Miklar verðbólguvæntingar halda vöxtunum uppi Heimir Már Pétursson skrifar 8. maí 2024 12:11 Það er engu líkara en Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu séu lögst á bæn til að ná verðbólgunni niður. Vísir/Vilhelm Miklar verðbólguvæntingar og áframhaldandi spenna í hagkerfinu eru aðalástæður þess að Seðlabankinn lækkar ekki meginvexti sína. Seðlabankastjóri segir algerlega nauðsynlegt að ná verðbólgu niður til að uppfylla forsendur kjarasamninga. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í morgun að halda meginvöxtum sínum óbreyttum í 9,25 prósentum, tíunda mánuðinn í röð. Það er því útlit fyrir að vextirnir verði 9,25 prósent í að minnsta kosti ár því næsti reglulegi vaxtaákvörðunardagur er ekki fyrr en í ágúst. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir verðbólgu enn mikla, eða sex prósent, og verðbólguvæntingar væru einnig enn miklar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir algerlega nauðsynlegt að ná verðbólgu niður áður en kemur að mati á forsendum kjarasamninga á næsta áti.Vísir/Vilhelm „Það er bara mikill verðbólguþrýstingur og það er mikið í gangi hjá okkur,“ segir Ásgeir. Um áramótin spáði Seðlabankinn að meðalverðbólga á þessu ári yrði 4,1 prósent. Nú spáir bankinn því hins vegar að verðbólgan verði að meðaltali 5,9 prósent á þessu ári, eða 1,8 prósentum meiri. Baráttan við verðbólguna er því að ganga mun hægar en men vonuðu. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir mikinn innflutning á vinnuafli og mikinn fjölda ferðamanna eiga þátt þenslunni í hagkerfinu. Innflutningur á vinnuafli væri líka afleiðing af spennunni í þjóðarbúinu. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir mikinn innflutning vinnuafls bæði vera orksök og afleiðingu þenslunnar í þjóðfélaginu.Vísir/Vilhelm „Þetta innflutta vinnuafl þarf auðvitað mat, húsaskjól og allt það. Það eykur auðvitað eftirspurn þeirra. Þannig að þetta er allt að bíta í skottið á sér,“ segir Þórarinn. Ásgeir segir áhrif hóflegar kjarasamninga ekki að fullu komin fram. Áhrif jarðhræringanna á Reykjanesi væru hins vegar farin að koma fram bæði á húsnæðismarkaði og í ríkisfjármálum. „Það er líka í rauninni verið að færa heilt eitt prósent þjóðarinnar um set. Það er verið að færa til heilt sveitarfélag. Það hefur áhrif á fasteignamarkaðinn. Það eru tiltölulega miklar sviftingar og við höfum séð gríðarlegan hagvöxt,“ segir seðlabankastjóri. Þannig var endurmetinn hagvöxtur árið 2022 mun meiri en áður var talið eða 8,9 prósent en ekki 7,2 prósent. Mesti hagvöxtur frá árinu 1971. Krafturinn í hagkerfinu var því meiri en talið var og segir Ásgeitr að seðlabankinn hefði hækkað vexti fyrr og hraðar hefði hann haft þessar upplýsingar fyrir tveimur árum. „Við erum að ná árangri. Einkaneysla er að dragast saman. Þetta er á réttri leið en þetta gengur hægar,“ segir Ásgeir Jónsson. Það væri hins vegar meginverkefni Seðlabankans að ná verðbólgunni niður og með því að halda meginvöxtum óbreyttum undirstrikaði bankinn staðfestu sína í þeim efnum. Til að forsendur nýgerðra kjarasamninga haldi verði að ná verðbólgunni niður. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera vonbrigði en ekki koma á óvart. Hann telur að ef ekkert breytist þurfi fólk að rísa upp eins og var gert í búsáhaldabyltingunni. 8. maí 2024 11:22 Hægir enn á hagvexti og auknar líkur á að núverandi raunvaxtastig sé „hæfilegt“ Horfur eru á að hagvöxtur verði umtalsvert minni í ár en Seðlabankinn gerði áður ráð fyrir samhliða því að hægt hefur nokkuð á vexti innlendrar eftirspurnar. Peningastefnunefnd hefur ákveðið halda vöxtum bankans óbreyttum fimmta fundinn í röð, sem er í samræmi við spár allra greinenda og markaðsaðila, og telur núna meiri líkur en áður að aðhaldsstigið dugi til að ná verðbólgunni niður í markmið. 8. maí 2024 09:28 Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. 8. maí 2024 08:31 Aðstæður fyrir stýrivaxtalækkun á morgun Forsætisráðherra vonast til þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti á morgun. Skilyrðin séu fyrir hendi því verðbólga hafi gefið eftir undanfarið. Hann varar þó við því að verðbólga hjaðni of mikið því hagkerfið sé á mikilli siglingu og atvinnustig í landinu hátt. 7. maí 2024 13:01 Vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í haust Stýrivextir verða ekki lækkaðir fyrr en undir lok árs og verðbólga mælist yfir markmiðum seðlabankans næstu tvö árin samkvæmt nýrri Hagspá Landsbankans. Hagfræðingur telur að uppkaup á húsnæði Grindvíkinga hafi talsverð áhrif á verðbólgu næstu mánuða. 29. apríl 2024 11:45 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í morgun að halda meginvöxtum sínum óbreyttum í 9,25 prósentum, tíunda mánuðinn í röð. Það er því útlit fyrir að vextirnir verði 9,25 prósent í að minnsta kosti ár því næsti reglulegi vaxtaákvörðunardagur er ekki fyrr en í ágúst. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir verðbólgu enn mikla, eða sex prósent, og verðbólguvæntingar væru einnig enn miklar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir algerlega nauðsynlegt að ná verðbólgu niður áður en kemur að mati á forsendum kjarasamninga á næsta áti.Vísir/Vilhelm „Það er bara mikill verðbólguþrýstingur og það er mikið í gangi hjá okkur,“ segir Ásgeir. Um áramótin spáði Seðlabankinn að meðalverðbólga á þessu ári yrði 4,1 prósent. Nú spáir bankinn því hins vegar að verðbólgan verði að meðaltali 5,9 prósent á þessu ári, eða 1,8 prósentum meiri. Baráttan við verðbólguna er því að ganga mun hægar en men vonuðu. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir mikinn innflutning á vinnuafli og mikinn fjölda ferðamanna eiga þátt þenslunni í hagkerfinu. Innflutningur á vinnuafli væri líka afleiðing af spennunni í þjóðarbúinu. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir mikinn innflutning vinnuafls bæði vera orksök og afleiðingu þenslunnar í þjóðfélaginu.Vísir/Vilhelm „Þetta innflutta vinnuafl þarf auðvitað mat, húsaskjól og allt það. Það eykur auðvitað eftirspurn þeirra. Þannig að þetta er allt að bíta í skottið á sér,“ segir Þórarinn. Ásgeir segir áhrif hóflegar kjarasamninga ekki að fullu komin fram. Áhrif jarðhræringanna á Reykjanesi væru hins vegar farin að koma fram bæði á húsnæðismarkaði og í ríkisfjármálum. „Það er líka í rauninni verið að færa heilt eitt prósent þjóðarinnar um set. Það er verið að færa til heilt sveitarfélag. Það hefur áhrif á fasteignamarkaðinn. Það eru tiltölulega miklar sviftingar og við höfum séð gríðarlegan hagvöxt,“ segir seðlabankastjóri. Þannig var endurmetinn hagvöxtur árið 2022 mun meiri en áður var talið eða 8,9 prósent en ekki 7,2 prósent. Mesti hagvöxtur frá árinu 1971. Krafturinn í hagkerfinu var því meiri en talið var og segir Ásgeitr að seðlabankinn hefði hækkað vexti fyrr og hraðar hefði hann haft þessar upplýsingar fyrir tveimur árum. „Við erum að ná árangri. Einkaneysla er að dragast saman. Þetta er á réttri leið en þetta gengur hægar,“ segir Ásgeir Jónsson. Það væri hins vegar meginverkefni Seðlabankans að ná verðbólgunni niður og með því að halda meginvöxtum óbreyttum undirstrikaði bankinn staðfestu sína í þeim efnum. Til að forsendur nýgerðra kjarasamninga haldi verði að ná verðbólgunni niður.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera vonbrigði en ekki koma á óvart. Hann telur að ef ekkert breytist þurfi fólk að rísa upp eins og var gert í búsáhaldabyltingunni. 8. maí 2024 11:22 Hægir enn á hagvexti og auknar líkur á að núverandi raunvaxtastig sé „hæfilegt“ Horfur eru á að hagvöxtur verði umtalsvert minni í ár en Seðlabankinn gerði áður ráð fyrir samhliða því að hægt hefur nokkuð á vexti innlendrar eftirspurnar. Peningastefnunefnd hefur ákveðið halda vöxtum bankans óbreyttum fimmta fundinn í röð, sem er í samræmi við spár allra greinenda og markaðsaðila, og telur núna meiri líkur en áður að aðhaldsstigið dugi til að ná verðbólgunni niður í markmið. 8. maí 2024 09:28 Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. 8. maí 2024 08:31 Aðstæður fyrir stýrivaxtalækkun á morgun Forsætisráðherra vonast til þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti á morgun. Skilyrðin séu fyrir hendi því verðbólga hafi gefið eftir undanfarið. Hann varar þó við því að verðbólga hjaðni of mikið því hagkerfið sé á mikilli siglingu og atvinnustig í landinu hátt. 7. maí 2024 13:01 Vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í haust Stýrivextir verða ekki lækkaðir fyrr en undir lok árs og verðbólga mælist yfir markmiðum seðlabankans næstu tvö árin samkvæmt nýrri Hagspá Landsbankans. Hagfræðingur telur að uppkaup á húsnæði Grindvíkinga hafi talsverð áhrif á verðbólgu næstu mánuða. 29. apríl 2024 11:45 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
„Þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera vonbrigði en ekki koma á óvart. Hann telur að ef ekkert breytist þurfi fólk að rísa upp eins og var gert í búsáhaldabyltingunni. 8. maí 2024 11:22
Hægir enn á hagvexti og auknar líkur á að núverandi raunvaxtastig sé „hæfilegt“ Horfur eru á að hagvöxtur verði umtalsvert minni í ár en Seðlabankinn gerði áður ráð fyrir samhliða því að hægt hefur nokkuð á vexti innlendrar eftirspurnar. Peningastefnunefnd hefur ákveðið halda vöxtum bankans óbreyttum fimmta fundinn í röð, sem er í samræmi við spár allra greinenda og markaðsaðila, og telur núna meiri líkur en áður að aðhaldsstigið dugi til að ná verðbólgunni niður í markmið. 8. maí 2024 09:28
Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. 8. maí 2024 08:31
Aðstæður fyrir stýrivaxtalækkun á morgun Forsætisráðherra vonast til þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti á morgun. Skilyrðin séu fyrir hendi því verðbólga hafi gefið eftir undanfarið. Hann varar þó við því að verðbólga hjaðni of mikið því hagkerfið sé á mikilli siglingu og atvinnustig í landinu hátt. 7. maí 2024 13:01
Vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í haust Stýrivextir verða ekki lækkaðir fyrr en undir lok árs og verðbólga mælist yfir markmiðum seðlabankans næstu tvö árin samkvæmt nýrri Hagspá Landsbankans. Hagfræðingur telur að uppkaup á húsnæði Grindvíkinga hafi talsverð áhrif á verðbólgu næstu mánuða. 29. apríl 2024 11:45