Stórbætum samgöngur Logi Einarsson skrifar 3. maí 2024 11:16 Mikilvægi öruggra samgangna er gríðarlegt hagsmunamál íbúa landsins. Ekki síst fólks sem býr á landsbyggðinni, í ljósi sérstæðrar búsetusamsetningar þjóðarinnar. Árið 1900 bjuggu um 11% þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu en eru nú nær 70%. Þetta hefur m.a. haft það í för með sér að lang stærsti hluti sérhæfðrar þjónustu hefur byggst þar upp en hefur á sama tíma látið undan á landsbyggðunum. Þrátt fyrir þetta eru fjárfestingar á Íslandi í samgöngum aðeins 0,5% af vergri landsframleiðslu. Í nýju útspili okkar í Samfylkingunni sem ber yfirskriftina Krafa um árangur í atvinnu samgöngumálum erum við mjög skýr um hvað þarf að gerast í samgöngumálum á Íslandi. Okkar grundvallarkrafa er meðal annars að fjárfestingar í samgöngum fari aftur upp í meðaltal OECD ríkja fyrir árið 2030 og verði 1% af vergri landsframleiðslu. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa framkvæmdir við 0 jarðgöng hafist og Samtök iðnaðarins hafa metið núverandi innviðaskuld á um 5% af vergri landsframleiðslu. Við erum fámenn þjóð í stóru landi og munum aldrei geta byggt upp mjög sérhæfða þjónustu um allt land. Þess vegna þurfum við öflugri samgöngur; til að fólk geti sótt sér hana í nálægð byggðarlög eða geti treyst á öruggar og betri samgöngur til Reykjavíkur. Við sjáum t.d stöðuna á Sjúkrahúsinu á Akureyri en stofnunin hefur átt í vök að verjast síðustu ár. Sérfræðiþjónustu þar hefur farið minnkandi með þeim afleiðingum að margfalt fleiri sjúklingar þurfa að leita suður en þörf væri á. Upptökusvæði SAK, sem er annað tveggja skilgreindra sjúkrahúsa landsins, er allt Norður- og Austurland. Áætlað er að yfir 20.000 sjúklingar af því svæði þurfi að leita alla leið til Reykjavíkur árlega. Svipaða sögu má segja um margvíslega aðra þjónustu.. Samgöngumál eru mikilvægt heilbrigðismál en einnig mennta-, menningar-, atvinnu- og byggðamál. Síðast en ekki síst öryggismál. Í könnun sem gerð var fyrir nokkrum misserum kom í ljós að stór hluti íbúa í Fjallabyggðar, ekki síst konur, fann fyrir miklu óöryggi vegna slæms ástands samgangna á Tröllaskaga. Þeir sækja síður atvinnu í nálæga byggðarkjarna, jafnvel innan sama sveitarfélags og veigra sér við að sækja þangað nauðsynlega þjónustu. Augljóst er hvaða áhrif þetta hefur þegar fólk velur sér stað til búsetu. Sama má auðvitað segja um íbúa á Vestfjörðum og Austurlandi, þar sem íbúar t.d. á Seyðisfirði eru innilokaðir svo dögum skiptir yfir vetrarmánuðina. Án þess að búa við ýmsa þjónustu sem þeim skal þó tryggð samkvæmt lögum. Samfylkingin vill framfarir í samgöngumálum um land allt. Til þess þarf að lyfta fjárfestingum í samgöngum aftur upp um flokk. Hægagangur síðustu ára er hreinlega ekki lengur í boði. Hér getur þú kynnt þér nánar um aðgerðir til árangurs í samgöngumálum. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Samfylkingin Samgöngur Alþingi Byggðamál Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Mikilvægi öruggra samgangna er gríðarlegt hagsmunamál íbúa landsins. Ekki síst fólks sem býr á landsbyggðinni, í ljósi sérstæðrar búsetusamsetningar þjóðarinnar. Árið 1900 bjuggu um 11% þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu en eru nú nær 70%. Þetta hefur m.a. haft það í för með sér að lang stærsti hluti sérhæfðrar þjónustu hefur byggst þar upp en hefur á sama tíma látið undan á landsbyggðunum. Þrátt fyrir þetta eru fjárfestingar á Íslandi í samgöngum aðeins 0,5% af vergri landsframleiðslu. Í nýju útspili okkar í Samfylkingunni sem ber yfirskriftina Krafa um árangur í atvinnu samgöngumálum erum við mjög skýr um hvað þarf að gerast í samgöngumálum á Íslandi. Okkar grundvallarkrafa er meðal annars að fjárfestingar í samgöngum fari aftur upp í meðaltal OECD ríkja fyrir árið 2030 og verði 1% af vergri landsframleiðslu. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa framkvæmdir við 0 jarðgöng hafist og Samtök iðnaðarins hafa metið núverandi innviðaskuld á um 5% af vergri landsframleiðslu. Við erum fámenn þjóð í stóru landi og munum aldrei geta byggt upp mjög sérhæfða þjónustu um allt land. Þess vegna þurfum við öflugri samgöngur; til að fólk geti sótt sér hana í nálægð byggðarlög eða geti treyst á öruggar og betri samgöngur til Reykjavíkur. Við sjáum t.d stöðuna á Sjúkrahúsinu á Akureyri en stofnunin hefur átt í vök að verjast síðustu ár. Sérfræðiþjónustu þar hefur farið minnkandi með þeim afleiðingum að margfalt fleiri sjúklingar þurfa að leita suður en þörf væri á. Upptökusvæði SAK, sem er annað tveggja skilgreindra sjúkrahúsa landsins, er allt Norður- og Austurland. Áætlað er að yfir 20.000 sjúklingar af því svæði þurfi að leita alla leið til Reykjavíkur árlega. Svipaða sögu má segja um margvíslega aðra þjónustu.. Samgöngumál eru mikilvægt heilbrigðismál en einnig mennta-, menningar-, atvinnu- og byggðamál. Síðast en ekki síst öryggismál. Í könnun sem gerð var fyrir nokkrum misserum kom í ljós að stór hluti íbúa í Fjallabyggðar, ekki síst konur, fann fyrir miklu óöryggi vegna slæms ástands samgangna á Tröllaskaga. Þeir sækja síður atvinnu í nálæga byggðarkjarna, jafnvel innan sama sveitarfélags og veigra sér við að sækja þangað nauðsynlega þjónustu. Augljóst er hvaða áhrif þetta hefur þegar fólk velur sér stað til búsetu. Sama má auðvitað segja um íbúa á Vestfjörðum og Austurlandi, þar sem íbúar t.d. á Seyðisfirði eru innilokaðir svo dögum skiptir yfir vetrarmánuðina. Án þess að búa við ýmsa þjónustu sem þeim skal þó tryggð samkvæmt lögum. Samfylkingin vill framfarir í samgöngumálum um land allt. Til þess þarf að lyfta fjárfestingum í samgöngum aftur upp um flokk. Hægagangur síðustu ára er hreinlega ekki lengur í boði. Hér getur þú kynnt þér nánar um aðgerðir til árangurs í samgöngumálum. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun