Verðhækkanir á döner-kebab eitt helsta áhyggjuefni Þjóðverja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. maí 2024 08:41 Það gengur á ýmsu í heiminum en kanslari Þýskalands er einna oftast spurður að því af unga fólkinu hvort það sé ekki kominn tími til að setja þak á verðið á kebab. AP/Hannes P. Albert Ríkisstjórn Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, hefur séð sig neydda til að útskýra það á samfélagsmiðlum hvers vegna það verður sífellt dýrara að kaupa sér kebab. Svokallaður döner-kebab, sem er búinn til úr kjöti steiktu á lóðréttum teini, er einn vinsælasti skyndibiti Þjóðverja og Scholz og aðrir stjórnmálamenn segjast vera spurðir að því í gríð og erg hvort það sé ekki tímabært að festa verðið á réttinum. Stjórnvöld segja launahækkanir og orkukostnað meðal þeirra þátta sem hafa leitt til verðskriðsins en nú hefur stjórnmálaflokkurinn Vinstrið tekið málið á sína arma og kallað eftir kebabþaki, það er að segja hámarksverði. View this post on Instagram A post shared by Bundesregierung (@bundesregierung) Samkvæmt flokknum kostaði kebabinn aðeins um fjórar evrur fyrir tveimur árum en stendur nú í um tíu evrum. Vinstrið leggur til að þakið verði 4,90 evrur almennt og 2,90 evrur fyrir ungt fólk. Þá hefur hann einnig lagt til að öll heimili fái daglega afsláttarmiða. Áætlað er að um 1,3 milljarðar kebaba seljist í Þýskalandi á ári hverju, þar af 400 þúsund á dag í Berlín. Vinstrið hefur reiknað út að niðurgreiðslur hins opinbera, sem flokkurinn leggur til, myndu nema um fjórum milljörðum evra á ársgrundvelli. Scholz, sem segir sláandi hversu oft hann er spurður út í verðhækkanir á keböbum, segir ómögulegt að ætla ríkinu að stjórna verðþróun á skyndibitanum. Ungt fólk hefur brugðist við afstöðu kanslarans með því að kalla eftir endurkomu forvera hans, Angelu Merkel, sem hafi „haft stjórn á dönernum“. Þýskaland Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira
Svokallaður döner-kebab, sem er búinn til úr kjöti steiktu á lóðréttum teini, er einn vinsælasti skyndibiti Þjóðverja og Scholz og aðrir stjórnmálamenn segjast vera spurðir að því í gríð og erg hvort það sé ekki tímabært að festa verðið á réttinum. Stjórnvöld segja launahækkanir og orkukostnað meðal þeirra þátta sem hafa leitt til verðskriðsins en nú hefur stjórnmálaflokkurinn Vinstrið tekið málið á sína arma og kallað eftir kebabþaki, það er að segja hámarksverði. View this post on Instagram A post shared by Bundesregierung (@bundesregierung) Samkvæmt flokknum kostaði kebabinn aðeins um fjórar evrur fyrir tveimur árum en stendur nú í um tíu evrum. Vinstrið leggur til að þakið verði 4,90 evrur almennt og 2,90 evrur fyrir ungt fólk. Þá hefur hann einnig lagt til að öll heimili fái daglega afsláttarmiða. Áætlað er að um 1,3 milljarðar kebaba seljist í Þýskalandi á ári hverju, þar af 400 þúsund á dag í Berlín. Vinstrið hefur reiknað út að niðurgreiðslur hins opinbera, sem flokkurinn leggur til, myndu nema um fjórum milljörðum evra á ársgrundvelli. Scholz, sem segir sláandi hversu oft hann er spurður út í verðhækkanir á keböbum, segir ómögulegt að ætla ríkinu að stjórna verðþróun á skyndibitanum. Ungt fólk hefur brugðist við afstöðu kanslarans með því að kalla eftir endurkomu forvera hans, Angelu Merkel, sem hafi „haft stjórn á dönernum“.
Þýskaland Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira