Tekjur Apple drógust saman enn eina ferðina Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2024 10:31 Tim Cook er forstjóri Apple. EPA/JOHN G. MABANGLO Tekjur Apple drógust saman í fimmta sinn á síðustu sex ársfjórðungum. Í heildina voru tekjurnar 90,8 milljarðar dala á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, sem er fjórum prósentum minna en þær voru á sama tíma í fyrra. 90,8 milljarðar dala samsvarar um 12,7 billjónum króna. Ársfjórðungurinn sem endar í lok mars er í raun annar ársfjórðungurinn á fjárhagsári Apple. Áhugsamir geta fundið frekari upplýsingar um uppgjörið á vef Apple. Samdrátturinn hefur að miklu leyti verið rakið til vandræða í símasölu Apple og aukinnar samkeppni vegna snjallsíma sem framleiddir eru í Kína. Á undanförnum árum hefur forsvarsmönnum Apple gengið erfiðlega að auka sölu iPhone snjallsíma en það hefur um árabil verið helsta tekjulind fyrirtækisins. Á síðasta ársfjórðungi dróst salan saman um 10,5 prósent, borið saman við fyrsta fjórðung 2023. Þrátt fyrir samdráttinn hækkaði virði hlutabréfa Apple um rúm sjö prósent eftir að uppgjörið var birt í gær. Samkvæmt frétt Wall Street Journal var það vegna þess að forsvarsmenn fyrirtækisins samþykktu að verja 110 milljörðum dala í að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu og gáfu til kynna að fyrirtækið muni skila hagnaði á núverandi ársfjórðungi. Apple stendur frammi fyrir ýmsum lagalegum vandræðum um þessar mundir. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna höfðaði til að mynda mál gegn fyrirtækinu í mars og sakaði það um að beita einokunarstöðu á markaði snjallsíma til að koma í veg fyrir samkeppni. Apple Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
90,8 milljarðar dala samsvarar um 12,7 billjónum króna. Ársfjórðungurinn sem endar í lok mars er í raun annar ársfjórðungurinn á fjárhagsári Apple. Áhugsamir geta fundið frekari upplýsingar um uppgjörið á vef Apple. Samdrátturinn hefur að miklu leyti verið rakið til vandræða í símasölu Apple og aukinnar samkeppni vegna snjallsíma sem framleiddir eru í Kína. Á undanförnum árum hefur forsvarsmönnum Apple gengið erfiðlega að auka sölu iPhone snjallsíma en það hefur um árabil verið helsta tekjulind fyrirtækisins. Á síðasta ársfjórðungi dróst salan saman um 10,5 prósent, borið saman við fyrsta fjórðung 2023. Þrátt fyrir samdráttinn hækkaði virði hlutabréfa Apple um rúm sjö prósent eftir að uppgjörið var birt í gær. Samkvæmt frétt Wall Street Journal var það vegna þess að forsvarsmenn fyrirtækisins samþykktu að verja 110 milljörðum dala í að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu og gáfu til kynna að fyrirtækið muni skila hagnaði á núverandi ársfjórðungi. Apple stendur frammi fyrir ýmsum lagalegum vandræðum um þessar mundir. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna höfðaði til að mynda mál gegn fyrirtækinu í mars og sakaði það um að beita einokunarstöðu á markaði snjallsíma til að koma í veg fyrir samkeppni.
Apple Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira