Segir Bandaríkjamenn þurfa að þrýsta á Ísraela Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2024 16:28 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Arnar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir að gera þurfi þá kröfu á ráðamenn í Bandaríkjunum að þeir beiti ríkisstjórn Ísraels mun meiri þrýstingi um að leggja niður vopn. Það sé besta leiðin til að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta skrifar Guðmundur í grein sem birtist á Vísi í dag en hún ber titilinn: Innrás á Rafah stríðir gegn allri mannúð. Greinin fjallar að miklu leyti um árásir á Rafah í suðurhluta Gasastrandarinnar. Þar lögðu ísraelskir hermenn í nótt undir sig landamærastöðvar Gasa og Egyptalands og hafa ráðamenn í Ísrael hótað því að gera umfangsmikla árás á borgina. Fjölmargir íbúar Gasastrandarinnar hafa flúið til Rafah á undanförnum mánuðum og hafa Ísraelar gert loftárásir á borgina í nótt og í dag. „Það er algjörlega óásættanlegt að Ísrael ráðist inn í Rafah. Þangað hefur yfir milljón manna flúið, en fólkið hefur í raun ekki til neins annars staðar að hverfa, enda Gaza-svæðið að stórum hluta til rústir einar. Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur sagt skipanir Ísraelsmanna séu ómannúðlegar og fari gegn alþjóðalögum. Að beita hernaði sem bitnar beint á óbreyttum borgurum sem ekki geta flúið stríðir gegn allri mannúð,“ skrifar Guðmundur. Palestínsk kona sem særðist í loftárás á Rafah flutt á sjúkrahús.AP/Ismael Abu Dayyah Hann segir ísland hafa notað rödd sína til að tala fyrir friði og vísar til þess að Alþingi hafi þann 9. október samþykkt þingsályktun þar sem þess er krafist að komið verði á vopnahléi án tafar. Þá styðji íslands tveggja ríkja lausn og hafi viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki frá 2011. „Ísrael verður að láta af hernámi Vesturbakkans og hætta stríðsrekstrinum á Gaza. Aðeins þannig getur tveggja ríka lausnin raungerst, sem er forsenda friðar á svæðinu.“ Guðmundur segir Bandaríkin hafa mest að segja um að koma á friði en erindrekar Bandaríkjanna hafi beitt neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. „Gera verður þá kröfu að Bandaríkin beiti Ísraelsstjórn stórauknum þrýstingi um að leggja niður vopn,“ skrifar Guðmundur. Fregnir hafa borist af því í dag að ríkisstjórn Joe Biden hafi haldið aftur af vopnasendingum til Ísrael, með því markmiði að senda ráðamönnum í Ísrael skilaboð en ráðamenn í Bandaríkjunum, og víða annarsstaðar, hafa lýst yfir áhyggjum af ætlunum Ísraela í Rafah. BREAKING: The Biden administration is holding up shipments of two types of Boeing-made precision bombs to send a political message to Israel, according to a U.S. official and six other people with knowledge of the deliberations. Team effort w @LeeHudson_ @paulmcleary @reporterjoe…— Lara Seligman (@laraseligman) May 7, 2024 Friðarviðræðurnar „síðasta tækifærið“ Friðarviðræður eiga sér nú stað í Karíó í Egyptalandi en þær hafa reynst erfiðar. Leiðtogar Hamas-samtakanna samþykktu í gær tillögu að vopnahléi frá Egyptum en ráðamenn í Ísrael segja tillöguna langt frá því að vera í samræmi við kröfur Ísraela. Sjá einnig: Tillagan „langt frá“ grundvallarkröfum Ísraela Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í dag að samþykkt Hamas á tillögunni í gær hafi verið ætlað að koma í veg fyrir áhlaup Ísraela inn í Rafah. Hann sagði því áhlaupi ætlað að frelsa þá gísla sem væru enn í haldi Hamas og gera út af við Hamas-samtökin. „Ísrael mun ekki leyfa Hamas að endurreisa stjórn þeirra á Gasaströndinni,“ sagði Netanjahú í ávarpi í dag. Hann sagði að samtökunum yrði ekki leyft að byggja upp mátt að nýju og ógna öryggi Ísrael. Viðræður um tillöguna hafa þó farið fram í dag og Netanjahú sagði að hann hefði skipað erindrekum sínum að standa keikir á kröfum skilyrðum Ísrael. Ísraelskir skrið- og bryndrekar við landamæri Gasa og Egyptalands í Rafah.AP/IDF Háttsettur meðlimur Hamas lýsti því yfir í dag að viðræðurnar í Kaíró væru síðasta tækifæri Ísraela til að frelsa gísla sína úr haldi. Í samtali við AFP fréttaveituna sagði viðkomandi leiðtogi að Netanjahú hefði með því að ráðast á Rafah tekið þá ákvörðun að láta gíslana deyja. Hamas-liðar og aðrir tóku 252 í gíslingu þann 7. október og 128 eru enn í haldi, eftir því sem best er vitað. Hamas birti í dag yfirlýsingu um að sjötug kona sem hefði verið tekin í gíslingu hefði særst í loftárás Ísraela fyrir um mánuði síðan. Í yfirlýsingunni segir að Judy Weinstein hafi látist af sárum sínum því hún hafi ekki getað fengið aðhlynningu vegna árása Ísraela á sjúkrahús á Gasaströndinni. Yfirvöld í Ísrael lýstu því þó yfir í desember að Weinestein hefði verið myrt þann 7. október og að lík hennar hefði verið tekið flutt á Gasaströndina. Eiginmaður hennar var einnig myrtur og lík hans flutt til Gasa. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Vinstri græn Bandaríkin Joe Biden Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Hamas samþykkir vopnahléstillögu Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa samþykkt vopnahléstillögu erindreka frá Egyptalandi og Katar. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, hafi hringt í forsætisráðherra Katar og upplýsingaráðherra Egyptlands í dag og tilkynnt þeim að tillagan hefði verið samþykkt. 6. maí 2024 16:55 Um 100.000 sagt að rýma svæði á Rafah vegna „afmarkaðra aðgerða“ Ísraelsher segist þurfa að flytja 100.000 manns frá Rafah inn á nærliggjandi svæði, al Mawasi, sem Ísraelsmenn hafa skilgreint sem „mannúðarsvæði“. Þetta hefur Associated Press eftir talsmanni hersins. 6. maí 2024 06:45 Tyrkir stöðva öll viðskipti við Ísrael Tyrkir hafa ákveðið að hætta öllum viðskiptum við Ísrael vegna innrásar þeirra á Gasa svæðið. 3. maí 2024 07:14 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Þetta skrifar Guðmundur í grein sem birtist á Vísi í dag en hún ber titilinn: Innrás á Rafah stríðir gegn allri mannúð. Greinin fjallar að miklu leyti um árásir á Rafah í suðurhluta Gasastrandarinnar. Þar lögðu ísraelskir hermenn í nótt undir sig landamærastöðvar Gasa og Egyptalands og hafa ráðamenn í Ísrael hótað því að gera umfangsmikla árás á borgina. Fjölmargir íbúar Gasastrandarinnar hafa flúið til Rafah á undanförnum mánuðum og hafa Ísraelar gert loftárásir á borgina í nótt og í dag. „Það er algjörlega óásættanlegt að Ísrael ráðist inn í Rafah. Þangað hefur yfir milljón manna flúið, en fólkið hefur í raun ekki til neins annars staðar að hverfa, enda Gaza-svæðið að stórum hluta til rústir einar. Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur sagt skipanir Ísraelsmanna séu ómannúðlegar og fari gegn alþjóðalögum. Að beita hernaði sem bitnar beint á óbreyttum borgurum sem ekki geta flúið stríðir gegn allri mannúð,“ skrifar Guðmundur. Palestínsk kona sem særðist í loftárás á Rafah flutt á sjúkrahús.AP/Ismael Abu Dayyah Hann segir ísland hafa notað rödd sína til að tala fyrir friði og vísar til þess að Alþingi hafi þann 9. október samþykkt þingsályktun þar sem þess er krafist að komið verði á vopnahléi án tafar. Þá styðji íslands tveggja ríkja lausn og hafi viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki frá 2011. „Ísrael verður að láta af hernámi Vesturbakkans og hætta stríðsrekstrinum á Gaza. Aðeins þannig getur tveggja ríka lausnin raungerst, sem er forsenda friðar á svæðinu.“ Guðmundur segir Bandaríkin hafa mest að segja um að koma á friði en erindrekar Bandaríkjanna hafi beitt neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. „Gera verður þá kröfu að Bandaríkin beiti Ísraelsstjórn stórauknum þrýstingi um að leggja niður vopn,“ skrifar Guðmundur. Fregnir hafa borist af því í dag að ríkisstjórn Joe Biden hafi haldið aftur af vopnasendingum til Ísrael, með því markmiði að senda ráðamönnum í Ísrael skilaboð en ráðamenn í Bandaríkjunum, og víða annarsstaðar, hafa lýst yfir áhyggjum af ætlunum Ísraela í Rafah. BREAKING: The Biden administration is holding up shipments of two types of Boeing-made precision bombs to send a political message to Israel, according to a U.S. official and six other people with knowledge of the deliberations. Team effort w @LeeHudson_ @paulmcleary @reporterjoe…— Lara Seligman (@laraseligman) May 7, 2024 Friðarviðræðurnar „síðasta tækifærið“ Friðarviðræður eiga sér nú stað í Karíó í Egyptalandi en þær hafa reynst erfiðar. Leiðtogar Hamas-samtakanna samþykktu í gær tillögu að vopnahléi frá Egyptum en ráðamenn í Ísrael segja tillöguna langt frá því að vera í samræmi við kröfur Ísraela. Sjá einnig: Tillagan „langt frá“ grundvallarkröfum Ísraela Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í dag að samþykkt Hamas á tillögunni í gær hafi verið ætlað að koma í veg fyrir áhlaup Ísraela inn í Rafah. Hann sagði því áhlaupi ætlað að frelsa þá gísla sem væru enn í haldi Hamas og gera út af við Hamas-samtökin. „Ísrael mun ekki leyfa Hamas að endurreisa stjórn þeirra á Gasaströndinni,“ sagði Netanjahú í ávarpi í dag. Hann sagði að samtökunum yrði ekki leyft að byggja upp mátt að nýju og ógna öryggi Ísrael. Viðræður um tillöguna hafa þó farið fram í dag og Netanjahú sagði að hann hefði skipað erindrekum sínum að standa keikir á kröfum skilyrðum Ísrael. Ísraelskir skrið- og bryndrekar við landamæri Gasa og Egyptalands í Rafah.AP/IDF Háttsettur meðlimur Hamas lýsti því yfir í dag að viðræðurnar í Kaíró væru síðasta tækifæri Ísraela til að frelsa gísla sína úr haldi. Í samtali við AFP fréttaveituna sagði viðkomandi leiðtogi að Netanjahú hefði með því að ráðast á Rafah tekið þá ákvörðun að láta gíslana deyja. Hamas-liðar og aðrir tóku 252 í gíslingu þann 7. október og 128 eru enn í haldi, eftir því sem best er vitað. Hamas birti í dag yfirlýsingu um að sjötug kona sem hefði verið tekin í gíslingu hefði særst í loftárás Ísraela fyrir um mánuði síðan. Í yfirlýsingunni segir að Judy Weinstein hafi látist af sárum sínum því hún hafi ekki getað fengið aðhlynningu vegna árása Ísraela á sjúkrahús á Gasaströndinni. Yfirvöld í Ísrael lýstu því þó yfir í desember að Weinestein hefði verið myrt þann 7. október og að lík hennar hefði verið tekið flutt á Gasaströndina. Eiginmaður hennar var einnig myrtur og lík hans flutt til Gasa.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Vinstri græn Bandaríkin Joe Biden Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Hamas samþykkir vopnahléstillögu Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa samþykkt vopnahléstillögu erindreka frá Egyptalandi og Katar. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, hafi hringt í forsætisráðherra Katar og upplýsingaráðherra Egyptlands í dag og tilkynnt þeim að tillagan hefði verið samþykkt. 6. maí 2024 16:55 Um 100.000 sagt að rýma svæði á Rafah vegna „afmarkaðra aðgerða“ Ísraelsher segist þurfa að flytja 100.000 manns frá Rafah inn á nærliggjandi svæði, al Mawasi, sem Ísraelsmenn hafa skilgreint sem „mannúðarsvæði“. Þetta hefur Associated Press eftir talsmanni hersins. 6. maí 2024 06:45 Tyrkir stöðva öll viðskipti við Ísrael Tyrkir hafa ákveðið að hætta öllum viðskiptum við Ísrael vegna innrásar þeirra á Gasa svæðið. 3. maí 2024 07:14 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Hamas samþykkir vopnahléstillögu Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa samþykkt vopnahléstillögu erindreka frá Egyptalandi og Katar. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, hafi hringt í forsætisráðherra Katar og upplýsingaráðherra Egyptlands í dag og tilkynnt þeim að tillagan hefði verið samþykkt. 6. maí 2024 16:55
Um 100.000 sagt að rýma svæði á Rafah vegna „afmarkaðra aðgerða“ Ísraelsher segist þurfa að flytja 100.000 manns frá Rafah inn á nærliggjandi svæði, al Mawasi, sem Ísraelsmenn hafa skilgreint sem „mannúðarsvæði“. Þetta hefur Associated Press eftir talsmanni hersins. 6. maí 2024 06:45
Tyrkir stöðva öll viðskipti við Ísrael Tyrkir hafa ákveðið að hætta öllum viðskiptum við Ísrael vegna innrásar þeirra á Gasa svæðið. 3. maí 2024 07:14