýmsum forsetaframbjóðendum en það sem ég hef tekið eftir er að fjölmiðlar sniðganga Jón Gnarr Forsetaframbjóðanda. Er ákveðið fólk hrætt við að Jón verði forseti Íslands og sniðganga hann í fjölmiðlum? Fólk í samfélaginu segir að það yrði hræðilegt ef stjórnmálamaður/kona yrði forseti. Sá aðili hefði beina tengingu við vini sína á alþingi og alvarlegar ákvarðanatökur sem gætu komið upp með sitjandi forseta gætu ekki verið teknar af heilindum eða embættið misnotað á einhvern hátt. Og það er bara ein ástæða. Finnst ykkur sem þetta lesið, framboð Katrínar Jakobsdóttur eðlilegt? Ég meina sitjandi forsætisráðherra stendur upp úr stól sínum skellir í lás, segir upp starfi sínu, kveður Alþingi og býður sig fram til Forseta íslands? Og Bjarni Ben tekur við af henni? Finnst ykkur þetta ábyrg hegðun af sitjandi forsætisráðherra að gera? Finnst ykkur þessi hegðun og hugsunarháttur endurspegla góðan forseta? Og snýst þetta um METORÐAGIRND í stað heilinda gagnvart land og þjóð? Gagnvart Íslensku þjóðinni? Jón Gnarr er ekki spilltur af pólitík eins og sumir forsetaframbjóðendur eða hefur neinn feril af sviknum loforðum gagnvart þjóðinni eins og til að mynda Katrín Jakobsdóttir gegn eldri borgurum og öryrkjum svo eitthvað sé nefnt. Hann er ekki heldur að bjóða sig fram í eigin þágu af einhverskonar metorðagirnd. Hann er að gera það til þjóna þjóðinni. Hann er fæddur leiðtogi og hefur mikla hæfni til mannlegra samskipta eins og hann sýndi og sannaði þegar hann stofnaði „Besta flokkinn“ og sigraði kosningarnar á þeim tíma og varð borgarstjóri Reykjavíkur og breytti á ákveðinn hátt landslaginu í íslenskri pólitík sem var orðið frekar svart. Hann gerði þetta fyrir Íslendinga en ekki sjálfan sig. Og nú finnst mér vera komin upp sama staða í þjóðfélaginu. Jón Gnarr er einlægur, greindur, með djúpt innsæi, hann er traustvekjandi og hefur hæfileikann til að taka erfiðar ákvarðanir þegar þarf. Við þurfum svoleiðis forseta á þessum tímum. Jón er með góða nærveru og ímynd sem er mikilvægt þegar kemur að því að kynna land og þjóð og hitta aðra þjóðarleiðtoga í heiminum. Hann er kærleiksríkur, friðarsinni og sannur og maður orða sinna Hann er með mikla félagslega hæfni og reynslu til góðra samskipta. Hann kemur vel fram út á við, er virðulegur og meira af öllum frambjóðendum er hann ,,einn af þjóðinni sem við getum tengt sterkt við á persónulegan hátt vegna hans ferils í lífinu." Jón Gnarr er maður fólksins og það er enginn yfirborðsmennska í honum eða ósannindi. Hann kemur fram eins og hann er klæddur og hefur alltaf gert. Þess vegna ætla ég að kjósa Jón Gnarr sem næsta Forseta Íslands. Því hann er hæfastur í starfið og er sönn fyrirmynd.” Ef stjórnmálamaður, eins og fyrrverandi forsetisráðherra yrði kosin sem Forseti Íslands em hljóp úr næst stærsta embætti Íslands fyrir nokkrum dögum, því hún vildi ná á toppinn á ferli sínum með því að gerast forseti þá yrði það hræðilegt fyrir land og þjóð og ég vona að allir átti sig á því. Eins með alla aðra. Jón kom að stjórnmálum fyrir 10 árum en ekki 10 dögum eins og til að mynda Katrín Jakobsdóttir. Og það er stór munur á þeim sem pólitísku afli. Jón hefur aldrei setið á alþingi og hvað þá verið forsetisráðherra. Ég vona að allir Íslendingar geri sér grein fyrir því að það sé rétt ákvörðun að kjósa Jón Gnarr sem næsta forseta Íslands því hann er hlutlaus og vill virkilega vinna fyrir þjóðina en ekki fyrir sjálfan sig. Hér er viðtal sem ég tók við hann fyrir tveimur dögum. Höfundur er podcast stjórnandi og andlegur leiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú sjáum við fréttir af ýmsum forsetaframbjóðendum en það sem ég hef tekið eftir er að fjölmiðlar sniðganga Jón Gnarr Forsetaframbjóðanda. Er ákveðið fólk hrætt við að Jón verði forseti Íslands og sniðganga hann í fjölmiðlum? Fólk í samfélaginu segir að það yrði hræðilegt ef stjórnmálamaður/kona yrði forseti. Sá aðili hefði beina tengingu við vini sína á alþingi og alvarlegar ákvarðanatökur sem gætu komið upp með sitjandi forseta gætu ekki verið teknar af heilindum eða embættið misnotað á einhvern hátt. Og það er bara ein ástæða. Finnst ykkur sem þetta lesið, framboð Katrínar Jakobsdóttur eðlilegt? Ég meina sitjandi forsætisráðherra stendur upp úr stól sínum skellir í lás, segir upp starfi sínu, kveður Alþingi og býður sig fram til Forseta íslands? Og Bjarni Ben tekur við af henni? Finnst ykkur þetta ábyrg hegðun af sitjandi forsætisráðherra að gera? Finnst ykkur þessi hegðun og hugsunarháttur endurspegla góðan forseta? Og snýst þetta um METORÐAGIRND í stað heilinda gagnvart land og þjóð? Gagnvart Íslensku þjóðinni? Jón Gnarr er ekki spilltur af pólitík eins og sumir forsetaframbjóðendur eða hefur neinn feril af sviknum loforðum gagnvart þjóðinni eins og til að mynda Katrín Jakobsdóttir gegn eldri borgurum og öryrkjum svo eitthvað sé nefnt. Hann er ekki heldur að bjóða sig fram í eigin þágu af einhverskonar metorðagirnd. Hann er að gera það til þjóna þjóðinni. Hann er fæddur leiðtogi og hefur mikla hæfni til mannlegra samskipta eins og hann sýndi og sannaði þegar hann stofnaði „Besta flokkinn“ og sigraði kosningarnar á þeim tíma og varð borgarstjóri Reykjavíkur og breytti á ákveðinn hátt landslaginu í íslenskri pólitík sem var orðið frekar svart. Hann gerði þetta fyrir Íslendinga en ekki sjálfan sig. Og nú finnst mér vera komin upp sama staða í þjóðfélaginu. Jón Gnarr er einlægur, greindur, með djúpt innsæi, hann er traustvekjandi og hefur hæfileikann til að taka erfiðar ákvarðanir þegar þarf. Við þurfum svoleiðis forseta á þessum tímum. Jón er með góða nærveru og ímynd sem er mikilvægt þegar kemur að því að kynna land og þjóð og hitta aðra þjóðarleiðtoga í heiminum. Hann er kærleiksríkur, friðarsinni og sannur og maður orða sinna Hann er með mikla félagslega hæfni og reynslu til góðra samskipta. Hann kemur vel fram út á við, er virðulegur og meira af öllum frambjóðendum er hann ,,einn af þjóðinni sem við getum tengt sterkt við á persónulegan hátt vegna hans ferils í lífinu." Jón Gnarr er maður fólksins og það er enginn yfirborðsmennska í honum eða ósannindi. Hann kemur fram eins og hann er klæddur og hefur alltaf gert. Þess vegna ætla ég að kjósa Jón Gnarr sem næsta Forseta Íslands. Því hann er hæfastur í starfið og er sönn fyrirmynd.” Ef stjórnmálamaður, eins og fyrrverandi forsetisráðherra yrði kosin sem Forseti Íslands em hljóp úr næst stærsta embætti Íslands fyrir nokkrum dögum, því hún vildi ná á toppinn á ferli sínum með því að gerast forseti þá yrði það hræðilegt fyrir land og þjóð og ég vona að allir átti sig á því. Eins með alla aðra. Jón kom að stjórnmálum fyrir 10 árum en ekki 10 dögum eins og til að mynda Katrín Jakobsdóttir. Og það er stór munur á þeim sem pólitísku afli. Jón hefur aldrei setið á alþingi og hvað þá verið forsetisráðherra. Ég vona að allir Íslendingar geri sér grein fyrir því að það sé rétt ákvörðun að kjósa Jón Gnarr sem næsta forseta Íslands því hann er hlutlaus og vill virkilega vinna fyrir þjóðina en ekki fyrir sjálfan sig. Hér er viðtal sem ég tók við hann fyrir tveimur dögum. Höfundur er podcast stjórnandi og andlegur leiðbeinandi.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun