Verðhækkanir á döner-kebab eitt helsta áhyggjuefni Þjóðverja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. maí 2024 08:41 Það gengur á ýmsu í heiminum en kanslari Þýskalands er einna oftast spurður að því af unga fólkinu hvort það sé ekki kominn tími til að setja þak á verðið á kebab. AP/Hannes P. Albert Ríkisstjórn Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, hefur séð sig neydda til að útskýra það á samfélagsmiðlum hvers vegna það verður sífellt dýrara að kaupa sér kebab. Svokallaður döner-kebab, sem er búinn til úr kjöti steiktu á lóðréttum teini, er einn vinsælasti skyndibiti Þjóðverja og Scholz og aðrir stjórnmálamenn segjast vera spurðir að því í gríð og erg hvort það sé ekki tímabært að festa verðið á réttinum. Stjórnvöld segja launahækkanir og orkukostnað meðal þeirra þátta sem hafa leitt til verðskriðsins en nú hefur stjórnmálaflokkurinn Vinstrið tekið málið á sína arma og kallað eftir kebabþaki, það er að segja hámarksverði. View this post on Instagram A post shared by Bundesregierung (@bundesregierung) Samkvæmt flokknum kostaði kebabinn aðeins um fjórar evrur fyrir tveimur árum en stendur nú í um tíu evrum. Vinstrið leggur til að þakið verði 4,90 evrur almennt og 2,90 evrur fyrir ungt fólk. Þá hefur hann einnig lagt til að öll heimili fái daglega afsláttarmiða. Áætlað er að um 1,3 milljarðar kebaba seljist í Þýskalandi á ári hverju, þar af 400 þúsund á dag í Berlín. Vinstrið hefur reiknað út að niðurgreiðslur hins opinbera, sem flokkurinn leggur til, myndu nema um fjórum milljörðum evra á ársgrundvelli. Scholz, sem segir sláandi hversu oft hann er spurður út í verðhækkanir á keböbum, segir ómögulegt að ætla ríkinu að stjórna verðþróun á skyndibitanum. Ungt fólk hefur brugðist við afstöðu kanslarans með því að kalla eftir endurkomu forvera hans, Angelu Merkel, sem hafi „haft stjórn á dönernum“. Þýskaland Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Svokallaður döner-kebab, sem er búinn til úr kjöti steiktu á lóðréttum teini, er einn vinsælasti skyndibiti Þjóðverja og Scholz og aðrir stjórnmálamenn segjast vera spurðir að því í gríð og erg hvort það sé ekki tímabært að festa verðið á réttinum. Stjórnvöld segja launahækkanir og orkukostnað meðal þeirra þátta sem hafa leitt til verðskriðsins en nú hefur stjórnmálaflokkurinn Vinstrið tekið málið á sína arma og kallað eftir kebabþaki, það er að segja hámarksverði. View this post on Instagram A post shared by Bundesregierung (@bundesregierung) Samkvæmt flokknum kostaði kebabinn aðeins um fjórar evrur fyrir tveimur árum en stendur nú í um tíu evrum. Vinstrið leggur til að þakið verði 4,90 evrur almennt og 2,90 evrur fyrir ungt fólk. Þá hefur hann einnig lagt til að öll heimili fái daglega afsláttarmiða. Áætlað er að um 1,3 milljarðar kebaba seljist í Þýskalandi á ári hverju, þar af 400 þúsund á dag í Berlín. Vinstrið hefur reiknað út að niðurgreiðslur hins opinbera, sem flokkurinn leggur til, myndu nema um fjórum milljörðum evra á ársgrundvelli. Scholz, sem segir sláandi hversu oft hann er spurður út í verðhækkanir á keböbum, segir ómögulegt að ætla ríkinu að stjórna verðþróun á skyndibitanum. Ungt fólk hefur brugðist við afstöðu kanslarans með því að kalla eftir endurkomu forvera hans, Angelu Merkel, sem hafi „haft stjórn á dönernum“.
Þýskaland Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira