Segja nýjar reglur um merkingar blekkingarleik laxeldisfyrirtækja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. maí 2024 07:14 Um það bil 200 matreiðslumenn styðja átak sem miðar að því að fá veitingahús í Skotlandi til að taka eldislax af matseðlinum. Getty/Justin Sullivan Aðgerðasinnar í Skotlandi mótmæla nú harðlega ákvörðun yfirvalda um að heimila fyrirtækjum í laxeldi að hætta að merkja vörur sínar sem „eldislax“. Fyrirtækin fengu breytinguna í gegn á þeim forsendum að neytendur væru meðvitaðir um að villtur lax væri ekki lengur seldur í verslunum og þannig hlyti varan sem þeir væru að kaupa að vera eldislax. Dýraverndarsamtök og matreiðslumenn segja hins vegar um að ræða grænþvott og tilraunir til að villa um fyrir neytendum. Hópur samtaka hefur höfðað mál til að fá ákvörðuninni hnekkt. „Nú, meira en áður, þarf fólk að fá upplýsingar um raunverulegan uppruna þeirra vara sem þeir kaupa og neyta, svo þeir geti tekið upplýsta ákvörðun. Þessi nafnabreyting er skref í vitlausa átt,“ segir Rachel Mulrenan hjá WildFish. Breytingin varðar merkingar framan á umbúðum en fyrirtækjum er ennþá skylt að taka það fram aftan á umbúðunum að um sé að ræða eldislax. Þegar ákvörðunin var tekin sögðu samtökin Salmon Scotland að þegar neytendur töluðu um skoskan lax væru þeir að tala um eldislax frá Skotlandi og breytingin endurspeglaði það. Abigail Penny, framkvæmdastjóri Animal Equality UK, sagði hins vegar um að ræða tilraun til að fela ljótan sannleikann; að um væri að ræða starfsemi þar sem lús og sjúkdómar væru normið og milljónir laxa dræpust á hverju ári. Laxeldi er afar umdeilt á Skotlandi, líkt og á Íslandi. Yfir 60 samtök og 200 matreiðslumenn hafa lýst yfir stuðningi við baráttu WildFish fyrir því að veitingastaðir hætti að bjóða upp á eldislax á matseðlum sínum. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Fiskeldi Matvælaframleiðsla Skotland Neytendur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Fyrirtækin fengu breytinguna í gegn á þeim forsendum að neytendur væru meðvitaðir um að villtur lax væri ekki lengur seldur í verslunum og þannig hlyti varan sem þeir væru að kaupa að vera eldislax. Dýraverndarsamtök og matreiðslumenn segja hins vegar um að ræða grænþvott og tilraunir til að villa um fyrir neytendum. Hópur samtaka hefur höfðað mál til að fá ákvörðuninni hnekkt. „Nú, meira en áður, þarf fólk að fá upplýsingar um raunverulegan uppruna þeirra vara sem þeir kaupa og neyta, svo þeir geti tekið upplýsta ákvörðun. Þessi nafnabreyting er skref í vitlausa átt,“ segir Rachel Mulrenan hjá WildFish. Breytingin varðar merkingar framan á umbúðum en fyrirtækjum er ennþá skylt að taka það fram aftan á umbúðunum að um sé að ræða eldislax. Þegar ákvörðunin var tekin sögðu samtökin Salmon Scotland að þegar neytendur töluðu um skoskan lax væru þeir að tala um eldislax frá Skotlandi og breytingin endurspeglaði það. Abigail Penny, framkvæmdastjóri Animal Equality UK, sagði hins vegar um að ræða tilraun til að fela ljótan sannleikann; að um væri að ræða starfsemi þar sem lús og sjúkdómar væru normið og milljónir laxa dræpust á hverju ári. Laxeldi er afar umdeilt á Skotlandi, líkt og á Íslandi. Yfir 60 samtök og 200 matreiðslumenn hafa lýst yfir stuðningi við baráttu WildFish fyrir því að veitingastaðir hætti að bjóða upp á eldislax á matseðlum sínum. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Fiskeldi Matvælaframleiðsla Skotland Neytendur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira