Forseti allra Ragnhildur Björt Björnsdóttir skrifar 7. maí 2024 15:02 Forseti Íslands á að vera forseti allrar þjóðarinnar. Hann þarf ekki aðeins að vera þverstéttarlegt sameiningartákn, heldur þarf hann einnig að geta náð til fólks þvert á aldurshópa. Hann þarf að þekkja allt Ísland vel og kunna að tala mál sem allir skilja. Hann á ekki aðeins að tala fyrir einn hóp og besta fólkið í embættið er það sem hefur líka unnið sér traust andstæðinga sinna. Það skiptir ekki máli hvort forseti var umdeildur fyrir kjör sitt en öllu máli að hann geti safnað þjóðinni saman á eftir eins og Vigdís gat. Nýverið bauð Katrín Jakobsdóttir mér og öðru ungu fólki að koma á fund til þess að ræða hvernig hægt væri að ná til ungs fólks og hvetja það til þess að afla sér upplýsinga um komandi forsetakosningar og mæta á kjörstað. Heil kynslóð skilur okkur Katrínu að, en þrátt fyrir það fannst mér við tala saman á jafningjagrundvelli. Hún hlustaði áhugasöm á tillögur okkar um hvaða samfélagsmiðla hún ætti helst að nota, hvernig væri hægt að komast hjá því að vera „cringe“ og hvers konar efni höfðaði til ungs fólks. Þetta sýndi mér að hún er ekki einungis áhugasöm og metnaðarfull um hvernig má nálgast fólk með ólíkum hætti og á ólíkum grundvelli, heldur einnig að hún tekur sjálfa sig ekki of alvarlega, og það er eiginleiki sem mikilvægt er að hver manneskja í valdastöðu búi yfir. En forseti á ekki bara að vera flippkisi; hann verður líka að geta verið sameiningartákn fyrir þjóðina þegar á móti blæs. Katrín sýndi hæfileika sína til þess að takast á við erfiðar og fordæmalausar aðstæður á tímum heimsfaraldursins og eldsumbrota á Reykjanesskaga. Þar sýndi hún mikla yfirvegun en einnig aðlögunarhæfni, og var umfram allt vinalegt andlit á erfiðum tímum sem hægt var að líta til þegar allt virtist vonlaust. Katrín býr einnig yfir mikilli þekkingu á alþjóðamálum og hefur hefur verið sannur sómi þjóðarinnar á erlendum vettvangi, svo ég minnist ekki á hversu fær hún er að tjá sig á öðrum málum en sínum eigin. Það er mikilvægt að forsetinn sé manneskja sem við getum verið stolt af þegar hann fer sem fulltrúi þjóðarinnar að hitta erlenda þjóðhöfðingja eða annað merkisfólk, og reynsla Katrínar mun reynast ómetanleg í þeim málum. Ég veit líka um fáa frambjóðendur sem kunna að brjóta úr og galdra það fram heilt aftur, og saga í sundur hönd og setja hana saman á ný, og þó sá hæfileiki gagnist ekki beint í forsetaembættinu er það hæfileiki sem ekki er hægt að taka frá henni, og er einnig einstaklega skemmtilegt að verða vitni að. Katrín Jakobsdóttir er sú sem ég mun kjósa til forsetaembættisins, því hún er einfaldlega hæfasti kandídatinn, hefur mesta reynslu og hefur staðið sig vel í öllu sem á hefur dunið. Hún er vön flóknum úrlausnarefnum og mun ekki kippa sér upp við neitt sem gerist í embætti. Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Sjá meira
Forseti Íslands á að vera forseti allrar þjóðarinnar. Hann þarf ekki aðeins að vera þverstéttarlegt sameiningartákn, heldur þarf hann einnig að geta náð til fólks þvert á aldurshópa. Hann þarf að þekkja allt Ísland vel og kunna að tala mál sem allir skilja. Hann á ekki aðeins að tala fyrir einn hóp og besta fólkið í embættið er það sem hefur líka unnið sér traust andstæðinga sinna. Það skiptir ekki máli hvort forseti var umdeildur fyrir kjör sitt en öllu máli að hann geti safnað þjóðinni saman á eftir eins og Vigdís gat. Nýverið bauð Katrín Jakobsdóttir mér og öðru ungu fólki að koma á fund til þess að ræða hvernig hægt væri að ná til ungs fólks og hvetja það til þess að afla sér upplýsinga um komandi forsetakosningar og mæta á kjörstað. Heil kynslóð skilur okkur Katrínu að, en þrátt fyrir það fannst mér við tala saman á jafningjagrundvelli. Hún hlustaði áhugasöm á tillögur okkar um hvaða samfélagsmiðla hún ætti helst að nota, hvernig væri hægt að komast hjá því að vera „cringe“ og hvers konar efni höfðaði til ungs fólks. Þetta sýndi mér að hún er ekki einungis áhugasöm og metnaðarfull um hvernig má nálgast fólk með ólíkum hætti og á ólíkum grundvelli, heldur einnig að hún tekur sjálfa sig ekki of alvarlega, og það er eiginleiki sem mikilvægt er að hver manneskja í valdastöðu búi yfir. En forseti á ekki bara að vera flippkisi; hann verður líka að geta verið sameiningartákn fyrir þjóðina þegar á móti blæs. Katrín sýndi hæfileika sína til þess að takast á við erfiðar og fordæmalausar aðstæður á tímum heimsfaraldursins og eldsumbrota á Reykjanesskaga. Þar sýndi hún mikla yfirvegun en einnig aðlögunarhæfni, og var umfram allt vinalegt andlit á erfiðum tímum sem hægt var að líta til þegar allt virtist vonlaust. Katrín býr einnig yfir mikilli þekkingu á alþjóðamálum og hefur hefur verið sannur sómi þjóðarinnar á erlendum vettvangi, svo ég minnist ekki á hversu fær hún er að tjá sig á öðrum málum en sínum eigin. Það er mikilvægt að forsetinn sé manneskja sem við getum verið stolt af þegar hann fer sem fulltrúi þjóðarinnar að hitta erlenda þjóðhöfðingja eða annað merkisfólk, og reynsla Katrínar mun reynast ómetanleg í þeim málum. Ég veit líka um fáa frambjóðendur sem kunna að brjóta úr og galdra það fram heilt aftur, og saga í sundur hönd og setja hana saman á ný, og þó sá hæfileiki gagnist ekki beint í forsetaembættinu er það hæfileiki sem ekki er hægt að taka frá henni, og er einnig einstaklega skemmtilegt að verða vitni að. Katrín Jakobsdóttir er sú sem ég mun kjósa til forsetaembættisins, því hún er einfaldlega hæfasti kandídatinn, hefur mesta reynslu og hefur staðið sig vel í öllu sem á hefur dunið. Hún er vön flóknum úrlausnarefnum og mun ekki kippa sér upp við neitt sem gerist í embætti. Höfundur er háskólanemi.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun